Fjórir handteknir í tengslum við hnífaárás Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:32 Hnífaárásin í nótt er talin tengjast annarri árás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Vísir/Vilhelm Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að fjórir hafi verið handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar í nótt þar sem eggvopni var beitt. Hann segir líðan þess sem varð fyrir árásinni eftir atvikum en hann sé ekki í lífshættu. Aðspurður um hvort fleiri væri leitað vegna málsins segir Ævar rannsókn málsins í fullum gangi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Til skoðunar er hvort árásin tengist annari hnífstunguárás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Torgið alræmda Árásirnar eru taldar tengjast langvarandi deilum milli tveggja hópa sem hafa stigmagnast undanfarið. Nútíminn greindi fyrst frá því í gær að sá sem varð fyrir árásinni á Litla Hrauni í gær sé annar þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. Hann er þungt þungt haldinn en ekki í lífshættu. Sú árás átti sér stað á svokölluðu torgi, utandyra í miðju fangelsinu þar sem leiðir allra fanga skarast. Fréttastofa hefur áður fjallað um torgið alræmda. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir árásina endurspegla vandamál sem fangelsismálayfirvöld hafi gert grein fyrir árum saman. „Ríkistjórnin er að bregðast við núna með því að byggja nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla hraun. Hins vegar er brýnt að við getum verið með mönnun á meðan við þurfum að reka þetta fangelsi áfram. Á meðan heimurinn breytist og verður harkalegri þá verðum við að geta tryggt mönnun starfsmanna þannig að það sé hægt að halda uppi öryggi við fremsta megni við þessar aðstæður.“ Allir séu á tánum vegna ástandsins. „Við vistum fanga og flokkum eftir bestu getu, en aðstæðurnar eru bara ekki betri en raun ber vitni. Fangelsið á Hólmsheiði er fullt og það er mikið álag á kerfinu. Það eru gríðarlega margir gæsluvarðhaldsfangar úr mörgum málum. Þetta er ærið verkefni,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Lögreglumál Fangelsismál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að fjórir hafi verið handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar í nótt þar sem eggvopni var beitt. Hann segir líðan þess sem varð fyrir árásinni eftir atvikum en hann sé ekki í lífshættu. Aðspurður um hvort fleiri væri leitað vegna málsins segir Ævar rannsókn málsins í fullum gangi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Til skoðunar er hvort árásin tengist annari hnífstunguárás sem framin var í fangelsinu á Litla hrauni í gær. Heimildir fréttastofu herma að árásármaðurinn á Litla hrauni sé Ingólfur Kjartansson, rúmlega tvítugur maður sem hlaut átta ára fangelsisdóm í lok síðasta árs vegna skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Torgið alræmda Árásirnar eru taldar tengjast langvarandi deilum milli tveggja hópa sem hafa stigmagnast undanfarið. Nútíminn greindi fyrst frá því í gær að sá sem varð fyrir árásinni á Litla Hrauni í gær sé annar þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. Hann er þungt þungt haldinn en ekki í lífshættu. Sú árás átti sér stað á svokölluðu torgi, utandyra í miðju fangelsinu þar sem leiðir allra fanga skarast. Fréttastofa hefur áður fjallað um torgið alræmda. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir árásina endurspegla vandamál sem fangelsismálayfirvöld hafi gert grein fyrir árum saman. „Ríkistjórnin er að bregðast við núna með því að byggja nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla hraun. Hins vegar er brýnt að við getum verið með mönnun á meðan við þurfum að reka þetta fangelsi áfram. Á meðan heimurinn breytist og verður harkalegri þá verðum við að geta tryggt mönnun starfsmanna þannig að það sé hægt að halda uppi öryggi við fremsta megni við þessar aðstæður.“ Allir séu á tánum vegna ástandsins. „Við vistum fanga og flokkum eftir bestu getu, en aðstæðurnar eru bara ekki betri en raun ber vitni. Fangelsið á Hólmsheiði er fullt og það er mikið álag á kerfinu. Það eru gríðarlega margir gæsluvarðhaldsfangar úr mörgum málum. Þetta er ærið verkefni,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Lögreglumál Fangelsismál Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56
Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi. 23. nóvember 2023 14:58