Timbursalinn kominn í opið úrræði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 11:43 Páll Jónsson er kominn á Kvíabryggju eftir fimmtán mánaða dvöl á Hólmsheiði. Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. Páll hlaut þyngsta dóminn af mönnunum fjórum sem sakfelldir voru í málinu. Landsréttur stytti í gær dóma þeirra allra. Auk Páls hlutu Birgir Halldórsson, Jóhannes Páll Durr og Daði Björnsson fimm til sex ára fangelsisvist fyrir sína aðild að málinu, sem er stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Hundrað kíló af kókaíni voru falin falin í timburdrumbum sem mennirnir fluttu inn frá Brasilíu í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Efnin voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Lýsti dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. Páll hefur setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp og hefur ekki látið vel af þeirri dvöl. Í viðtali á Vísi í sumar lýsti hann dvölinni sem óbærilegri og sagðist vera meira og minna í einangrun. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er,” sagði Páll. Páll hefur barist fyrir því að komast í opið úrræði og í vikunni var hann fluttur í opna fangelsið á Kvíabryggju. Það staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, eftir að dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Fangelsið á Kvíabryggju.Vísir „Hann er búinn að vera við erfiðar aðstæður á Hólmsheiðinni, þar sem lítill kostur er á virkni og slíku,” segir Sveinn. Hann hefur verið að kúldrast niður alla tíð síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en núna er hann komið í opið úrræði og þá er lífið skárra. Fangelsið á Kvíabryggju er á Grundarfirði. Opið úrræði felst í að hvorki eru rimlar fyrir gluggum né hefðbundnir fangaklefar og eru fangarnir frjálsari en á Litla hrauni og á Hólmsheiði. Þar er góð aðstaða til vinnu og líkamsræktar. Segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum Sveinn segist hafa búist við lækkun á dómnum en hafði vonast til að hann yrði meiri en raun bar vitni. „Ég var að vonast til að þetta færi niður úr tíu árum yfir í átta, en Landsréttur ákvað að fara niður í níu ár. Það er svona almennt ákall í kerfinu að menn fari að tempra niður þessa fíkniefnadóma. Þetta er kannski skref í þá átt.” Sveinn Andri segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum.Vísir/Sigurjón Þá segir Sveinn að honum þyki óeðlilegt að Páll hafi fengið hærri dóm en hinir mennirnir. Til greina komi að sækja málið lengra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir fjórir komnir í opið úrræði. Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Páll hlaut þyngsta dóminn af mönnunum fjórum sem sakfelldir voru í málinu. Landsréttur stytti í gær dóma þeirra allra. Auk Páls hlutu Birgir Halldórsson, Jóhannes Páll Durr og Daði Björnsson fimm til sex ára fangelsisvist fyrir sína aðild að málinu, sem er stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Hundrað kíló af kókaíni voru falin falin í timburdrumbum sem mennirnir fluttu inn frá Brasilíu í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Efnin voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Lýsti dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. Páll hefur setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp og hefur ekki látið vel af þeirri dvöl. Í viðtali á Vísi í sumar lýsti hann dvölinni sem óbærilegri og sagðist vera meira og minna í einangrun. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er,” sagði Páll. Páll hefur barist fyrir því að komast í opið úrræði og í vikunni var hann fluttur í opna fangelsið á Kvíabryggju. Það staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, eftir að dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Fangelsið á Kvíabryggju.Vísir „Hann er búinn að vera við erfiðar aðstæður á Hólmsheiðinni, þar sem lítill kostur er á virkni og slíku,” segir Sveinn. Hann hefur verið að kúldrast niður alla tíð síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en núna er hann komið í opið úrræði og þá er lífið skárra. Fangelsið á Kvíabryggju er á Grundarfirði. Opið úrræði felst í að hvorki eru rimlar fyrir gluggum né hefðbundnir fangaklefar og eru fangarnir frjálsari en á Litla hrauni og á Hólmsheiði. Þar er góð aðstaða til vinnu og líkamsræktar. Segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum Sveinn segist hafa búist við lækkun á dómnum en hafði vonast til að hann yrði meiri en raun bar vitni. „Ég var að vonast til að þetta færi niður úr tíu árum yfir í átta, en Landsréttur ákvað að fara niður í níu ár. Það er svona almennt ákall í kerfinu að menn fari að tempra niður þessa fíkniefnadóma. Þetta er kannski skref í þá átt.” Sveinn Andri segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum.Vísir/Sigurjón Þá segir Sveinn að honum þyki óeðlilegt að Páll hafi fengið hærri dóm en hinir mennirnir. Til greina komi að sækja málið lengra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir fjórir komnir í opið úrræði.
Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17