Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Grindvískur karakter Atli Arason skrifar 28. nóvember 2023 20:55 Úr leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Grindavík vann fimm stiga sigur á Fjölni í 10. umferð Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. Grindavík hrinti frá sér ítrekuðum áhlaupum Fjölnis, leiddi mest allan leikinn og sigurinn sanngjarn. Grindavík náði fyrsta högginu með því að skora fyrstu fjögur stig leiksins en frá því þá rönkuðu Fjölniskonur við sér og sjö sinnum skiptust liðin á forskotinu þegar Fjölnir komst aftur yfir í stöðunni 12-11, var það jafnframt í síðasta skipti sem Fjölnir komst yfir í leiknum því við tók átta stiga áhlaup Grindavíkur. Átti þetta eftir að vera saga leiksins að Grindvíkingar náðu alltaf góðu áhlaupi þegar heimakonur í Fjölni komust nálægt þeim. Fjölnir náði þó að brúa bilið undir lok fyrsta leikhluta sem lauk með þriggja stiga sigri Grindavíkur, 22-25. Grindvíkingar bættu í forskot sitt í upphafi annars leikhluta áður Fjölnir náði að jafna leikinn í 31-31 um miðbik fjórðungsins þegar Margrét Blöndal setti smiðshöggið á sjö stiga áhlaup Fjölnis með góðu þriggja stiga skoti. Í kjölfarið tók þó við 10 stiga áhlaup hjá gestunum á u.þ.b. einni mínútu og Grindvíkingar aftur komnar í rúmlega olnboga fjarlægð. Raquel Laneiro í baráttu við Huldu Björk Ólafsdóttur og Charisse Fairley.Vísir/Vilhelm Baráttuglaðar Fjölniskonur eltu allan leikhlutann en náðu þó fyrir rest að helminga 10 stiga forskot Grindavíkur og gestirnir fóru með fimm stiga forystu inn í hálfleikinn, 43-48. Það tók Grindvíkinga þó ekki nema rúma mínútu að ná aftur 10 stiga forskoti sínu í byrjun þriðja fjórðungs og bættu þær um betur með því að ná 11 stiga forskoti í stöðunni 45-56. Var það jafnframt mesti munurinn á milli liðanna í kvöld. Fjölnir gafst þó ekki upp. Með tveimur þristum í röð frá Sigrúnu Birgisdóttur, sem kórónaði átta stiga áhlaup heimakvenna, var munurinn skyndilega kominn niður í tvö stig, 55-57, en eins og áður þá var áhlaupi Fjölnis svarað með jafn mörgum stigum á hinum endanum en Eve Braslis og Danielle Rodriguez leiddu lið Grindavíkur í stigaskorun. Áður en það kom að fjórða leikhluta var munurinn á liðunum sex stig, 61-67. Fjórði leikhluti var í raun sama sagan og hinir fjórðungar á undan, Fjölnir minnkaði muninn niður í eitt stig áður en Grindavík tók aftur öll völd á leiknum og jók muninn í sjö stig. Átti þetta eftir að koma fyrir tvisvar í síðasta fjórðungi að Fjölnir minnkaði muninn í eitt stig en komst ekki nær. Öruggur lokakafli hjá Grindvíkingum skilaði þeim að lokum verðskulduðum fimm stiga sigri, 76-81. Afhverju vann Grindavík? Seigla, elja, kraftur, karakter. Alltaf þegar á móti blés þá risu Grindvíkingar upp og tóku málin í sínar eigin hendur. Aðdáunarverð frammistaða hjá þeim gulu frá Grindavík í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Rodriguez var stiga- og frákastahæst allra leikmanna í kvöld.Vísir/Vilhelm Grindvíkingurinn Danielle Rodriguez var frábær í kvöld eins og svo oft áður. Dani skoraði flest stig allra, alls 24 stig. Hún náði flestum fráköstum allra inn á vellinum, alls 10 fráköstum, ásamt því að vera með næst flestar stoðsendingar, alls 5 talsins. Aðeins Raquel Laneiro, hjá Fjölni, var með fleiri stoðsendingar, alls 8 stoðsendingar. Raquel