Breytt afkomuspá vegna jarðhræringa: Hlutir hafi verið teknir úr samhengi Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2023 18:50 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur tilkynnt að afkomuspá fyrir árið eigi ekki lengur við. Jarðhræringar á Reykjanesskaga og áhrif þeirra á eftirspurn til skemmri tíma orsaki það. „Jarðhræringarnar og líkur á eldgosi á Reykjanesskaga síðustu vikur hafa rataði í fyrirsagnir um víða veröld. Jarðhræringarnar hafa ekki haft áhrif á flugáætlun Play og Ísland er líkt og áður öruggur áfangastaður fyrir ferðamenn að heimsækja,“ segir í tilkynningu Play til Kauphallar eftir lokun markaða í dag. Atburðirnir hafi þó haft þau áhrif að eftirspurnin eftir ferðum til Íslands, sem bókaðar eru með skömmum fyrirvara, hafi verið minni og það muni hafa áhrif á afkomu félagsins. Þessir þættir geri það að verkum að afkomuspá ársins, sem birt var í september og aftur í þriðja ársfjórðungsuppgjöri félagsins í október, eigi ekki lengur við. Lausafjárstaða félagsins verði ívið lægri en búist var við en engu að síður heilbrigð. Play hafi ráðist í ýmsar aðgerðir til að takmarka framangreind neikvæð áhrif á rekstur félagsins og lausafjárstöðu og aðlagast þessum breyttu aðstæðum, þar á meðal með því að breyta flugáætlun og framboði til að mæta minni eftirspurn á komandi vikum og mánuðum. Hlutir hafi verið teknir úr samhengi „Við munum nota sveigjanleikann í okkar rekstri til að mæta þessum nýju áskorunum og starfsmenn PLAY hafa þegar hafið þá vinnu. Á síðustu tveimur vikum höfum við séð fyrirferðarmikinn fréttaflutning á heimsvísu þar sem hlutir hafa á köflum verið teknir úr samhengi. Þetta hefur haft áhrif á eftirspurn, og sérstaklega á eftirspurn eftir flugferðum til Íslands á aðventunni og á nýju ári,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningunni. Það hafi þó verið skýr teikn á lofti síðustu daga dögum sem gefi til kynna að eftirspurnin sé að taka við sér á ný. Aukningin muni þó ekki reynast nægjanleg til að bæta upp þau áhrif sem atburðir síðustu vikna hafa haft til skamms tíma. „Á þessum óvissutímum er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Margir af starfsmönnum PLAY eiga heimili í Grindavík eða rætur þangað að rekja og hefur PLAY boðið þeim starfsmönnum aðstoð til að bregðast við þessum erfiðu tímum. Við vonum að þessi staða leysist sem allra fyrst svo Grindvíkingar geti andað léttar og horft fram á veginn.“ Play Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
„Jarðhræringarnar og líkur á eldgosi á Reykjanesskaga síðustu vikur hafa rataði í fyrirsagnir um víða veröld. Jarðhræringarnar hafa ekki haft áhrif á flugáætlun Play og Ísland er líkt og áður öruggur áfangastaður fyrir ferðamenn að heimsækja,“ segir í tilkynningu Play til Kauphallar eftir lokun markaða í dag. Atburðirnir hafi þó haft þau áhrif að eftirspurnin eftir ferðum til Íslands, sem bókaðar eru með skömmum fyrirvara, hafi verið minni og það muni hafa áhrif á afkomu félagsins. Þessir þættir geri það að verkum að afkomuspá ársins, sem birt var í september og aftur í þriðja ársfjórðungsuppgjöri félagsins í október, eigi ekki lengur við. Lausafjárstaða félagsins verði ívið lægri en búist var við en engu að síður heilbrigð. Play hafi ráðist í ýmsar aðgerðir til að takmarka framangreind neikvæð áhrif á rekstur félagsins og lausafjárstöðu og aðlagast þessum breyttu aðstæðum, þar á meðal með því að breyta flugáætlun og framboði til að mæta minni eftirspurn á komandi vikum og mánuðum. Hlutir hafi verið teknir úr samhengi „Við munum nota sveigjanleikann í okkar rekstri til að mæta þessum nýju áskorunum og starfsmenn PLAY hafa þegar hafið þá vinnu. Á síðustu tveimur vikum höfum við séð fyrirferðarmikinn fréttaflutning á heimsvísu þar sem hlutir hafa á köflum verið teknir úr samhengi. Þetta hefur haft áhrif á eftirspurn, og sérstaklega á eftirspurn eftir flugferðum til Íslands á aðventunni og á nýju ári,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningunni. Það hafi þó verið skýr teikn á lofti síðustu daga dögum sem gefi til kynna að eftirspurnin sé að taka við sér á ný. Aukningin muni þó ekki reynast nægjanleg til að bæta upp þau áhrif sem atburðir síðustu vikna hafa haft til skamms tíma. „Á þessum óvissutímum er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Margir af starfsmönnum PLAY eiga heimili í Grindavík eða rætur þangað að rekja og hefur PLAY boðið þeim starfsmönnum aðstoð til að bregðast við þessum erfiðu tímum. Við vonum að þessi staða leysist sem allra fyrst svo Grindvíkingar geti andað léttar og horft fram á veginn.“
Play Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira