Mesta tjónið á gólfinu í Gerðubergi eftir leka í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 24. nóvember 2023 16:04 Gerðuberg að utan. Leki varð í Gerðubergi í nótt. Mesta tjónið er á gólfefninu að sögn deildarstjóra á bókasafninu. Búið er að rífa upp gólfefni í þremur rýmum. Safnið er þó enn opið og hægt að heimsækja bókasafnið og önnur rými þess um helgina. Leki varð í Gerðubergi síðastliðna nótt út frá loftræstikerfi hússins og töluvert vatn flæddi um gólf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá safninu. Þar kemur fram að vatnspollar hafi myndast í þremur rýmum á efri hæð og í hluta af jarðhæð. „Slökkvilið var kallað til um leið og fyrsti starfsmaður mætti í morgun og varð lekans var,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Gerðubergi, í samtali við fréttastofu. Hún segir að slökkvilið hafi lokið störfum um tíu og að í hádeginu hafi komið annar verkflokkur til að koma þurrkvélum fyrir víða á safninu. „Það þarf að fá að malla. Skemmdirnar eru mest á gólfefnum,“ segir Ilmur Dögg sem telur að um átta bækur hafi skemmst í lekanum. Hún segir að enn sé verið að vinna í safninu við að til dæmis fjarlægja gólfefni. „Það er búð að fjarlægja gólfefni af þremur rýmum á fyrstu hæð og er verið að vinna að því að fjarlægja þau á annarri hæð.“ Safnið opið Borgarbókasafnið Gerðubergi varð ekki fyrir tjóni og er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að starfsemi félagsstarfsins hafi haldist óskert í dag, en að búast megi við því að þetta hafi einhver áhrif á starfsemi Gerðubergs á næstunni. Kaffihúsið Cocina Rodríguez var lokað í dag en opnar aftur á morgun, laugardag. „Það sést mikið á unglingarými sem var hluti af tímabundinni sýningu. Það er því lokað. En fólk getur komið í safnið og farið á bókasafnið og kaffihúsið á morgun. Það er sýning á jarðhæð sem er hægt að skoða. En þetta þarf bara að hafa sinn gang,“ segir Ilmur Dögg. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Leki varð í Gerðubergi síðastliðna nótt út frá loftræstikerfi hússins og töluvert vatn flæddi um gólf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá safninu. Þar kemur fram að vatnspollar hafi myndast í þremur rýmum á efri hæð og í hluta af jarðhæð. „Slökkvilið var kallað til um leið og fyrsti starfsmaður mætti í morgun og varð lekans var,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Gerðubergi, í samtali við fréttastofu. Hún segir að slökkvilið hafi lokið störfum um tíu og að í hádeginu hafi komið annar verkflokkur til að koma þurrkvélum fyrir víða á safninu. „Það þarf að fá að malla. Skemmdirnar eru mest á gólfefnum,“ segir Ilmur Dögg sem telur að um átta bækur hafi skemmst í lekanum. Hún segir að enn sé verið að vinna í safninu við að til dæmis fjarlægja gólfefni. „Það er búð að fjarlægja gólfefni af þremur rýmum á fyrstu hæð og er verið að vinna að því að fjarlægja þau á annarri hæð.“ Safnið opið Borgarbókasafnið Gerðubergi varð ekki fyrir tjóni og er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að starfsemi félagsstarfsins hafi haldist óskert í dag, en að búast megi við því að þetta hafi einhver áhrif á starfsemi Gerðubergs á næstunni. Kaffihúsið Cocina Rodríguez var lokað í dag en opnar aftur á morgun, laugardag. „Það sést mikið á unglingarými sem var hluti af tímabundinni sýningu. Það er því lokað. En fólk getur komið í safnið og farið á bókasafnið og kaffihúsið á morgun. Það er sýning á jarðhæð sem er hægt að skoða. En þetta þarf bara að hafa sinn gang,“ segir Ilmur Dögg.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent