Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2023 07:33 Sérfræðingar hafa bent foreldrum á að oft megi beita öðrum úrræðum til að bæta svefn. Getty Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. Melatónín er náttúrulegt hormón sem myndast í líkamanum en framleiðsla þess ræðst af birtustigi. Þannig er lítið af efninu í líkamanum á daginn en framleiðslan eykst þegar myrkur færist yfir. Það hefur hins vegar færst í vöxt að fólk, og börn, taki melatónín sem lyf eða bætiefni til að bregðast við svefnvandamálum. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Í Bandaríkjunum flokkast melatónín sem bætiefni en annars staðar sem lyf. Á Íslandi og víðar fer það eftir magni efnisins hvort það flokkast sem bætiefni eða lyf. Ný rannsókn, sem greint var frá í tímaritinu JAMA Pediatrics, leiddi í ljós að notkun melatóníns meðal barna hefði aukist mjög síðustu ár. Rætt var við foreldra 993 barna og reyndust leikskólabörn taka efnið að meðaltali í um 12 mánuði, grunnskólabörn í um 18 mánuði og börn í kringum 12 ára í um 21 mánuð. Höfundar rannsóknarinnar segja úrtakið lítið og því sé ekki víst að það endurspegli notkunina á landsvísu en aðrar rannsóknir hafa einnig bent til þess að notkun melatóníns hafi aukist verulega. Könnun American Academy of Sleep Medicine frá því fyrr á þessu ári bendir til þess að um 46 prósent foreldra hafi gefið börnum sínum yngri en 13 ára efnið til að aðstoða við svefn. Þá eru feður líklegri til að gefa melatónín og yngri foreldrar. Sérfræðingar hafa beint því til foreldra að fara með melatónín eins og lyf og spara notkun þess. Svefnvandamál sé oft hægt að meðhöndla með öðrum hætti. Lítið er vitað um áhrif langtímanotkunar efnisins. Þá hafa rannsóknir bent til þess að oft séu upplýsingar um magn þess í fæðubótarefnum misvísandi og magnið allt frá því að vera helmingi minna en gefið er upp, til þess að vera allt að fjórum sinnum meira. Bandaríkin Heilbrigðismál Lyf Börn og uppeldi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Sjá meira
Melatónín er náttúrulegt hormón sem myndast í líkamanum en framleiðsla þess ræðst af birtustigi. Þannig er lítið af efninu í líkamanum á daginn en framleiðslan eykst þegar myrkur færist yfir. Það hefur hins vegar færst í vöxt að fólk, og börn, taki melatónín sem lyf eða bætiefni til að bregðast við svefnvandamálum. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Í Bandaríkjunum flokkast melatónín sem bætiefni en annars staðar sem lyf. Á Íslandi og víðar fer það eftir magni efnisins hvort það flokkast sem bætiefni eða lyf. Ný rannsókn, sem greint var frá í tímaritinu JAMA Pediatrics, leiddi í ljós að notkun melatóníns meðal barna hefði aukist mjög síðustu ár. Rætt var við foreldra 993 barna og reyndust leikskólabörn taka efnið að meðaltali í um 12 mánuði, grunnskólabörn í um 18 mánuði og börn í kringum 12 ára í um 21 mánuð. Höfundar rannsóknarinnar segja úrtakið lítið og því sé ekki víst að það endurspegli notkunina á landsvísu en aðrar rannsóknir hafa einnig bent til þess að notkun melatóníns hafi aukist verulega. Könnun American Academy of Sleep Medicine frá því fyrr á þessu ári bendir til þess að um 46 prósent foreldra hafi gefið börnum sínum yngri en 13 ára efnið til að aðstoða við svefn. Þá eru feður líklegri til að gefa melatónín og yngri foreldrar. Sérfræðingar hafa beint því til foreldra að fara með melatónín eins og lyf og spara notkun þess. Svefnvandamál sé oft hægt að meðhöndla með öðrum hætti. Lítið er vitað um áhrif langtímanotkunar efnisins. Þá hafa rannsóknir bent til þess að oft séu upplýsingar um magn þess í fæðubótarefnum misvísandi og magnið allt frá því að vera helmingi minna en gefið er upp, til þess að vera allt að fjórum sinnum meira.
Bandaríkin Heilbrigðismál Lyf Börn og uppeldi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Sjá meira