Verða Chelsea og Manchester City dæmd niður um deild? Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2023 12:30 Mauricio Pochettino og Pep Guardiola eru knattspyrnustjórar Chelsea og Manchester City. Vísir/Getty Í gær bárust fréttir af því að tíu stig hefðu verið tekin af Everton vegna brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttirnar valda forráðamönnum Chelsea og Manchester City vafalaust áhyggjum. Everton var í gær dæmt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar er varða hagnað og sjálfbærni í rekstri. Tíu stig hafa verið dregin af félaginu vegna brotsins en Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili. Félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið ætlar sér að áfrýja dómnum og birti yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist í áfalli yfir niðurstöðunni. En forráðamenn Everton eru líklegast ekki þeir einu sem hafa áhyggjur af stöðunni. Enskir miðlar hafa í kjölfar dómsins í máli Everton skrifað um málefni Manchester City og Chelsea. Rannsóknir standa yfir í málum tengdum þeim félögum þar sem þau eru sökuð um brot sem flestir telja alvarlegri en það brot sem Everton var dæmt fyrir. Íþróttalögfræðingurinn Catherine Forshaw segir í samtali við Guardian að lögfræðingar bæði City og Chelsea hljóti að vera stressaðir eftir úrskurðinn í máli Everton. „Fordæmið er til staðar núna. Ef við berum þessi félög saman við Everton þá er líklegt að Everton sé neðar á refsingaskalanum ef horft er til alvarleika brotanna. Ég held að fall um deild sé engan veginn úr myndinni.“ Brot í 115 liðum Rannsókn á máli City hefur staðið yfir í töluverðan tíma. Félagið er sakað um að víðtæk brot í alls 115 liðum. Ásakanirnar fela meðal annars í sér að félagið hafi ekki gefið upp rétta mynd af fjármálum félagsins og hafi gefið upp lægri greiðslur til leikmanna og knattspyrnustjóra en í raun voru greiddar. Þá hefur félagið ekki aðstoðað forráðamenn úrvalsdeildarinnar við rannsókn málsins. Chelsea er ekki í minni vandræðum. Skjöl sem komið hafa í ljós í gagnaleka benda til þess að í eigendatíð Roman Abramovich hafi Chelsea brotið fjárhagsreglur UEFA. Skjölin sýna mögulegar, ólöglegar greiðslur upp á fleiri milljarða króna í eigendatíð Rússans. Greiðslurnar eru meðal annars til samstarfsmanns Antonio Conte, umboðsmanns Eden Hazard og aðra yfirmanna Chelsea. Þær tengjast líka kaupunum á Willian og Samuel Eto´o en frá því hafði verið greint í síðasta mánuði. Segir að dómsorð í máli Everton gætu einnig átt við í öðrum málum Nii Anteson sem einnig hefur reynslu af lögfræðistörfum í heimi íþróttanna segir að dómsorð í máli Everton geti einnig átt við í málum hinna félaganna. „Það er ekki bara að rannsóknanefndin hafi gert Everton það skýrt að skyldan að koma fram í góðri trú sé rík og að upplýsingar sem félagið hafi gefið hafi verið málefnalegar rangar.“ Anteson segir að í rökstuðningi Everton fyrir dómi hafi félagið haldið því fram að „líkt og það sé hlutverk bókara að minnka skattgreiðslur umbjóðanda eins og hægt er þá sé það einnig hans hlutverk að túlka skattareglur umbjóðanda sínum í hag.“ Anteson segir að rannsóknanefndin sé ósammála þessu viðhorfi og það geti haft áhrif í öðrum málum. „Nefndin segir að skylda félaganna að koma fram í góðri trú sé það rík að hún trompi þessi rök sem Everton kom fram með.“ Forráðamenn Manchester City hafa ítrekað neitað að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins og segja gögn málsins sanna þeirra málstað. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Everton var í gær dæmt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar er varða hagnað og sjálfbærni í rekstri. Tíu stig hafa verið dregin af félaginu vegna brotsins en Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili. Félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið ætlar sér að áfrýja dómnum og birti yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist í áfalli yfir niðurstöðunni. En forráðamenn Everton eru líklegast ekki þeir einu sem hafa áhyggjur af stöðunni. Enskir miðlar hafa í kjölfar dómsins í máli Everton skrifað um málefni Manchester City og Chelsea. Rannsóknir standa yfir í málum tengdum þeim félögum þar sem þau eru sökuð um brot sem flestir telja alvarlegri en það brot sem Everton var dæmt fyrir. Íþróttalögfræðingurinn Catherine Forshaw segir í samtali við Guardian að lögfræðingar bæði City og Chelsea hljóti að vera stressaðir eftir úrskurðinn í máli Everton. „Fordæmið er til staðar núna. Ef við berum þessi félög saman við Everton þá er líklegt að Everton sé neðar á refsingaskalanum ef horft er til alvarleika brotanna. Ég held að fall um deild sé engan veginn úr myndinni.“ Brot í 115 liðum Rannsókn á máli City hefur staðið yfir í töluverðan tíma. Félagið er sakað um að víðtæk brot í alls 115 liðum. Ásakanirnar fela meðal annars í sér að félagið hafi ekki gefið upp rétta mynd af fjármálum félagsins og hafi gefið upp lægri greiðslur til leikmanna og knattspyrnustjóra en í raun voru greiddar. Þá hefur félagið ekki aðstoðað forráðamenn úrvalsdeildarinnar við rannsókn málsins. Chelsea er ekki í minni vandræðum. Skjöl sem komið hafa í ljós í gagnaleka benda til þess að í eigendatíð Roman Abramovich hafi Chelsea brotið fjárhagsreglur UEFA. Skjölin sýna mögulegar, ólöglegar greiðslur upp á fleiri milljarða króna í eigendatíð Rússans. Greiðslurnar eru meðal annars til samstarfsmanns Antonio Conte, umboðsmanns Eden Hazard og aðra yfirmanna Chelsea. Þær tengjast líka kaupunum á Willian og Samuel Eto´o en frá því hafði verið greint í síðasta mánuði. Segir að dómsorð í máli Everton gætu einnig átt við í öðrum málum Nii Anteson sem einnig hefur reynslu af lögfræðistörfum í heimi íþróttanna segir að dómsorð í máli Everton geti einnig átt við í málum hinna félaganna. „Það er ekki bara að rannsóknanefndin hafi gert Everton það skýrt að skyldan að koma fram í góðri trú sé rík og að upplýsingar sem félagið hafi gefið hafi verið málefnalegar rangar.“ Anteson segir að í rökstuðningi Everton fyrir dómi hafi félagið haldið því fram að „líkt og það sé hlutverk bókara að minnka skattgreiðslur umbjóðanda eins og hægt er þá sé það einnig hans hlutverk að túlka skattareglur umbjóðanda sínum í hag.“ Anteson segir að rannsóknanefndin sé ósammála þessu viðhorfi og það geti haft áhrif í öðrum málum. „Nefndin segir að skylda félaganna að koma fram í góðri trú sé það rík að hún trompi þessi rök sem Everton kom fram með.“ Forráðamenn Manchester City hafa ítrekað neitað að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins og segja gögn málsins sanna þeirra málstað.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti