Var á óvenju hraðskreiðri snjóþotu þegar hann lést Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 12:50 Slysið varð í febrúar 2022 þegar nemendur renndu sér niður brekku vestan við Gamla skólann, eins og tíðkast hefur í áratugi. Framhaldsskólinn á Laugum Nítján ára karlmaður sem lést eftir að ekið var á hann við Framhaldsskólann á Laugum í febrúar 2022 var að renna sér á hraðskreiðari snjóþotu en almennt var notuð við skólann. Áratugalöng hefð er fyrir því að nemendur renni sér á rassasnjóþotum niður brekku við skólann. Þetta segir í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Slysið sem um ræðir átti sér stað 2. febrúar 2022 við Framhaldsskólann á Laugum. Nemendur voru þar að renna sér á rassaþotum niður brekku vestan við aðalbyggingu skólans en nítján ára gamall piltur lést eftir að hann hafnaði á vegi og varð þar fyrir bíl. Þotan vinstra megin er sú sem nemandinn var að renna sér á þegar hann lést. Til hægri er mynd af þotunum sem yfirleitt eru notaðar við skólann.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Vegurinn liggur vestan við Gamla skóla, aðalbyggingu framhaldsskólans, neðst við brekkuna. Hallinn á henni mælist 17 gráður en lítil vatnrás er neðst í brekkunni við vegkantinn, sem samkvæmt skýrslunni stöðvar yfirleitt nemendur sem renna sér þar niður. Voru með aðra, hraðskreiðari þotu Fram kemur í skýrslunni að þennan dag hafi hópur nemenda verið að renna sér á rassasnjóþotum í brekkunni, ásamt námsráðgjafa skólans. Þetta var, sökum snjóleysis, fyrsta sinn eftir jólafrí sem farið var út að renna sér. Segir í skýrslunni að yfirleitt renni nemendur sér í annarri brekku, norðan við skólann, sem er ekki jafn brött en þennan dag hafi ekki verið þar nógu mikill snjór og nemendur því fært sig í hina, sem er brattari og nær veginum. Brekkan sem örin merkir er sú sem nemendur byrjuðu á að renna sér niður en hún var meira og minna snjólaus. Þeir færðu sig því í brattari brekkuna vestan við skólann.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rassaþoturnar sem verið var að nota eru í eigu skólans en jafnframt voru nemendur að nota aðra þotu, stærri og hraðskreiðari, í eigu nemanda. „Að sögn vitna hafði nemandinn, sem lést í slysinu, nýlokið við að renna sér niður brekkuna á stærri snjóþotunni þegar hann tók ákvörðun um að fara óvænt strax aðra ferð. Um leið og hann fór af stað sögðust nemendur, sem stóðu efst í brekkunni, hafa tekið eftir bifreið sem kom akandi eftir Austurhlíðarvegi til suðurs. Þau kváðust hafa reynt að kalla til nemandans og láta hann vita af bifreiðinni.“ Bíllinn í góðu lagi og ökumaður innan hraðamarka Fram kemur í skýrslunni að við skoðun hafi bíllinn, af gerðinni Chevrolet Captiva, verið í góðu ásigkomulagi. Bíllinn var á nagladekkjum, ekkert athugavert kom fram við hemlaprófun annað en að stöðuhemill var óvirkur og engar athugasemdir gerðar við útsýni úr bifreiðinni. Ökumaður var þá nýbúinn að beygja inn á veginn og aka um áttatíu metra eftir honum. Sökum aldurs bílsins, sem var nýskráður 2006, var ekki hægt að lesa hraða úr hugbúnaði hennar en samkvæmt framburði vitna ætluðu þau að hraðinn hafi verið á bilinu 20 til 40 km/klst. 50 km/klst hámarkshraði er á vegkaflanum. Hér má sjá brekkuna sem um ræðir. Hallinn er 17 gráður og stutt bil milli brekkunnar og vegarins.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Snjór var á veginum, nokkur hálka og sól var lágt á lofti. Að sögn ökumanns varð hann var við að snjór þyrlaðist upp rétt áður en ungi maðurinn rann upp á veginn og varð fyrir bifreiðinni. Þegar hann sá nemandann hafi hann hemlað en vegurinn verið háll og hemlun því ekki mikil. Fram kemur í tillögum rannsóknarnefndar að bæta þurfi öryggisáætlanir, bæði hjá Framhaldsskólanum á Laugum og hjá sveitarfélaginu. Fram kemur að engin slík áætlun hafi verið hjá skólanum. Þá hafi ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir Þingeyjarsveit. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er öflugt verkfæri til þess að auka öryggi á vinnustöðum. Mikilvægt er fyrir öll fyrirtæki og stofnanir að yfirfara öryggismál með markvissum hætti og gera áhættumat sem tekur tillit til samgangna sem tengjast starfseminni eða eru í umhverfi starfseminnar og geta valdið hættu,“ segir í skýrslunni. Þingeyjarsveit Samgönguslys Umferðaröryggi Framhaldsskólar Banaslys á Laugum Norðurþing Tengdar fréttir Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Þetta segir í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Slysið sem um ræðir átti sér stað 2. febrúar 2022 við Framhaldsskólann á Laugum. Nemendur voru þar að renna sér á rassaþotum niður brekku vestan við aðalbyggingu skólans en nítján ára gamall piltur lést eftir að hann hafnaði á vegi og varð þar fyrir bíl. Þotan vinstra megin er sú sem nemandinn var að renna sér á þegar hann lést. Til hægri er mynd af þotunum sem yfirleitt eru notaðar við skólann.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Vegurinn liggur vestan við Gamla skóla, aðalbyggingu framhaldsskólans, neðst við brekkuna. Hallinn á henni mælist 17 gráður en lítil vatnrás er neðst í brekkunni við vegkantinn, sem samkvæmt skýrslunni stöðvar yfirleitt nemendur sem renna sér þar niður. Voru með aðra, hraðskreiðari þotu Fram kemur í skýrslunni að þennan dag hafi hópur nemenda verið að renna sér á rassasnjóþotum í brekkunni, ásamt námsráðgjafa skólans. Þetta var, sökum snjóleysis, fyrsta sinn eftir jólafrí sem farið var út að renna sér. Segir í skýrslunni að yfirleitt renni nemendur sér í annarri brekku, norðan við skólann, sem er ekki jafn brött en þennan dag hafi ekki verið þar nógu mikill snjór og nemendur því fært sig í hina, sem er brattari og nær veginum. Brekkan sem örin merkir er sú sem nemendur byrjuðu á að renna sér niður en hún var meira og minna snjólaus. Þeir færðu sig því í brattari brekkuna vestan við skólann.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rassaþoturnar sem verið var að nota eru í eigu skólans en jafnframt voru nemendur að nota aðra þotu, stærri og hraðskreiðari, í eigu nemanda. „Að sögn vitna hafði nemandinn, sem lést í slysinu, nýlokið við að renna sér niður brekkuna á stærri snjóþotunni þegar hann tók ákvörðun um að fara óvænt strax aðra ferð. Um leið og hann fór af stað sögðust nemendur, sem stóðu efst í brekkunni, hafa tekið eftir bifreið sem kom akandi eftir Austurhlíðarvegi til suðurs. Þau kváðust hafa reynt að kalla til nemandans og láta hann vita af bifreiðinni.“ Bíllinn í góðu lagi og ökumaður innan hraðamarka Fram kemur í skýrslunni að við skoðun hafi bíllinn, af gerðinni Chevrolet Captiva, verið í góðu ásigkomulagi. Bíllinn var á nagladekkjum, ekkert athugavert kom fram við hemlaprófun annað en að stöðuhemill var óvirkur og engar athugasemdir gerðar við útsýni úr bifreiðinni. Ökumaður var þá nýbúinn að beygja inn á veginn og aka um áttatíu metra eftir honum. Sökum aldurs bílsins, sem var nýskráður 2006, var ekki hægt að lesa hraða úr hugbúnaði hennar en samkvæmt framburði vitna ætluðu þau að hraðinn hafi verið á bilinu 20 til 40 km/klst. 50 km/klst hámarkshraði er á vegkaflanum. Hér má sjá brekkuna sem um ræðir. Hallinn er 17 gráður og stutt bil milli brekkunnar og vegarins.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Snjór var á veginum, nokkur hálka og sól var lágt á lofti. Að sögn ökumanns varð hann var við að snjór þyrlaðist upp rétt áður en ungi maðurinn rann upp á veginn og varð fyrir bifreiðinni. Þegar hann sá nemandann hafi hann hemlað en vegurinn verið háll og hemlun því ekki mikil. Fram kemur í tillögum rannsóknarnefndar að bæta þurfi öryggisáætlanir, bæði hjá Framhaldsskólanum á Laugum og hjá sveitarfélaginu. Fram kemur að engin slík áætlun hafi verið hjá skólanum. Þá hafi ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir Þingeyjarsveit. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er öflugt verkfæri til þess að auka öryggi á vinnustöðum. Mikilvægt er fyrir öll fyrirtæki og stofnanir að yfirfara öryggismál með markvissum hætti og gera áhættumat sem tekur tillit til samgangna sem tengjast starfseminni eða eru í umhverfi starfseminnar og geta valdið hættu,“ segir í skýrslunni.
Þingeyjarsveit Samgönguslys Umferðaröryggi Framhaldsskólar Banaslys á Laugum Norðurþing Tengdar fréttir Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01 Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Nemendur og starfsfólk harmi slegið Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. 2. febrúar 2022 23:01
Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48