Þorleifur Ólafsson: „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“ Siggeir Ævarsson skrifar 18. nóvember 2023 16:13 Lalli fer yfir málin með sínum konum Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann mjög öruggan 30 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna í dag. Lokatölur leiksins 93-63 en Grindvíkingur léku þennan „heimaleik“ í Smáranum í skugga jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þorleifur Ólafsson, Lalli eins og hann er oftast kallaður, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leik að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi. Hann sagði að 30 stiga stigur væri eiginlega hálfgert aukaatriði í stóra samhenginu. „Ég er einhvern veginn ekkert að pæla í því. „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Hvernig við dreifðum stigunum og héldum áfram allan leikinn. Ég hafði einhverjar lúmskar áhyggjur af því hvernig þetta myndi verða, en samt ekki.“ Það er erfitt fyrir Grindvíkinga að setja fullan fókus á körfubolta þessa dagana og þjálfarinn er engin undantekning frá því. Honum var þakklæti til þjóðarinnar efst í huga. „Ég vissi ekki alveg hvernig mér ætti að líða. Svo er þetta bara samstaða og allt Ísland að standa við bakið á Grindavík á þessum erfiðu tímum. Þetta er ótrúlega fallegt.“ Þórsarar hafa hingað til verið þekktar fyrir baráttu og að gefast aldrei upp. Það má segja að Grindavík hafi náð að slá þær hressilega út af laginu í dag? „Klárlega. Svo er maður að reyna að vera einhver þjálfari í þessum aðstæðum og skoða tölfræðina, sóknarfráköst og eitthvað. Bryndís [aðstoðarþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] stóð sig vel og var að benda mér á ýmsa punkta eins og hún gerir alltaf. “ Þórsarar gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu í upphafi seinni hálfleiks og eflaust fór um einhverja stuðningsmenn Grindavíkur þegar munurinn var allt í einu kominn niður í tíu stig. Lalli ákvað að taka ekki leikhlé og það skilaði sér heldur betur á vellinum. „Við vorum tíu stigum yfir og ef þær hefðu skorað hefði ég tekið leikhlé. En við vorum að fá fín færi en bara ekki að hitta. Ég var klár en þær náðu þessu ekki undir tíu þannig að þetta reddaðist.“ Það voru miklar tilfinningar í spilinu í dag, bæði innan vallar og utan. „Við þurfum að hafa pláss fyrir tilfinningarnar og gera mistök. Ég bað stelpurnar í hálfleik að lofa mér einu, að klikka úr skotum og gera mistök af því að ég vildi sjá það. Það var heldur betur helling af því en það er bara galið hvað þetta er fallegur dagur. Bara takk, allir.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, Lalli eins og hann er oftast kallaður, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leik að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi. Hann sagði að 30 stiga stigur væri eiginlega hálfgert aukaatriði í stóra samhenginu. „Ég er einhvern veginn ekkert að pæla í því. „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Hvernig við dreifðum stigunum og héldum áfram allan leikinn. Ég hafði einhverjar lúmskar áhyggjur af því hvernig þetta myndi verða, en samt ekki.“ Það er erfitt fyrir Grindvíkinga að setja fullan fókus á körfubolta þessa dagana og þjálfarinn er engin undantekning frá því. Honum var þakklæti til þjóðarinnar efst í huga. „Ég vissi ekki alveg hvernig mér ætti að líða. Svo er þetta bara samstaða og allt Ísland að standa við bakið á Grindavík á þessum erfiðu tímum. Þetta er ótrúlega fallegt.“ Þórsarar hafa hingað til verið þekktar fyrir baráttu og að gefast aldrei upp. Það má segja að Grindavík hafi náð að slá þær hressilega út af laginu í dag? „Klárlega. Svo er maður að reyna að vera einhver þjálfari í þessum aðstæðum og skoða tölfræðina, sóknarfráköst og eitthvað. Bryndís [aðstoðarþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] stóð sig vel og var að benda mér á ýmsa punkta eins og hún gerir alltaf. “ Þórsarar gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu í upphafi seinni hálfleiks og eflaust fór um einhverja stuðningsmenn Grindavíkur þegar munurinn var allt í einu kominn niður í tíu stig. Lalli ákvað að taka ekki leikhlé og það skilaði sér heldur betur á vellinum. „Við vorum tíu stigum yfir og ef þær hefðu skorað hefði ég tekið leikhlé. En við vorum að fá fín færi en bara ekki að hitta. Ég var klár en þær náðu þessu ekki undir tíu þannig að þetta reddaðist.“ Það voru miklar tilfinningar í spilinu í dag, bæði innan vallar og utan. „Við þurfum að hafa pláss fyrir tilfinningarnar og gera mistök. Ég bað stelpurnar í hálfleik að lofa mér einu, að klikka úr skotum og gera mistök af því að ég vildi sjá það. Það var heldur betur helling af því en það er bara galið hvað þetta er fallegur dagur. Bara takk, allir.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira