Jóhann Þór: Ætla ekki að fara í sandkassaleik eins og Pétur og Maté Andri Már Eggertsson skrifar 24. nóvember 2023 20:10 Jóhann Þór Ólafsson var ósáttur með tap kvöldsins Vísir/Anton Brink Grindavík fékk skell gegn Keflavík þar sem liðið tapaði afar sannfærandi 82-111. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar svekktur eftir leik. „Við mættum ekki til leiks. Leikplanið var farið eftir tæplega fimmtán mínútur. Fyrsti leikhluti var á pari þrátt fyrir að þeir hafi byrjað á að gera fyrstu tíu stigin. Við vorum mjúkir og staðir sóknarlega. Við vorum mjúkir varnarlega og Keflvíkingar fengu að hafa þetta eins og þeir vildu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum þar til um miðjan fyrri hálfleik þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust 21 stigi yfir 33-54. „Við fórum að benda fingrum og féllum í sundur. Þeir gengu á lagið og hittu mjög vel á meðan við hittum ekki neitt. Ég hef enga töfralausn yfir það sem gerðist en nú þurfum við að þjappa okkur saman. Það er risa dagskrá fram að jólum og við getum ekki staðið og grenjað yfir þessu heldur þurfum við að koma okkur saman og finna taktinn.“ Þriggja stiga nýting Grindavíkur var ömurleg í fyrri hálfleik þar sem Grindvíkingar hittu aðeins úr þremur skotum í tuttugu og einni tilraun. „Við hittum illa og síðan þróaðist leikurinn þannig að sama hver skaut boltanum hjá þeim þá fór boltinn ofan í og þá fóru menn í örvæntingu og að reyna gera tvær, þjár körfur í sömu sókninni. Mögulega hefði ég átt að grípa fyrr inn í og leikstjórnunin var sennilega ekki nægilega góð en síðan fór þetta frá okkur.“ „Við hefðum átt að grípa fyrr inn í en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég er mjög fúll og svekktur með hvernig við nálguðumst þetta verkefni.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, talaði um í leikhléi og í viðtali eftir leik að Grindvíkingar væru að reyna að meiða sína menn. Jóhann var spurður út í þau ummæli og hann tók alls ekki undir þau. „Mér finnst það mjög gott. Keflvíkingar voru að mínu mati mjög grófir. Jaka Brodnik var stundum á tímabili að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta og það er til á myndbandi.“ „Ég ætla ekki í einhvern sandkassa leik Pétur getur verið í því og hvað heitir þjálfari Hauka [Maté Dalmay] hann er flottur í því líka en ég ætla ekki að taka það á mig,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Grindavík Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks. Leikplanið var farið eftir tæplega fimmtán mínútur. Fyrsti leikhluti var á pari þrátt fyrir að þeir hafi byrjað á að gera fyrstu tíu stigin. Við vorum mjúkir og staðir sóknarlega. Við vorum mjúkir varnarlega og Keflvíkingar fengu að hafa þetta eins og þeir vildu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum þar til um miðjan fyrri hálfleik þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust 21 stigi yfir 33-54. „Við fórum að benda fingrum og féllum í sundur. Þeir gengu á lagið og hittu mjög vel á meðan við hittum ekki neitt. Ég hef enga töfralausn yfir það sem gerðist en nú þurfum við að þjappa okkur saman. Það er risa dagskrá fram að jólum og við getum ekki staðið og grenjað yfir þessu heldur þurfum við að koma okkur saman og finna taktinn.“ Þriggja stiga nýting Grindavíkur var ömurleg í fyrri hálfleik þar sem Grindvíkingar hittu aðeins úr þremur skotum í tuttugu og einni tilraun. „Við hittum illa og síðan þróaðist leikurinn þannig að sama hver skaut boltanum hjá þeim þá fór boltinn ofan í og þá fóru menn í örvæntingu og að reyna gera tvær, þjár körfur í sömu sókninni. Mögulega hefði ég átt að grípa fyrr inn í og leikstjórnunin var sennilega ekki nægilega góð en síðan fór þetta frá okkur.“ „Við hefðum átt að grípa fyrr inn í en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég er mjög fúll og svekktur með hvernig við nálguðumst þetta verkefni.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, talaði um í leikhléi og í viðtali eftir leik að Grindvíkingar væru að reyna að meiða sína menn. Jóhann var spurður út í þau ummæli og hann tók alls ekki undir þau. „Mér finnst það mjög gott. Keflvíkingar voru að mínu mati mjög grófir. Jaka Brodnik var stundum á tímabili að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta og það er til á myndbandi.“ „Ég ætla ekki í einhvern sandkassa leik Pétur getur verið í því og hvað heitir þjálfari Hauka [Maté Dalmay] hann er flottur í því líka en ég ætla ekki að taka það á mig,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Grindavík Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira