Handbolti

Mosfellingar þremur mörkum undir fyrir seinni leikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sex mörk fyrir Aftureldingu í kvöld.
Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sex mörk fyrir Aftureldingu í kvöld. vísir/Diego

Bikarmeistarar Aftureldingar máttu þola þriggja marka tap er liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov í fyrri leik liðanna í Evrópubikarnum í handbolta í kvöld, 24-27.

Báðir leikir liðanna fara fram ytra, en leikur kvöldsins var talinn sem heimaleikur Aftureldingar. 

Jafnt var á öllum tölum í upphafi leiks, en slóvakíska liðið tók forskotið þó nokkuð snemma og náði fjögurra marka forystu í stöðunni 5-9. Þeir héldu forystunni fram að hálfleikshléi og staðan var 10-12 þegar flautað var til hálfleiks.

Mosfellingar jöfnuðu þó metin snemma í síðari hálfleik í stöðunni 13-13 og aftur í 14-14, en það var í seinasta skipti sem staðan var jöfn í leiknum. Slóvakarnir skoruðu sex af næstu sjö mörkum og komust í fiomm marka forystu og unnu að lokum þriggja marka sigur, 24-27.

Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með sex mörk í leik kvöldsins, en þeir Þorsteinn Leó Gunnarsson og Blær Hinriksson komu þar á eftir með fjögur mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×