Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2023 19:21 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við raforkuskort hjá þjóð sem stefni að grænum orkuskiptum. Stöð 2/Einar Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að þriðja veturinn í röð neyðist fiskimjölsverksmiðjur til að að brenna olíu vegna raforkuskorts. Þessi olíubrennsla hafi þurrkað út ávinninginn í orkuskiptunum af öllum innfluttum raforkubílum frá upphafi. Landsvirkjun segir að fyrirtæki eins og fiskimjölsbræðslur og gagnaver þurfi að sæta skerðingu á raforku fram á næsta vor. Lítið sem ekkert hefur verið virkjað á íslandi síðast liðinn fimmtán til tuttugu ár.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við þessa stöðu hjá þjóð sem stefni að orkuskiptum yfir í græna orku sem gnægt sé af í landinu. „Nei, alls ekki. Það er rannsóknarefni af hverju við erum komin í þessa stöðu. Það er komið að skuldadögum vegna þess að við höfum ekki gert neitt, eða mjög lítið, í fimmtán til tuttugu ár. Við erum sú þjóð sem menn líta til þegar kemur að grænni orku og við eigum að vera það áfram. Við erum með mjög metnaðarfull markmið. Út á hvað ganga þau? Taka út bensín og dísel og setja græna orku í staðinn. Þannig að stutta svarið við spurningunni er að þetta er alls ekki ásættanlegt og við verðum að gera allt hvað við getum til að leysa úr þessu sem allra fyrst,“ segir Guðlaugur Þór. Eftir að menn töldu Hvammsvirkjun komna á beinu brautina í júní í sumar, felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjanaleyfið úr gildi. Sú virkjun er nú í bið á meðan unnið er að nákvæmari umsókn. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að einfalda verði leyfisveitingakerfið vegna virkjana.Stöð 2/Einar Ráðherra segir að sem betur fer hafi margt breyst. Þannig hafi nýleg lög sem tryggðu að aflaukning virkjana þyrfti ekki að fara í gegnum rammaáætlun Alþingis einfaldað málin mikið. „Þar eru 300 megavött í pípunum. Það liggur hins vegar alveg fyrir að leyfisveitingaferlið er alls ekki nógu skilvirkt. Sömuleiðis er lika flöskuháls þegar kemur að sveitarfélögunum. Meðal annars vegna þess að við höfum ekki unnið úr því hvernig hvernig tekjuskipting er milli nærsamfélaga og ríkisins þegar kemur að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið væri að samningum um skiptingu tekna af virkjanamannvirkjum milli ríkis og sveitarfélaga. Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var greint frá því að þriðja veturinn í röð neyðist fiskimjölsverksmiðjur til að að brenna olíu vegna raforkuskorts. Þessi olíubrennsla hafi þurrkað út ávinninginn í orkuskiptunum af öllum innfluttum raforkubílum frá upphafi. Landsvirkjun segir að fyrirtæki eins og fiskimjölsbræðslur og gagnaver þurfi að sæta skerðingu á raforku fram á næsta vor. Lítið sem ekkert hefur verið virkjað á íslandi síðast liðinn fimmtán til tuttugu ár.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki hægt að sætta sig við þessa stöðu hjá þjóð sem stefni að orkuskiptum yfir í græna orku sem gnægt sé af í landinu. „Nei, alls ekki. Það er rannsóknarefni af hverju við erum komin í þessa stöðu. Það er komið að skuldadögum vegna þess að við höfum ekki gert neitt, eða mjög lítið, í fimmtán til tuttugu ár. Við erum sú þjóð sem menn líta til þegar kemur að grænni orku og við eigum að vera það áfram. Við erum með mjög metnaðarfull markmið. Út á hvað ganga þau? Taka út bensín og dísel og setja græna orku í staðinn. Þannig að stutta svarið við spurningunni er að þetta er alls ekki ásættanlegt og við verðum að gera allt hvað við getum til að leysa úr þessu sem allra fyrst,“ segir Guðlaugur Þór. Eftir að menn töldu Hvammsvirkjun komna á beinu brautina í júní í sumar, felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála virkjanaleyfið úr gildi. Sú virkjun er nú í bið á meðan unnið er að nákvæmari umsókn. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að einfalda verði leyfisveitingakerfið vegna virkjana.Stöð 2/Einar Ráðherra segir að sem betur fer hafi margt breyst. Þannig hafi nýleg lög sem tryggðu að aflaukning virkjana þyrfti ekki að fara í gegnum rammaáætlun Alþingis einfaldað málin mikið. „Þar eru 300 megavött í pípunum. Það liggur hins vegar alveg fyrir að leyfisveitingaferlið er alls ekki nógu skilvirkt. Sömuleiðis er lika flöskuháls þegar kemur að sveitarfélögunum. Meðal annars vegna þess að við höfum ekki unnið úr því hvernig hvernig tekjuskipting er milli nærsamfélaga og ríkisins þegar kemur að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið væri að samningum um skiptingu tekna af virkjanamannvirkjum milli ríkis og sveitarfélaga.
Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20