Var á Íslandi á meðan hálf fjölskyldan fórst í loftárás Bjarki Sigurðsson skrifar 22. nóvember 2023 19:14 Fjölskylda Suleiman. Palestínumaður búsettur á Íslandi missti foreldra sína í loftárás Ísraelshers fyrir mánuði síðan. Systir hans missti fótlegg í árásinni og vonast hann til að hún geti fengið gervifót eða komið hingað til lands. Suleiman Al Masri hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Fyrir mánuði síðan voru foreldrar hans og önnur systra hans myrt í árás ísraelska hersins. Þau bjuggu í bænum Al-Fukhari sem er örfáum kílómetrum frá landamærum Gasasvæðisins og Ísrael. Þrír fjölskyldumeðlimir hans lifðu árásina af, yngri systir hans sem er sautján ára gömul og tvö börn eldri systur hans sem eru fimm og tveggja ára gömul. Systir hans, Asil, missti annan fótlegginn í árásinni og var flutt til Egyptalands þar sem gert er að sárum hennar. Hin börnin voru flutt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Faðir Suleiman ásamt Asil, systur hans. Ayham og Salem, frændsystkini Suleiman eftir árás Ísraela. „Hún er núna þunglynd og í losti því hún sá allt sem gerðist þennan dag. Hana dreymdi um að verða læknir. Á næsta ári ætlaði hún að velja háskólann sem hún vildi fara í,“ segir Suleiman. Asil á spítala. Suleiman hafði ekki hitt föður sinn í heilt ár og móður sína í sex ár. Hann segir söknuðinn mikinn. Nú sé hins vegar hans eina ósk að systir hans fái gervifót, eða þá að henni verði komið hingað til Íslands eða til Belgíu þar sem bróðir þeirra býr. „Það væri mjög erfitt, þótt hún hefði vegabréfsáritun, að flytja hana frá spítalanum í Egyptalandi til Evrópu. Ástandið er mjög slæmt en við munum vinna í þessu og sjá til hvað gerist. Ég spurði líka fyrirtækið Össur hvort það gæti gefið systur minni gervifót,“ segir Suleiman. Alls létust 25 manns í árásinni. Hús fjölskyldunnar var gjöreyðilagt eftir árásina. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Össur Hernaður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira
Suleiman Al Masri hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Fyrir mánuði síðan voru foreldrar hans og önnur systra hans myrt í árás ísraelska hersins. Þau bjuggu í bænum Al-Fukhari sem er örfáum kílómetrum frá landamærum Gasasvæðisins og Ísrael. Þrír fjölskyldumeðlimir hans lifðu árásina af, yngri systir hans sem er sautján ára gömul og tvö börn eldri systur hans sem eru fimm og tveggja ára gömul. Systir hans, Asil, missti annan fótlegginn í árásinni og var flutt til Egyptalands þar sem gert er að sárum hennar. Hin börnin voru flutt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Faðir Suleiman ásamt Asil, systur hans. Ayham og Salem, frændsystkini Suleiman eftir árás Ísraela. „Hún er núna þunglynd og í losti því hún sá allt sem gerðist þennan dag. Hana dreymdi um að verða læknir. Á næsta ári ætlaði hún að velja háskólann sem hún vildi fara í,“ segir Suleiman. Asil á spítala. Suleiman hafði ekki hitt föður sinn í heilt ár og móður sína í sex ár. Hann segir söknuðinn mikinn. Nú sé hins vegar hans eina ósk að systir hans fái gervifót, eða þá að henni verði komið hingað til Íslands eða til Belgíu þar sem bróðir þeirra býr. „Það væri mjög erfitt, þótt hún hefði vegabréfsáritun, að flytja hana frá spítalanum í Egyptalandi til Evrópu. Ástandið er mjög slæmt en við munum vinna í þessu og sjá til hvað gerist. Ég spurði líka fyrirtækið Össur hvort það gæti gefið systur minni gervifót,“ segir Suleiman. Alls létust 25 manns í árásinni. Hús fjölskyldunnar var gjöreyðilagt eftir árásina.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Össur Hernaður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Sjá meira