Setja heilskimunina í biðstöðu: „Ætluðum ekki að herja á viðkvæma hópa eða græða“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. nóvember 2023 17:19 Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Intuens Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir að segulómunarþjónusta fyrirtækisins hafi verið sett fram í góðri trú. Segulómunin hefur nú verið sett „á hold“ og segir Steinunn að framhaldið sé til skoðunar. „Við erum að reyna að finna leiðir í þessum stormi um hvað framhaldið verður,“ sagði Steinunn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fyrirtækið ekki hætt starfsemi. „Okkur þykir auðvitað mjög leitt að umræðan sé komin á þennan stað,“ segir Steinunn um þá miklu samfélagsumræðu sem hefur myndast um fyrirtækið á síðustu dögum. Mikil gagnrýni hefur beinst að Intuens á undanförnu, en þar má nefna að Tómas Guðbjartsson hjartalæknir fullyrti að heilskimun Intuens væri eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þá væri ekki hægt að tala um heilaskimunina sem skimun þar sem ekki væri verið að leita markvisst að vel skilgreindum sjúkdómum. „Þetta var alls ekki gert með það að leiðarljósi að herja á viðkvæma hópa eða græða,“ segir Steinunn. Steinunn segir þjónustuna hafa verið setta fram í samstarfi við Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Jafnframt segist hún hafa fengið þau skilaboð frá félaginu að þau sjái ekki eftir sínum þætti. Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Hún bendir á að segulómanir sem þessar hafi verið framkvæmd um árabil í mörgum nágrannalöndum Íslands. „Við höfum algjöran skilning á því að það geti komið gagnrýni á nýjar rannsóknarhefðir. En við óskum alltaf eftir umræðunni á faglegan hátt.“ Aðspurð um hverjir standa að baki Intuens minnist Steinunn bæði fjárfesta og heilbrigðisstarfsfólk. Heilbrigðismál Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Við erum að reyna að finna leiðir í þessum stormi um hvað framhaldið verður,“ sagði Steinunn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fyrirtækið ekki hætt starfsemi. „Okkur þykir auðvitað mjög leitt að umræðan sé komin á þennan stað,“ segir Steinunn um þá miklu samfélagsumræðu sem hefur myndast um fyrirtækið á síðustu dögum. Mikil gagnrýni hefur beinst að Intuens á undanförnu, en þar má nefna að Tómas Guðbjartsson hjartalæknir fullyrti að heilskimun Intuens væri eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þá væri ekki hægt að tala um heilaskimunina sem skimun þar sem ekki væri verið að leita markvisst að vel skilgreindum sjúkdómum. „Þetta var alls ekki gert með það að leiðarljósi að herja á viðkvæma hópa eða græða,“ segir Steinunn. Steinunn segir þjónustuna hafa verið setta fram í samstarfi við Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Jafnframt segist hún hafa fengið þau skilaboð frá félaginu að þau sjái ekki eftir sínum þætti. Steinunn segir að hugsunin á bakvið þjónustuna hafi verið að veita fólki innsýn í eigin líkama. Hún bendir á að segulómanir sem þessar hafi verið framkvæmd um árabil í mörgum nágrannalöndum Íslands. „Við höfum algjöran skilning á því að það geti komið gagnrýni á nýjar rannsóknarhefðir. En við óskum alltaf eftir umræðunni á faglegan hátt.“ Aðspurð um hverjir standa að baki Intuens minnist Steinunn bæði fjárfesta og heilbrigðisstarfsfólk.
Heilbrigðismál Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira