Það er vandlifað í henni neysluveröld Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 22. nóvember 2023 11:30 Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. Einhvern veginn enda ég samt alltaf stjörf fyrir framan tölvuna þar sem ég ráfa að því er virðist heilalaus milli netverslana og íhuga kaup á vörum sem ég hafði ekki einu sinni spáð í áður en þær birtust mér í auglýsingum á skjánum mínum. Já, það er vandlifað í henni neysluveröld. Þegar verslanir keppast við að selja fólki gull og græna skóga á lækkuðu verði vill nefnilega oft gleymast að einfaldasta leiðin til að spara pening er að eyða þeim ekki. Sumir óttast að missa mögulega af einhverju ef þeir mæta ekki í partíið og festast þannig í hringiðu neysluhyggjunnar. Fyrir mig sjálfa ná þessar kvíðablendnu tilfinningar vanalega hámarki rétt áður en útsölurnar klárast og þegar þær loksins klárast stend ég yfirleitt uppi tómhent - því ég fékk mig ekki til að kaupa neitt! Allt þetta stress til einskis. Oftar en ekki nýtir fólk þessa daga til að tæma innkaupalistann fyrir jólin og græja allar gjafirnar fyrir vini og vandamenn. Það er allt gott og blessað en þegar útsöluæðið rennur á okkur skulum við reyna að muna að bestu gjafirnar sem við getum gefið þeim sem okkur þykir vænst um fást hvorki úr hillum verslana né færðar í stafrænar innkaupakörfur. Á svona dögum er svo ekki síður mikilvægt að setja upp miðlalæsisgleraugun og temja sér gagnrýna hugsun því undir snjóflóði af því sem kunna að virðast frábær tilboð geta leynst gildrur fjársvikara sem vilja lokka grunlausa kaupendur í vef sinn til að hafa af þeim fé. Það eldar nefnilega enginn jólasteikina í loftsteikingarpottinum sem var hægt að vinna í Facebook leiknum sem reyndist svo vera netsvindl. Látum glysgjarnar auglýsingar ekki ginna okkur næstu daga. Hugsum okkur tvisvar um áður en við föllum fyrir tilboðum sem virðast of góð til að vera sönn og íhugum hvort kaupin sem við ætlum að gera endurspegli raunverulegar langanir og þarfir okkar áður en við fyllum innkaupakörfurnar af óþarfa. Þegar öllu er á botninn hvolft er ást, umhyggja og gæðastundir það dýrmætasta sem við getum gefið okkar nánustu um jólin og þeim gjöfum er ekki hægt að pakka inn og troða undir tré. Hvað sparnaðinn svo varðar held ég að hann felist ekkert endilega í því að gera góð kaup á útsölu heldur í hugarrónni sem fylgir því að vera meðvitaðri um eigin neysluhegðun. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Freyja Víðisdóttir Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. Einhvern veginn enda ég samt alltaf stjörf fyrir framan tölvuna þar sem ég ráfa að því er virðist heilalaus milli netverslana og íhuga kaup á vörum sem ég hafði ekki einu sinni spáð í áður en þær birtust mér í auglýsingum á skjánum mínum. Já, það er vandlifað í henni neysluveröld. Þegar verslanir keppast við að selja fólki gull og græna skóga á lækkuðu verði vill nefnilega oft gleymast að einfaldasta leiðin til að spara pening er að eyða þeim ekki. Sumir óttast að missa mögulega af einhverju ef þeir mæta ekki í partíið og festast þannig í hringiðu neysluhyggjunnar. Fyrir mig sjálfa ná þessar kvíðablendnu tilfinningar vanalega hámarki rétt áður en útsölurnar klárast og þegar þær loksins klárast stend ég yfirleitt uppi tómhent - því ég fékk mig ekki til að kaupa neitt! Allt þetta stress til einskis. Oftar en ekki nýtir fólk þessa daga til að tæma innkaupalistann fyrir jólin og græja allar gjafirnar fyrir vini og vandamenn. Það er allt gott og blessað en þegar útsöluæðið rennur á okkur skulum við reyna að muna að bestu gjafirnar sem við getum gefið þeim sem okkur þykir vænst um fást hvorki úr hillum verslana né færðar í stafrænar innkaupakörfur. Á svona dögum er svo ekki síður mikilvægt að setja upp miðlalæsisgleraugun og temja sér gagnrýna hugsun því undir snjóflóði af því sem kunna að virðast frábær tilboð geta leynst gildrur fjársvikara sem vilja lokka grunlausa kaupendur í vef sinn til að hafa af þeim fé. Það eldar nefnilega enginn jólasteikina í loftsteikingarpottinum sem var hægt að vinna í Facebook leiknum sem reyndist svo vera netsvindl. Látum glysgjarnar auglýsingar ekki ginna okkur næstu daga. Hugsum okkur tvisvar um áður en við föllum fyrir tilboðum sem virðast of góð til að vera sönn og íhugum hvort kaupin sem við ætlum að gera endurspegli raunverulegar langanir og þarfir okkar áður en við fyllum innkaupakörfurnar af óþarfa. Þegar öllu er á botninn hvolft er ást, umhyggja og gæðastundir það dýrmætasta sem við getum gefið okkar nánustu um jólin og þeim gjöfum er ekki hægt að pakka inn og troða undir tré. Hvað sparnaðinn svo varðar held ég að hann felist ekkert endilega í því að gera góð kaup á útsölu heldur í hugarrónni sem fylgir því að vera meðvitaðri um eigin neysluhegðun. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun