Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 16:13 Maður handtekinn í kjölfar óeirðanna í Dyflinni. AP/Peter Morrisson Að minnsta kosti 24 hafa verið færðir fyrir dómara í Dyflinni á Írlandi og ákærðir vegna óeirða sem áttu sér stað í borginni aðfaranótt föstudags. Þrír voru ákærðir fyrir vopnaburð og fjórir fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt. Múslimar eru sagðir óttaslegnir eftir óeirðirnar og vegna umræðu á samfélagsmiðlum. Til óeirða kom í kjölfar þess að maður veittist að kennara og ungum börnum með hníf í miðborg Dyflinnar. Hann særði konuna og þrjú börn með stórum hníf, áður en hann var stöðvaður af vegfarendum. Einn óeirðarseggjanna hefur verið ákærður fyrir að vera með hníf, samkvæmt frétt RTÉ, Ríkisútvarps Írlands. Aðrir höfðu rænt sígarettum, fötum og raftækjum. Rólegt var í höfuðborginni í nótt en mikill viðbúnaður var í miðbænum vegna óeirða sem fóru þar fram kvöldið áður. Ríkisútvarpið segir lögregluþjóna hafa verið tilbúna til að beita öflugum vatnsbyssum gegn mögulegum óeirðarseggjum í miðbænum. Til stendur að vera með aukinn viðbúnað um helgina. Ekki búið að gefa upp þjóðerni árásarmannsins Lögreglan hefur ekkert sagt um þjóðerni árásarmannsins og tilefni hennar liggur ekki enn fyrir. Hann er sagður hafa særst alvarlega en í fyrstu fregnum af vettvangi kom fram að hann hefði mögulega stungið sig sjálfan. Mikil umræða skapaðist þó á samfélagsmiðlum og kom til ofbeldis þegar mótmælendur sem eru andvígir innflytjendum mættu á árásarstaðinn og lentu í áflogum við lögregluþjóna. Mótmæli urðu að óeirðum, sem enduðu með því að kveikt var í þremur slökkviliðsvögnum, einum sporvagni og fjöldi lögreglubíla var eyðilagður. Á annan tug verslana voru þar að auki skemmdar og vörum rænt þaðan. Sjá einnig: Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Blaðamaður Irish Times ræddi við heimamenn þar sem árásin var gerð. Flestir viðmælendur voru á einu máli um að hegðun óeirðaseggjanna hefði verið forkastanleg og hefðu ekki þjónað neinum tilgangi, öðrum en að valda skemmdum. Einn maður spurði hvað í ósköpunum þessar óeirðir hefðu átt að gera fyrir börnin sem særðust og kennarann. Einn maður sem rætt var við sagði óeirðirnar hafa verið réttlætanlegar. „Þetta snýr að nokkrum hlutum. Þetta snýr að málefnum innflytjenda, ólöglegum innflytjendum, heimilislausu fólki og öllu slíku. Við viljum þetta ekki í okkar landi. Fólk er að mótmæla en enginn hlustar á það og spennan eykst. Fólk verður að standa fyrir sínu,“ sagði maðurinn en hann hefur búið í neyðarskýli fyrir heimilislausa í meira en ár. Varaði múslima við því að fara til Dublin Formaður svokallaðs múslimaráðs Írlands hefur varað fólk sem er islamstrúar við því að sækja Dyflin heim um helgina. Umar Al-Qadri sagði að hann hefði aldrei búist við því að þurfa að leggja slíkt til á Írlandi. Hann hefði búið þar í tuttugu ár og reynsla hans hefði nánast alfarið verið yndisleg. „Það er að breytast hægt og rólega, því miður,“ sagði hann, samkvæmt frétt RTÉ. Al-Qadri sagðist hafa fengið mörg skilaboð um að fólk væri hrætt vegna myndbanda og umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem fólk hefði meðal annars farið hörðum orðum um innflytjendur og kallað eftir ofbeldi. Írland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Múslimar eru sagðir óttaslegnir eftir óeirðirnar og vegna umræðu á samfélagsmiðlum. Til óeirða kom í kjölfar þess að maður veittist að kennara og ungum börnum með hníf í miðborg Dyflinnar. Hann særði konuna og þrjú börn með stórum hníf, áður en hann var stöðvaður af vegfarendum. Einn óeirðarseggjanna hefur verið ákærður fyrir að vera með hníf, samkvæmt frétt RTÉ, Ríkisútvarps Írlands. Aðrir höfðu rænt sígarettum, fötum og raftækjum. Rólegt var í höfuðborginni í nótt en mikill viðbúnaður var í miðbænum vegna óeirða sem fóru þar fram kvöldið áður. Ríkisútvarpið segir lögregluþjóna hafa verið tilbúna til að beita öflugum vatnsbyssum gegn mögulegum óeirðarseggjum í miðbænum. Til stendur að vera með aukinn viðbúnað um helgina. Ekki búið að gefa upp þjóðerni árásarmannsins Lögreglan hefur ekkert sagt um þjóðerni árásarmannsins og tilefni hennar liggur ekki enn fyrir. Hann er sagður hafa særst alvarlega en í fyrstu fregnum af vettvangi kom fram að hann hefði mögulega stungið sig sjálfan. Mikil umræða skapaðist þó á samfélagsmiðlum og kom til ofbeldis þegar mótmælendur sem eru andvígir innflytjendum mættu á árásarstaðinn og lentu í áflogum við lögregluþjóna. Mótmæli urðu að óeirðum, sem enduðu með því að kveikt var í þremur slökkviliðsvögnum, einum sporvagni og fjöldi lögreglubíla var eyðilagður. Á annan tug verslana voru þar að auki skemmdar og vörum rænt þaðan. Sjá einnig: Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Blaðamaður Irish Times ræddi við heimamenn þar sem árásin var gerð. Flestir viðmælendur voru á einu máli um að hegðun óeirðaseggjanna hefði verið forkastanleg og hefðu ekki þjónað neinum tilgangi, öðrum en að valda skemmdum. Einn maður spurði hvað í ósköpunum þessar óeirðir hefðu átt að gera fyrir börnin sem særðust og kennarann. Einn maður sem rætt var við sagði óeirðirnar hafa verið réttlætanlegar. „Þetta snýr að nokkrum hlutum. Þetta snýr að málefnum innflytjenda, ólöglegum innflytjendum, heimilislausu fólki og öllu slíku. Við viljum þetta ekki í okkar landi. Fólk er að mótmæla en enginn hlustar á það og spennan eykst. Fólk verður að standa fyrir sínu,“ sagði maðurinn en hann hefur búið í neyðarskýli fyrir heimilislausa í meira en ár. Varaði múslima við því að fara til Dublin Formaður svokallaðs múslimaráðs Írlands hefur varað fólk sem er islamstrúar við því að sækja Dyflin heim um helgina. Umar Al-Qadri sagði að hann hefði aldrei búist við því að þurfa að leggja slíkt til á Írlandi. Hann hefði búið þar í tuttugu ár og reynsla hans hefði nánast alfarið verið yndisleg. „Það er að breytast hægt og rólega, því miður,“ sagði hann, samkvæmt frétt RTÉ. Al-Qadri sagðist hafa fengið mörg skilaboð um að fólk væri hrætt vegna myndbanda og umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem fólk hefði meðal annars farið hörðum orðum um innflytjendur og kallað eftir ofbeldi.
Írland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira