Sport

Dag­skráin í dag: Grinda­vík spilar ná­granna­slag í Smáranum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Grindavik mætir nágrönnum sínum í Keflavík ... í Smáranum.
Grindavik mætir nágrönnum sínum í Keflavík ... í Smáranum. Vísir/Hulda Margrét

Grindavík mætir Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í dag. Leikurinn fer fram í Smáranum þar sem um er að ræða heimaleik Grindavíkur en liðið getur augljóslega ekki spilað í Grindavík. Þá er margt fleira á boðstólnum á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.30 hefst útsending frá Smáranum þar sem Grindavík tekur á móti Keflavík í Subway-deild karla.

Klukkan 20.00 er leikur Breiðabliks og Hamars í sömu deild á dagskrá. Að þeim leik loknum, klukkan 22.10, er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 13.00 er Andalucia Costa del Sol Open-mótið í golfi. Það er hluti af LET-mótaröðinni.

Stöð 2 ESport

Klukkan 14.00 hefst upphitun þriðja dags í BLAST Premier mótinu. Fjórðungsúrslitin hefjast svo klukkan 14.30. Klukkan 18.00 hefjast seinni fjórðungsúrslit.

Vodafone Sport

Fyrri æfing dagsins í Formúlu 1 er klukkan 09.25. Önnur æfing dagsins er klukkan 12.55.

Klukkan 19.00 er fyrsta umferð í Players Championship-mótinu í pílu á dagskrá.

Klukkan 01.35 er leikur Minnesota Wild og Colorado Avalanche í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×