Stöð 2 Sport
Upphitun fyrir leik Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:00 og klukkan 19:35 hefst útsending frá leiknum sjálfum. Hann verður síðan gerður upp strax að leik loknum af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 13:00 verður sýnt beint frá Mallorca kvennamótinu í golfi á LET-mótaröðinni. CME-mótið á LPGA-mótaröðinni verður síðan sýnt beint frá 19:00.
Vodafone Sport
Leikur Aserbaísjan og Svíþjóðar í undankeppni EM verður í beinni útsendingu frá 16:50 og klukkan 19:35 verður leikur Lúxemborg og Bosníu einnig sýndur beint en þau lið eru með Íslandi í riðli.
Dagur 6 á Grand Slam of Darts mótinu fer af stað klukkan 21:45 og leikur Columbus Blue Jackets og Arizona Coyotes í NHL-deildinni fer í loftið 00:05.