Pláss fyrir 125 farþega í 18 metra Borgarlínuvagni Ásdís Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 12:00 Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega. Þetta verða rafmagnsvagnar og að hámarki 29 tonn að þyngd, með þrepalausu aðgengi, sem þýðir að fólk þarf ekki að stíga upp í þá, eins og er í dag. Þannig verða vagnarnir aðgengilegir fyrir alla, þar með talið fólk sem notar hjólastóla og fólk með barnavagna. Borgarlínan snýst um að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta og stórbæta þjónustu við íbúa og gesti höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan mun tengja betur saman höfuðborgarsvæðið með meiri lífsgæðum fyrir íbúa og gesti. Lykilatriði er að Borgarlínuvagnarnir munu að mestu aka í sérrými en þannig komast þeir á milli staða á annatíma, sama hvernig umferðin er á öðrum akreinum. Auk þess fá vagnarnir forgang á gatnamótum. Þetta tvennt, sérrými og forgangur, tryggir styttri ferðatíma og áreiðanleika. Ætlunin er að vagnarnir aki oft á klukkutíma og ferðirnar verði áreiðanlegar, en á háannatíma verða þær á 7-10 mínútna fresti svo það verður aldrei langt í næsta vagn. Ef fleiri þurfa pláss í Borgarlínuvagni á háannatíma verður hægt að bæta við fleiri vögnum til að anna eftirspurn. Það verður enginn skilinn eftir. En hvað er að gerast í Borgarlínuverkefninu? Hönnun Borgarlínunnar er í fullum gangi. Verkefnið felur meðal annars í sér að endurhanna göturými á höfuðborgarsvæðinu til að koma fyrir sérrými fyrir Borgarlínuvagna, ásamt Borgarlínustöðvum. Í verkefninu felst einnig að hanna göngu- og hjólastíga svo að til verði heildstætt kerfi sem stuðlar að því að fólk geti ferðast til og frá Borgarlínustöðvum með því sem kallað er virkum ferðamáta. Virkur ferðamáti er til dæmis að ganga eða hjóla. Með því að skoða þetta allt í samhengi og búa til öruggt og þægilegt kerfi er hægt að styðja við breyttar ferðavenjur hjá fjölda fólks sem hefur áhuga á að nýta sér góðar almenningssamgöngur í bland við virka ferðamáta. Höfundur er forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega. Þetta verða rafmagnsvagnar og að hámarki 29 tonn að þyngd, með þrepalausu aðgengi, sem þýðir að fólk þarf ekki að stíga upp í þá, eins og er í dag. Þannig verða vagnarnir aðgengilegir fyrir alla, þar með talið fólk sem notar hjólastóla og fólk með barnavagna. Borgarlínan snýst um að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta og stórbæta þjónustu við íbúa og gesti höfuðborgarsvæðisins. Borgarlínan mun tengja betur saman höfuðborgarsvæðið með meiri lífsgæðum fyrir íbúa og gesti. Lykilatriði er að Borgarlínuvagnarnir munu að mestu aka í sérrými en þannig komast þeir á milli staða á annatíma, sama hvernig umferðin er á öðrum akreinum. Auk þess fá vagnarnir forgang á gatnamótum. Þetta tvennt, sérrými og forgangur, tryggir styttri ferðatíma og áreiðanleika. Ætlunin er að vagnarnir aki oft á klukkutíma og ferðirnar verði áreiðanlegar, en á háannatíma verða þær á 7-10 mínútna fresti svo það verður aldrei langt í næsta vagn. Ef fleiri þurfa pláss í Borgarlínuvagni á háannatíma verður hægt að bæta við fleiri vögnum til að anna eftirspurn. Það verður enginn skilinn eftir. En hvað er að gerast í Borgarlínuverkefninu? Hönnun Borgarlínunnar er í fullum gangi. Verkefnið felur meðal annars í sér að endurhanna göturými á höfuðborgarsvæðinu til að koma fyrir sérrými fyrir Borgarlínuvagna, ásamt Borgarlínustöðvum. Í verkefninu felst einnig að hanna göngu- og hjólastíga svo að til verði heildstætt kerfi sem stuðlar að því að fólk geti ferðast til og frá Borgarlínustöðvum með því sem kallað er virkum ferðamáta. Virkur ferðamáti er til dæmis að ganga eða hjóla. Með því að skoða þetta allt í samhengi og búa til öruggt og þægilegt kerfi er hægt að styðja við breyttar ferðavenjur hjá fjölda fólks sem hefur áhuga á að nýta sér góðar almenningssamgöngur í bland við virka ferðamáta. Höfundur er forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun