Kaffi eða jafnrétti? Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 09:01 Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Á ári hverju, verða 245 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af hendi maka. 86% kvenna og stúlkna í heiminum búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi. 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærra á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. Það er sama hversu oft við heyrum þessar tölur, þær eru alltaf jafn sláandi. Og þær virðast því miður aldrei fara lækkandi. Konur og stúlkur búa við þann ólíðandi veruleika að vera hvergi öruggar fyrir hættunni á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær eru beittar ofbeldi innan veggja heimili síns af hendi fjölskyldumeðlima eða maka, á vinnustað sínum af hendi samstarfsmanna og viðskiptavina, í skólanum af hendi kennara og samnemenda, við íþróttaiðkun, á götum úti af hendi ókunnugra og í almennum rýmum svo sem verslunum, skemmtistöðum, kaffihúsum, lestum og strætisvögnum og nú einnig í starfrænum rýmum. Konur og stúlkur virðast hvergi öruggar. Þessi stöðuga ógn við ofbeldi er veruleiki minn og kynsystra minna um allan heim og þegar rýnt er í tölurnar er auðvelt að finna til uppgjafar. En sannleikurinn er sá að hægt er að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum og þar með uppræta kynbundið ofbeldi. Til að setja þá upphæð í samhengi, er þetta um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð. Það sem skortir er viljinn til að fjárfesta í jafnrétti og fjármagna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum frá UN Women hafa 78% ríkja heims ráðstafað fjármunum í lagabreytingar sem eiga að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. En lagabreytingar einar og sér eru ekki nóg heldur þarf heildrænar lausnir. Það þýðir lítið að breyta lögum, þegar þolendur fá ófullnægjandi þjónustu frá löggjafarvaldinu, eiga hvergi öruggt skjól né hafa ráð á sálrænni- eða lagalegri aðstoð í kjölfar ofbeldis. En það kostar líka að gera ekki neitt. Kostnaður við heimilisofbeldi á Íslandi hefur verið tekinn saman og nam um 100 milljónum króna á tímabilinu 2005 til 2014, samkvæmt hagdeild Landspítalans. En þá er aðeins verið að taka inn í reikninginn þær konur sem sækja sér aðstoðar vegna áverka og segja á annað borð frá ofbeldinu. Finnsk rannsókn sýndi að konur sem koma á spítala vegna heimilisofbeldis og segja frá, eru aðeins um 10% af heildinni. Þarna er ekki heldur verið að taka tillit til langtímaáhrifa á borð við vinnutap, ótímabæran dauða, minnkuð afköst, áhrif á börn, örorku, lyfjakostnað eða sálfræðikostnað. Raunkostnaður samfélagsins hleypur því á milljörðum króna. 25. nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem lýkur 10. desember á Alþjóðlega mannréttindadeginum. Þann 10. desember nk. eru 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt, en kynbundið ofbeldi er einmitt talið vera eitt víðtækasta mannréttindabrot heims og er skilgreint sem heimsfaraldur af stofnunum Sþ. Ákall Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi í ár er ákall eftir frekara fjármagni frá stjórnvöldum og fyrirtækjum svo uppræta megi kynbundið ofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Það er hægt að uppræta þessi mannréttindabrot, en til þess þarf vilja og fjármagn – fjármagn sem er aðeins hluti þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi árlega. Það hljómar ekki svo ógerlegt, eða hvað? Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Á ári hverju, verða 245 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af hendi maka. 86% kvenna og stúlkna í heiminum búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi. 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærra á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. Það er sama hversu oft við heyrum þessar tölur, þær eru alltaf jafn sláandi. Og þær virðast því miður aldrei fara lækkandi. Konur og stúlkur búa við þann ólíðandi veruleika að vera hvergi öruggar fyrir hættunni á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær eru beittar ofbeldi innan veggja heimili síns af hendi fjölskyldumeðlima eða maka, á vinnustað sínum af hendi samstarfsmanna og viðskiptavina, í skólanum af hendi kennara og samnemenda, við íþróttaiðkun, á götum úti af hendi ókunnugra og í almennum rýmum svo sem verslunum, skemmtistöðum, kaffihúsum, lestum og strætisvögnum og nú einnig í starfrænum rýmum. Konur og stúlkur virðast hvergi öruggar. Þessi stöðuga ógn við ofbeldi er veruleiki minn og kynsystra minna um allan heim og þegar rýnt er í tölurnar er auðvelt að finna til uppgjafar. En sannleikurinn er sá að hægt er að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum og þar með uppræta kynbundið ofbeldi. Til að setja þá upphæð í samhengi, er þetta um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð. Það sem skortir er viljinn til að fjárfesta í jafnrétti og fjármagna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum frá UN Women hafa 78% ríkja heims ráðstafað fjármunum í lagabreytingar sem eiga að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. En lagabreytingar einar og sér eru ekki nóg heldur þarf heildrænar lausnir. Það þýðir lítið að breyta lögum, þegar þolendur fá ófullnægjandi þjónustu frá löggjafarvaldinu, eiga hvergi öruggt skjól né hafa ráð á sálrænni- eða lagalegri aðstoð í kjölfar ofbeldis. En það kostar líka að gera ekki neitt. Kostnaður við heimilisofbeldi á Íslandi hefur verið tekinn saman og nam um 100 milljónum króna á tímabilinu 2005 til 2014, samkvæmt hagdeild Landspítalans. En þá er aðeins verið að taka inn í reikninginn þær konur sem sækja sér aðstoðar vegna áverka og segja á annað borð frá ofbeldinu. Finnsk rannsókn sýndi að konur sem koma á spítala vegna heimilisofbeldis og segja frá, eru aðeins um 10% af heildinni. Þarna er ekki heldur verið að taka tillit til langtímaáhrifa á borð við vinnutap, ótímabæran dauða, minnkuð afköst, áhrif á börn, örorku, lyfjakostnað eða sálfræðikostnað. Raunkostnaður samfélagsins hleypur því á milljörðum króna. 25. nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem lýkur 10. desember á Alþjóðlega mannréttindadeginum. Þann 10. desember nk. eru 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt, en kynbundið ofbeldi er einmitt talið vera eitt víðtækasta mannréttindabrot heims og er skilgreint sem heimsfaraldur af stofnunum Sþ. Ákall Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi í ár er ákall eftir frekara fjármagni frá stjórnvöldum og fyrirtækjum svo uppræta megi kynbundið ofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Það er hægt að uppræta þessi mannréttindabrot, en til þess þarf vilja og fjármagn – fjármagn sem er aðeins hluti þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi árlega. Það hljómar ekki svo ógerlegt, eða hvað? Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun