Rhein-Neckar Löwen stal sigrinum í Íslendingaslag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. nóvember 2023 21:35 Ýmir Örn í leik gegn Kiel á dögunum. Vísir/Getty Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk fyrir Benfica er liðið mátti þola eins marks tap gegn Íslendingaliði Rhein-Neckar Löwen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 35-36. Benfica og Rhein-Neckar Löwen mættust í þriðju umferð A-riðils Evrópudeildarinnar, en fyrir leikinn sátu Ljónin á toppi riðilsins með fjögur stig, en Bendica í þriðja sæti með tvö stig. Gestirnir í Rhein-Neckar Löwen voru betri framan af leik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 15-19. Heimamenn í Benfica lentu mest átta mörkum undir í síðari hálfleik, en lögðu aldrei árar í bát og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Benfica jafnaði loks metin í stöðunni 31-31 og náði tveggja marka forystu í stöðunni 34-32. Gestirnir snéru taflinu þó við á nýjan leik og unnu að lokum með minnsta mun, 35-36. Rhein-Neckar Löwen er því enn með fullt hús stiga á toppi A-riðils eftir þrjár umferðir, en Benfica situr í þriðja sæti með tvö stig. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes sitja í öðru sæti með fjögur stig eftir góðan sigur gegn Kristianstad fyrr í kvöld, 27-31. Auf geht's in Lissabon - gleich ist Anwurf in der European League! Jannik fällt heute leider krankheitsbedingt aus, außerdem fehlen weiterhin Uwe, Philipp, Johnny und Mauni. Dafür steht Niklas Michalski im Kader.#SLBRNL #ehfel #handball #europeanleague #rnloewen #loewenlive #rnl pic.twitter.com/Zyc7N3wpYu— Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) November 14, 2023 Þá voru aðrir Íslendingar einnig í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld þar sem Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk í tveggja marka tapi Sporting CP gegn Tatabanya, 31-29. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg sem vann eins marks sigur gegn Elverum, 32-33, Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í þriggja marka sigri gegn Lovcen-Cetinje, 26-29 og Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof völtuðu yfir Pfadi Winterthur, 41-20. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Benfica og Rhein-Neckar Löwen mættust í þriðju umferð A-riðils Evrópudeildarinnar, en fyrir leikinn sátu Ljónin á toppi riðilsins með fjögur stig, en Bendica í þriðja sæti með tvö stig. Gestirnir í Rhein-Neckar Löwen voru betri framan af leik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 15-19. Heimamenn í Benfica lentu mest átta mörkum undir í síðari hálfleik, en lögðu aldrei árar í bát og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Benfica jafnaði loks metin í stöðunni 31-31 og náði tveggja marka forystu í stöðunni 34-32. Gestirnir snéru taflinu þó við á nýjan leik og unnu að lokum með minnsta mun, 35-36. Rhein-Neckar Löwen er því enn með fullt hús stiga á toppi A-riðils eftir þrjár umferðir, en Benfica situr í þriðja sæti með tvö stig. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes sitja í öðru sæti með fjögur stig eftir góðan sigur gegn Kristianstad fyrr í kvöld, 27-31. Auf geht's in Lissabon - gleich ist Anwurf in der European League! Jannik fällt heute leider krankheitsbedingt aus, außerdem fehlen weiterhin Uwe, Philipp, Johnny und Mauni. Dafür steht Niklas Michalski im Kader.#SLBRNL #ehfel #handball #europeanleague #rnloewen #loewenlive #rnl pic.twitter.com/Zyc7N3wpYu— Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) November 14, 2023 Þá voru aðrir Íslendingar einnig í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld þar sem Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk í tveggja marka tapi Sporting CP gegn Tatabanya, 31-29. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg sem vann eins marks sigur gegn Elverum, 32-33, Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í þriggja marka sigri gegn Lovcen-Cetinje, 26-29 og Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof völtuðu yfir Pfadi Winterthur, 41-20.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira