Viðskipti innlent

Geymslu­hólf Lands­bankans í Grinda­vík flutt úr bænum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá útibúi Landsbankans í Hafnarfirði.
Frá útibúi Landsbankans í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm

Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum. Þar segir að útibú bankans í bænum sé innan skilgreinds hættusvæðis. 

Áður hafi bankinn gert ráð fyrir því að geta flutt þau úr útibúinu í fyrradag en það hafi ekki orðið vegna breytinga á hættumati.

Bankinn segir að hratt og örugglega hafi gengið að fjarlæga geymsluhólfin og flytja þau til Reykjavíkur í gær. Tekið er fram að hólfin séu óskemmd og að bankinn hafi ekki þurft að opna þau vegna flutninganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×