varð einnig næst stigahæst með 23 stig og næst frákastahæst með 9 fráköst. Frábærar báðar tvær á sitthvorum endanum. Fyrirliði Grindvíkinga, Hulda Björk Ólafsdóttir, verður einnig að fá sérstakt hrós fyrir að stíga upp en Hulda skoraði 18 stig í leiknum. Hvað gerist næst? Fjölnir fer norður um heiðar og þær mæta Þór Akureyri næstkomandi laugardag. Grindavíkingar eiga heimaleik í Smáranum degi síðar, gegn Snæfell. „Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að höndla aðstæður“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir baráttusigur Grindavíkur í Grafarvoginum gegn Fjölni. Þorleifur taldi liðið hafa gleymt sér eftir áföllin sem hafa dunið á Grindvíkingum undanfarið og horfði í eigin barm. „Eftir að við lendum í því sem við allir Grindvíkingar lentu í þá gleymdum við okkur aðeins og sérstaklega ég, í því að fara betur yfir varnarleikinn okkar. Við mættum bara í kjölfarið til að hafa gaman en við erum svolítið eftirá í varnarleik og við þurfum að bæta það og vinna svolítið vel í honum. Mér finnst við líka hafa tekið skref aftur á bak í sóknarleiknum og við þurfum að viðhalda honum, þetta er aðallega mér að kenna, ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að höndla aðstæður. Við erum kannski búin að átta okkur á þessu núna og ætlum að fara að rífa okkur í gang,“ sagði baráttuglaður Þorleifur í viðtali við Vísi eftir leik, stoltur af sínum leikmönnum. „Ég er rosalega stoltur. Þetta var karakter sigur hjá mínum leikmönnum og virkilega góð tvö stig.“ „Við héldum alltaf áfram. Undir restina þegar það var tvær og hálf eftir og við þremur stigum yfir og þreyttar, þá vorum við samt að halda boltanum vel og velja rétt leikkerfi, það skilaði sér og sérstaklega þegar við náðum að stoppa vel í restina. Það voru margar að leggja í púkkið í stigaskori og varnarlega vorum við allt í lagi en sérstaklega á þeirra besta leikmann. Það er mjög lítið sem við þurfum að laga en þetta var miklu frekar karakter sigur heldur en að leggja áherslu á eitthvað eitt sem var frábært,“ bætti hann við. Grindvíkingar virtust alltaf finna kraftinn sinn þegar Fjölnir kom með áhlaup og svöruðu þá hressilega fyrir sig með sínu eigin áhlaupi. „Ég veit ekki hvað vantaði upp á hjá okkur. Fjölniskonur voru virkilega seigar og sérstakt hrós á ungu stelpurnar, þær voru frábærar og að setja stór skot þegar mér fannst við vera að fara að loka leiknum. Þær héldu áfram og börðust, þetta er virkilega skemmtilegt þetta Fjölnislið,“ svaraði Þorleifur, aðspurður að því hvað vantaði upp á til að slíta sig alveg frá Fjölnisliðinu. Grindvíkingar voru án Heklu Eikar Nökkvadóttur og Ólafar Rúnar Óladóttur vegna meiðsla en óvíst er hveru lengi þær tvær verða frá leikvellinum. „Eins og staðan er núna þá er pottþétt alveg einhver tími í að þær snúi aftur. Hversu lengi nákvæmlega veit ég ekki, vonandi sem fyrst en það eru allavega tvær vikur plús,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, að lokum. Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Grindavík Tengdar fréttir „Ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu“ Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var vægast sagt heitt í hamsi eftir fimm stiga tap gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. 28. nóvember 2023 23:00
Grindavík vann fimm stiga sigur á Fjölni í 10. umferð Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. Grindavík hrinti frá sér ítrekuðum áhlaupum Fjölnis, leiddi mest allan leikinn og sigurinn sanngjarn. Grindavík náði fyrsta högginu með því að skora fyrstu fjögur stig leiksins en frá því þá rönkuðu Fjölniskonur við sér og sjö sinnum skiptust liðin á forskotinu þegar Fjölnir komst aftur yfir í stöðunni 12-11, var það jafnframt í síðasta skipti sem Fjölnir komst yfir í leiknum því við tók átta stiga áhlaup Grindavíkur. Átti þetta eftir að vera saga leiksins að Grindvíkingar náðu alltaf góðu áhlaupi þegar heimakonur í Fjölni komust nálægt þeim. Fjölnir náði þó að brúa bilið undir lok fyrsta leikhluta sem lauk með þriggja stiga sigri Grindavíkur, 22-25. Grindvíkingar bættu í forskot sitt í upphafi annars leikhluta áður Fjölnir náði að jafna leikinn í 31-31 um miðbik fjórðungsins þegar Margrét Blöndal setti smiðshöggið á sjö stiga áhlaup Fjölnis með góðu þriggja stiga skoti. Í kjölfarið tók þó við 10 stiga áhlaup hjá gestunum á u.þ.b. einni mínútu og Grindvíkingar aftur komnar í rúmlega olnboga fjarlægð. Raquel Laneiro í baráttu við Huldu Björk Ólafsdóttur og Charisse Fairley.Vísir/Vilhelm Baráttuglaðar Fjölniskonur eltu allan leikhlutann en náðu þó fyrir rest að helminga 10 stiga forskot Grindavíkur og gestirnir fóru með fimm stiga forystu inn í hálfleikinn, 43-48. Það tók Grindvíkinga þó ekki nema rúma mínútu að ná aftur 10 stiga forskoti sínu í byrjun þriðja fjórðungs og bættu þær um betur með því að ná 11 stiga forskoti í stöðunni 45-56. Var það jafnframt mesti munurinn á milli liðanna í kvöld. Fjölnir gafst þó ekki upp. Með tveimur þristum í röð frá Sigrúnu Birgisdóttur, sem kórónaði átta stiga áhlaup heimakvenna, var munurinn skyndilega kominn niður í tvö stig, 55-57, en eins og áður þá var áhlaupi Fjölnis svarað með jafn mörgum stigum á hinum endanum en Eve Braslis og Danielle Rodriguez leiddu lið Grindavíkur í stigaskorun. Áður en það kom að fjórða leikhluta var munurinn á liðunum sex stig, 61-67. Fjórði leikhluti var í raun sama sagan og hinir fjórðungar á undan, Fjölnir minnkaði muninn niður í eitt stig áður en Grindavík tók aftur öll völd á leiknum og jók muninn í sjö stig. Átti þetta eftir að koma fyrir tvisvar í síðasta fjórðungi að Fjölnir minnkaði muninn í eitt stig en komst ekki nær. Öruggur lokakafli hjá Grindvíkingum skilaði þeim að lokum verðskulduðum fimm stiga sigri, 76-81. Afhverju vann Grindavík? Seigla, elja, kraftur, karakter. Alltaf þegar á móti blés þá risu Grindvíkingar upp og tóku málin í sínar eigin hendur. Aðdáunarverð frammistaða hjá þeim gulu frá Grindavík í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Rodriguez var stiga- og frákastahæst allra leikmanna í kvöld.Vísir/Vilhelm Grindvíkingurinn Danielle Rodriguez var frábær í kvöld eins og svo oft áður. Dani skoraði flest stig allra, alls 24 stig. Hún náði flestum fráköstum allra inn á vellinum, alls 10 fráköstum, ásamt því að vera með næst flestar stoðsendingar, alls 5 talsins. Aðeins Raquel Laneiro, hjá Fjölni, var með fleiri stoðsendingar, alls 8 stoðsendingar. Raquel varð einnig næst stigahæst með 23 stig og næst frákastahæst með 9 fráköst. Frábærar báðar tvær á sitthvorum endanum. Fyrirliði Grindvíkinga, Hulda Björk Ólafsdóttir, verður einnig að fá sérstakt