Seðlabankinn þarf nú að lækka stýrivexti Stefán Ólafsson skrifar 18. nóvember 2023 13:30 Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Seðlabankinn hefur verið að vinna með ranga kenningu um orsakir verðbólgunnar hér á síðustu misserum, enda er árangurinn af aðgerðum hans alltof lítill. Ég útlistaði þetta í nýlegri grein í tímaritinu Vísbendingu (sjá "Hin leiðin gegn verðbólgunni"). Nú er ljóst að eldhræringarnar við Grindavík hægja hugsanlega á hagvexti og stórauka eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, sem var of mikil fyrir. Á sama tíma eru óvenju háir stýrivextir Seðlabankans að hægja stórlega á framleiðslu nýrra íbúða, eins og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á. Versnandi afkoma tekjulægri heimila vegna verulega aukins húsnæðiskostnaðar hefur magnað upp þrýsting launafólks á miklar hækkanir launa í komandi kjarasamningum. Háir stýrivextir og of veikburða húsnæðisstuðningur (vaxta- og leigubætur) eiga mikinn þátt í því. Því þarf nú að söðla um í peningastefnunni. Lækkun stýrivaxta myndi m.a. hafa eftirfarandi áhrif sem öll væru til góðs í stöðunni: Létt yrði á verðbólguþrýstingi með lækkun á skuldabyrði fyrirtækja. Byggingariðnaðurinn fengi merki um að betri tíð gæti verið í vændum sem myndi hafa jákvæð áhrif á áform um nýbyggingar íbúða. Jákvæð skilaboð yrðu þar með send til verkalýðshreyfingarinnar um að lækkun á vöxtum íbúðarlána sé handan við hornið, en það gæti stuðlað að varfærari launahækkunum á fyrsta ári nýs kjarasamnings til þriggja ára. Seðlabankinn er nú í dauðafæri til að sýna vitræn viðbrögð við breyttum aðstæðum og að leggja gott til farsælli framvindu á næstu misserum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Grindavík Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Seðlabankinn hefur verið að vinna með ranga kenningu um orsakir verðbólgunnar hér á síðustu misserum, enda er árangurinn af aðgerðum hans alltof lítill. Ég útlistaði þetta í nýlegri grein í tímaritinu Vísbendingu (sjá "Hin leiðin gegn verðbólgunni"). Nú er ljóst að eldhræringarnar við Grindavík hægja hugsanlega á hagvexti og stórauka eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, sem var of mikil fyrir. Á sama tíma eru óvenju háir stýrivextir Seðlabankans að hægja stórlega á framleiðslu nýrra íbúða, eins og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á. Versnandi afkoma tekjulægri heimila vegna verulega aukins húsnæðiskostnaðar hefur magnað upp þrýsting launafólks á miklar hækkanir launa í komandi kjarasamningum. Háir stýrivextir og of veikburða húsnæðisstuðningur (vaxta- og leigubætur) eiga mikinn þátt í því. Því þarf nú að söðla um í peningastefnunni. Lækkun stýrivaxta myndi m.a. hafa eftirfarandi áhrif sem öll væru til góðs í stöðunni: Létt yrði á verðbólguþrýstingi með lækkun á skuldabyrði fyrirtækja. Byggingariðnaðurinn fengi merki um að betri tíð gæti verið í vændum sem myndi hafa jákvæð áhrif á áform um nýbyggingar íbúða. Jákvæð skilaboð yrðu þar með send til verkalýðshreyfingarinnar um að lækkun á vöxtum íbúðarlána sé handan við hornið, en það gæti stuðlað að varfærari launahækkunum á fyrsta ári nýs kjarasamnings til þriggja ára. Seðlabankinn er nú í dauðafæri til að sýna vitræn viðbrögð við breyttum aðstæðum og að leggja gott til farsælli framvindu á næstu misserum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun