Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2023 14:27 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þegar Modi heimsótti Bandaríkin í sumar. EPA/CHRIS KLEPONIS Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segja Bandaríkjamenn að banatilræðið hafi beinst gegn Gupatwant Singh Pannun, sem er lögmaður fyrir samtök sem kallast „Síkar fyrir réttlæti“. Ekki hefur verið gert opinbert hvernig upp komst um hið meinta tilræði né hvernig það var stöðvað. Málið ku vera til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Tveir mánuðir eru síðan tveir grímuklæddir menn myrtu Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada, en hann kom einnig að starfsemi áðurnefndra samtaka. Samtök þessi taka þátt í baráttu síka fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði í Indlandi. Það morð hefur leitt til versnandi sambands Kanada og Indlands. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Wall Street Journal hefur eftir talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að málið sé litið alvarlegum augum og hafi verið tekið fyrir á hæstu stigum milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Indlands Indverskir ráðamenn eru sagðir hissa og áhyggjusamir vegna ummæla Bandaríkjamanna og hafa þeir sagt að „aðgerðir af þessu tagi“ séu ekki gerðar á þeirra vegum. Hávær áköll eftir sjálfstæði Pannun sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að síkar myndu ekki hætta að berjast fyrir sjálfstæði. Eins og áður segir hafa síkar barist fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab og nærliggjandi svæðum í norðurhluta Indlands en á árum áður kom iðulega til átaka á svæðinu milli síka og yfirvalda. Þessi barátta var að mestu kæfð undir lok síðustu aldar en síkar hafa reglulega deilt við Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands til langs tíma, og hafa áköll eftir sjálfstæði orðið nokkuð hávær að nýju. Bandaríkin Indland Kanada Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segja Bandaríkjamenn að banatilræðið hafi beinst gegn Gupatwant Singh Pannun, sem er lögmaður fyrir samtök sem kallast „Síkar fyrir réttlæti“. Ekki hefur verið gert opinbert hvernig upp komst um hið meinta tilræði né hvernig það var stöðvað. Málið ku vera til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Tveir mánuðir eru síðan tveir grímuklæddir menn myrtu Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada, en hann kom einnig að starfsemi áðurnefndra samtaka. Samtök þessi taka þátt í baráttu síka fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði í Indlandi. Það morð hefur leitt til versnandi sambands Kanada og Indlands. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Wall Street Journal hefur eftir talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að málið sé litið alvarlegum augum og hafi verið tekið fyrir á hæstu stigum milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Indlands Indverskir ráðamenn eru sagðir hissa og áhyggjusamir vegna ummæla Bandaríkjamanna og hafa þeir sagt að „aðgerðir af þessu tagi“ séu ekki gerðar á þeirra vegum. Hávær áköll eftir sjálfstæði Pannun sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að síkar myndu ekki hætta að berjast fyrir sjálfstæði. Eins og áður segir hafa síkar barist fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab og nærliggjandi svæðum í norðurhluta Indlands en á árum áður kom iðulega til átaka á svæðinu milli síka og yfirvalda. Þessi barátta var að mestu kæfð undir lok síðustu aldar en síkar hafa reglulega deilt við Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands til langs tíma, og hafa áköll eftir sjálfstæði orðið nokkuð hávær að nýju.
Bandaríkin Indland Kanada Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira