„Ekki gott að við séum að greina of marga“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 14:53 Pallborðsgestir sammældust um að fleiri úrræði vanti við ADHD hér á landi en lyf. Vísir/Vilhelm Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélags Íslands, og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, ræddu ADHD og allt því tengt í Pallborðinu á Vísi í dag. Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Karl hefur í gegnum tíðina oft velt því upp hvort verið sé að ofgreina ADHD hér á landi. Hann bendir til að mynda á það að á síðasta ári hafi 8,5 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára notað ADHD-lyf og 8,4 prósent kvenna á sama aldri. Hann segir þurfa að skoða hvers vegna svo margir á þessu aldursbili neyti slíkra lyfja. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Ein möguleg ástæðan er sú að við séum að draga mörkin milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt á röngum stað. Það er mjög mikilvægt að greiningar séu réttar og það er ekki gott að við séum að greina of marga,“ segir Karl. Safn mannlegra eiginleika Vilhjálmur, formaður ADHD samtakanna, segir að lengi hafi þetta verið til umræðu hér á landi og oft vísað til þess að mun fleiri séu greindir með röskunina hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hann bendir á að oft hafi verið vísað til þess að margir íslenskir geðlæknar hafi stundað nám í Bandaríkjunum og vitneskja um ADHD því komið fyrr hingað til lands. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.Vísir/Vilhelm „Það hefur lengi verið talað um að þetta sé um 5 prósent barna og 2 til 2,5 prósent fullorðinna [sem eru með ADHD og] vaxa ekki upp úr þessu. Þá erum við að tala um þá sem eru með ADHD, ekki þá sem þurfa lyf. En mér heyrist í dag að það sé sammælst um að þetta sé að nálgast 10 prósent hjá börnum og öðru hvoru megin við 5 prósent hjá fullorðnum,“ segir Vilhjálmur. Pétur segir mikilvægt að muna að ADHD er róf og fólk sé ekki annað hvort með ADHD eða ekki. „Við erum að reyna að meta safn mannlegra eiginleika sem liggja á rófi. Eins og Karl nefndi er vangavelta hvar á rófinu við ákveðum að eiginleiki sé orðinn truflandi eða skaðlegur svo hann þarfnist meðferðar. Það er býsna erfitt og núanserað mat,“ segir Pétur. Skortir önnur meðferðarúrræði en lyf Margir fullorðnir spyrji sig hvort þeir séu með ADHD og biðlistar því langir. „Það þarf að ganga úr skugga um að einkennin verði ekki skýrð betur með öðrum röskunum eins og kvíðaröskunum, sem faraldsfræðin segir okkur að séu algengari en ADHD. Eitt er að fá greiningu á ADHDog annað er að þurfa meðferð með lyfjum,“ segir Pétur. Hann segir umræðu um röskunina snúast of mikið hérlendis um lyfjagjöf og lyfjaskortur sé mjög reglulegur. „Það skortir önnur meðferðarúrræði en lyf. Þar verðum við að horfa á báðar þessar stéttir, geðlækna og sálfræðinga en líka fleiri stéttir,“ segir Pétur. „Meginhluti þeirra sem glíma við vanda vegna ADHD eru í skólakerfinu. Það eru kennarar, námsráðgjafar, iðjuþjálfar og þroskaþjálfar í skólum og við öll getum sennilega gert mun meira en við gerum í dag til að mæta einstaklingum með ADHD.“ Pallborðið er að finna á sjónvarpsvef Vísis og á helstu hlaðvarpsveitum: Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Pallborðið Lyf Tengdar fréttir Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélags Íslands, og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, ræddu ADHD og allt því tengt í Pallborðinu á Vísi í dag. Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Karl hefur í gegnum tíðina oft velt því upp hvort verið sé að ofgreina ADHD hér á landi. Hann bendir til að mynda á það að á síðasta ári hafi 8,5 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára notað ADHD-lyf og 8,4 prósent kvenna á sama aldri. Hann segir þurfa að skoða hvers vegna svo margir á þessu aldursbili neyti slíkra lyfja. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Ein möguleg ástæðan er sú að við séum að draga mörkin milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt á röngum stað. Það er mjög mikilvægt að greiningar séu réttar og það er ekki gott að við séum að greina of marga,“ segir Karl. Safn mannlegra eiginleika Vilhjálmur, formaður ADHD samtakanna, segir að lengi hafi þetta verið til umræðu hér á landi og oft vísað til þess að mun fleiri séu greindir með röskunina hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hann bendir á að oft hafi verið vísað til þess að margir íslenskir geðlæknar hafi stundað nám í Bandaríkjunum og vitneskja um ADHD því komið fyrr hingað til lands. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.Vísir/Vilhelm „Það hefur lengi verið talað um að þetta sé um 5 prósent barna og 2 til 2,5 prósent fullorðinna [sem eru með ADHD og] vaxa ekki upp úr þessu. Þá erum við að tala um þá sem eru með ADHD, ekki þá sem þurfa lyf. En mér heyrist í dag að það sé sammælst um að þetta sé að nálgast 10 prósent hjá börnum og öðru hvoru megin við 5 prósent hjá fullorðnum,“ segir Vilhjálmur. Pétur segir mikilvægt að muna að ADHD er róf og fólk sé ekki annað hvort með ADHD eða ekki. „Við erum að reyna að meta safn mannlegra eiginleika sem liggja á rófi. Eins og Karl nefndi er vangavelta hvar á rófinu við ákveðum að eiginleiki sé orðinn truflandi eða skaðlegur svo hann þarfnist meðferðar. Það er býsna erfitt og núanserað mat,“ segir Pétur. Skortir önnur meðferðarúrræði en lyf Margir fullorðnir spyrji sig hvort þeir séu með ADHD og biðlistar því langir. „Það þarf að ganga úr skugga um að einkennin verði ekki skýrð betur með öðrum röskunum eins og kvíðaröskunum, sem faraldsfræðin segir okkur að séu algengari en ADHD. Eitt er að fá greiningu á ADHDog annað er að þurfa meðferð með lyfjum,“ segir Pétur. Hann segir umræðu um röskunina snúast of mikið hérlendis um lyfjagjöf og lyfjaskortur sé mjög reglulegur. „Það skortir önnur meðferðarúrræði en lyf. Þar verðum við að horfa á báðar þessar stéttir, geðlækna og sálfræðinga en líka fleiri stéttir,“ segir Pétur. „Meginhluti þeirra sem glíma við vanda vegna ADHD eru í skólakerfinu. Það eru kennarar, námsráðgjafar, iðjuþjálfar og þroskaþjálfar í skólum og við öll getum sennilega gert mun meira en við gerum í dag til að mæta einstaklingum með ADHD.“ Pallborðið er að finna á sjónvarpsvef Vísis og á helstu hlaðvarpsveitum:
Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Pallborðið Lyf Tengdar fréttir Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30