hrós fyrir að stíga upp en Hulda skoraði 18 stig í leiknum. Hvað gerist næst? Fjölnir fer norður um heiðar og þær mæta Þór Akureyri næstkomandi laugardag. Grindavíkingar eiga heimaleik í Smáranum degi síðar, gegn Snæfell. „Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að höndla aðstæður“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir baráttusigur Grindavíkur í Grafarvoginum gegn Fjölni. Þorleifur taldi liðið hafa gleymt sér eftir áföllin sem hafa dunið á Grindvíkingum undanfarið og horfði í eigin barm. „Eftir að við lendum í því sem við allir Grindvíkingar lentu í þá gleymdum við okkur aðeins og sérstaklega ég, í því að fara betur yfir varnarleikinn okkar. Við mættum bara í kjölfarið til að hafa gaman en við erum svolítið eftirá í varnarleik og við þurfum að bæta það og vinna svolítið vel í honum. Mér finnst við líka hafa tekið skref aftur á bak í sóknarleiknum og við þurfum að viðhalda honum, þetta er aðallega mér að kenna, ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að höndla aðstæður. Við erum kannski búin að átta okkur á þessu núna og ætlum að fara að rífa okkur í gang,“ sagði baráttuglaður Þorleifur í viðtali við Vísi eftir leik, stoltur af sínum leikmönnum. „Ég er rosalega stoltur. Þetta var karakter sigur hjá mínum leikmönnum og virkilega góð tvö stig.“ „Við héldum alltaf áfram. Undir restina þegar það var tvær og hálf eftir og við þremur stigum yfir og þreyttar, þá vorum við samt að halda boltanum vel og velja rétt leikkerfi, það skilaði sér og sérstaklega þegar við náðum að stoppa vel í restina. Það voru margar að leggja í púkkið í stigaskori og varnarlega vorum við allt í lagi en sérstaklega á þeirra besta leikmann. Það er mjög lítið sem við þurfum að laga en þetta var miklu frekar karakter sigur heldur en að leggja áherslu á eitthvað eitt sem var frábært,“ bætti hann við. Grindvíkingar virtust alltaf finna kraftinn sinn þegar Fjölnir kom með áhlaup og svöruðu þá hressilega fyrir sig með sínu eigin áhlaupi. „Ég veit ekki hvað vantaði upp á hjá okkur. Fjölniskonur voru virkilega seigar og sérstakt hrós á ungu stelpurnar, þær voru frábærar og að setja stór skot þegar mér fannst við vera að fara að loka leiknum. Þær héldu áfram og börðust, þetta er virkilega skemmtilegt þetta Fjölnislið,“ svaraði Þorleifur, aðspurður að því hvað vantaði upp á til að slíta sig alveg frá Fjölnisliðinu. Grindvíkingar voru án Heklu Eikar Nökkvadóttur og Ólafar Rúnar Óladóttur vegna meiðsla en óvíst er hveru lengi þær tvær verða frá leikvellinum. „Eins og staðan er núna þá er pottþétt alveg einhver tími í að þær snúi aftur. Hversu lengi nákvæmlega veit ég ekki, vonandi sem fyrst en það eru allavega tvær vikur plús,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Grindavík Tengdar fréttir „Ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu“ Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var vægast sagt heitt í hamsi eftir fimm stiga tap gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. 28. nóvember 2023 23:00
„Ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu“ Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var vægast sagt heitt í hamsi eftir fimm stiga tap gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. 28. nóvember 2023 23:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti