Ákærður fyrir að nauðga börnum og greiða þeim fyrir Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2023 11:25 Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Myndin er þaðan. Vísir/Rakel Ósk Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota í garð barna, sem og önnur brot líkt og vændiskaup og vörslu á barnaníðsefni. Öll meint brot mannsins áttu sér stað á þessu ári, og nánast öll í júlímánuði. Manninum er gefið að sök að brjóta á tveimur barnungum stúlkum. Málin eru aðskilin, en þó lík að mörgu leyti. Hann er sagður hafa mælt sér mót við stúlkunnar á samfélagsmiðlum, sótt þær á bíl og síðan brotið á þeim kynferðislega og oftast nauðgað þeim. Þá hafi hann lofað stúlkunum peningagreiðslum og afhent þeim pening fyrir skiptin sem þau hittust. Mál annarrar stúlkunnar varðar tvö atvik, þar sem maðurinn er annars vegar ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og hins vegar fyrir nauðgun. Honum er einnig gefið að sök að hafa viðhafa kynferðislegt tal og senda henni typpamynd. Mál hinnar stúlkunnar varðar þrjú atvik, en maðurinn er ákærður fyrir nauðganir í öll skiptin. Fjögurra milljóna króna er krafist í miskabætur af foreldrum beggja stúlknanna fyrir hönd dætra sinna. Vændi og barnaníðsefni Manninum er einnig gefið að sök að greiða þremur einstaklingum fyrir vændi. Vændiskaupin sjálf eiga að hafa verið níu talsins. Þá er hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því hafa í vörslum sínum Samsung-síma og Apple-fartölvu þar sem fundust samtals 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið hefur þegar verið þingfest. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Manninum er gefið að sök að brjóta á tveimur barnungum stúlkum. Málin eru aðskilin, en þó lík að mörgu leyti. Hann er sagður hafa mælt sér mót við stúlkunnar á samfélagsmiðlum, sótt þær á bíl og síðan brotið á þeim kynferðislega og oftast nauðgað þeim. Þá hafi hann lofað stúlkunum peningagreiðslum og afhent þeim pening fyrir skiptin sem þau hittust. Mál annarrar stúlkunnar varðar tvö atvik, þar sem maðurinn er annars vegar ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og hins vegar fyrir nauðgun. Honum er einnig gefið að sök að hafa viðhafa kynferðislegt tal og senda henni typpamynd. Mál hinnar stúlkunnar varðar þrjú atvik, en maðurinn er ákærður fyrir nauðganir í öll skiptin. Fjögurra milljóna króna er krafist í miskabætur af foreldrum beggja stúlknanna fyrir hönd dætra sinna. Vændi og barnaníðsefni Manninum er einnig gefið að sök að greiða þremur einstaklingum fyrir vændi. Vændiskaupin sjálf eiga að hafa verið níu talsins. Þá er hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því hafa í vörslum sínum Samsung-síma og Apple-fartölvu þar sem fundust samtals 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið hefur þegar verið þingfest.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira