Uppbygging um alla borg Pawel Bartoszek skrifar 17. nóvember 2023 11:01 Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal. Yfir 5.000 íbúðir skipulagðar Þetta eru bara þeir staðir þar sem hamarshögg heyrist. Hægt er að hefja byggingu á 2.708 íbúðum sem eru á byggingarhæfum lóðum. Þetta eru til dæmis lóðir fyrir 450 íbúðir Hlíðarenda, 300 íbúðir í Gufunesi og 200 á Kirkjusandi, svo eitthvað sé nefnt. Í samþykktu skipulagi (þar sem verið er að gera lóðirnar klárar) eru síðan 2.705 íbúðir. Stærstu svæðin þar eru Skerjafjörður og Ártúnshöfði. Lengra inn í framtíðina eru svæði þar sem verið er að vinna að skipulagi, stærst þeirra er Keldnalandið með yfir 3.500 íbúðir en einnig er vert að nefna Kringlusvæðið og Veðurstofuhæð. Eggjunum dreift Punkturinn með allri þessari upptalningu er þessi. Reykjavík hefur ekki sett öll eggin í sömu körfuna. Eggjunum hefur verið dreift um alla borg. Fyrir vikið hefur uppbyggingin í borginni verið stöðug og útlit er fyrir að yfir 1.000 íbúðir verði teknar í notkun í borginni í ár, fimmta árið í röð. Við í Viðreisn erum stolt af okkar hlutdeild og okkar árangri í þessum málaflokki. Á framboðshliðinni eru engar töfralausnir aðrar en þær að tryggja að þessi skynsamlega og stöðuga uppbygging haldi áfram. Viðreisn mun halda áfram að vinna því að nóg sé skipulagt af nýjum lóðum víðsvegar um borgina, að nóg sé byggt og að nóg komi inn á hinn almenna markað til að nýir kaupendur hafi úr nógu að velja. Þannig tryggjum við stöðuleikann í framboðinu. Viðbót að lokum: Til að tryggja stöðugleika í eftirspurninni þurfum við síðan “bara” að taka upp nýjan gjaldmiðil og komast í stöðugra vaxtaumhverfi til að reglulegar gengissveiflur og verðbólguskot éti ekki upp kaupmáttinn okkar á nokkurra ára fresti. En það er efni í aðra grein. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal. Yfir 5.000 íbúðir skipulagðar Þetta eru bara þeir staðir þar sem hamarshögg heyrist. Hægt er að hefja byggingu á 2.708 íbúðum sem eru á byggingarhæfum lóðum. Þetta eru til dæmis lóðir fyrir 450 íbúðir Hlíðarenda, 300 íbúðir í Gufunesi og 200 á Kirkjusandi, svo eitthvað sé nefnt. Í samþykktu skipulagi (þar sem verið er að gera lóðirnar klárar) eru síðan 2.705 íbúðir. Stærstu svæðin þar eru Skerjafjörður og Ártúnshöfði. Lengra inn í framtíðina eru svæði þar sem verið er að vinna að skipulagi, stærst þeirra er Keldnalandið með yfir 3.500 íbúðir en einnig er vert að nefna Kringlusvæðið og Veðurstofuhæð. Eggjunum dreift Punkturinn með allri þessari upptalningu er þessi. Reykjavík hefur ekki sett öll eggin í sömu körfuna. Eggjunum hefur verið dreift um alla borg. Fyrir vikið hefur uppbyggingin í borginni verið stöðug og útlit er fyrir að yfir 1.000 íbúðir verði teknar í notkun í borginni í ár, fimmta árið í röð. Við í Viðreisn erum stolt af okkar hlutdeild og okkar árangri í þessum málaflokki. Á framboðshliðinni eru engar töfralausnir aðrar en þær að tryggja að þessi skynsamlega og stöðuga uppbygging haldi áfram. Viðreisn mun halda áfram að vinna því að nóg sé skipulagt af nýjum lóðum víðsvegar um borgina, að nóg sé byggt og að nóg komi inn á hinn almenna markað til að nýir kaupendur hafi úr nógu að velja. Þannig tryggjum við stöðuleikann í framboðinu. Viðbót að lokum: Til að tryggja stöðugleika í eftirspurninni þurfum við síðan “bara” að taka upp nýjan gjaldmiðil og komast í stöðugra vaxtaumhverfi til að reglulegar gengissveiflur og verðbólguskot éti ekki upp kaupmáttinn okkar á nokkurra ára fresti. En það er efni í aðra grein. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar