Fjölmiðlamaður snýr sér að útförum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 10:18 Guðmundur Örn Jóhannsson ætlar að snúa sér að útfararþjónustu. Guðmundur Örn Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Torgi og sjónvarpsstjóri ÍNN, hefur ákveðið að kveðja fjölmiðlabransann í bili og snúa sér að útförum. Hann hefur gengið til liðs við Úfararstofu Íslands. Guðmundur var síðast framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torgi sem gaf út Fréttablaðið. Fyrirtækið varð gjaldþrota í vor og var útgáfu Fréttablaðsins hætt. „Eftir að hafa tekið mér gott frí í sumar eftir fjölmiðlabransann tók ég ákvörðun um að ganga til liðs við félaga minn Sverri Einarsson (Lelli) hjá Útfararstofu Íslands,“ segir Guðmundur Örn í færslu á Facebook. Sverrir og Guðmundur Örn eiga báðir sterka tengingu við knattspyrnuna. Sverrir var á sínum tíma formaður knattspyrnudeildar Fram en Guðmundur er faðir Jóhanns Berg Guðmundssonar, fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Sverrir hefur sinnt útfararstjórn af alúð og fagmennsku í yfir 40 ár. Ég mun sinna framkvæmdastjórn auk þess að aðstoða við útfarir. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu starfi en þar reynir á að vera til staðar fyrir aðstandendur á erfiðum tímum og halda utan um allan undirbúning er við kemur útför,“ segir Guðmundur Örn. „Ég mun sinna þessu starfi, með þá lífsreynslu sem ég hef úr lífi og starfi, af alúð og virðingu fyrir aðstandendum og hinum látna.“ Guðmundur Örn var á sínum tíma framkvæmdastjóri Landsbjargar og síðar sjónvarpsstjóri hjá ÍNN. Þar hætti hann eftir níu mánuði í starfi. Aðalástæða brotthvarfsins var sú að dóttir Guðmundar og sonur Ingva Hrafns Jónssonar, stofnanda stöðvarinnar, áttu í ástarsambandi. „Við töldum ekki vænlegt að tveir tengdapabbar væru að vinna saman en starfslok mín voru gerð í mesta bróðerni,“ sagði Guðmundur Örn á þeim tímamótum. Ingvi Hrafn tók við starfi sjónvarpsstjóra en útsendingum á stöðinni var svo hætt í nóvember 2017. Guðmundur Örn stofnaði síðar sjónvarpsstöðina Hringbraut með Sigmundi Erni Rúnarssyni og Sigurði K. Kolbeinssyni. Hann varð stjórnarformaður og var stærsti hluthafi í fjölmiðlafyrirtækinu sem sameinaðist Fréttablaðinu árið 2019. Fjölmiðlar Vistaskipti Kirkjugarðar Tengdar fréttir Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00 Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31 Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Guðmundur var síðast framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torgi sem gaf út Fréttablaðið. Fyrirtækið varð gjaldþrota í vor og var útgáfu Fréttablaðsins hætt. „Eftir að hafa tekið mér gott frí í sumar eftir fjölmiðlabransann tók ég ákvörðun um að ganga til liðs við félaga minn Sverri Einarsson (Lelli) hjá Útfararstofu Íslands,“ segir Guðmundur Örn í færslu á Facebook. Sverrir og Guðmundur Örn eiga báðir sterka tengingu við knattspyrnuna. Sverrir var á sínum tíma formaður knattspyrnudeildar Fram en Guðmundur er faðir Jóhanns Berg Guðmundssonar, fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Sverrir hefur sinnt útfararstjórn af alúð og fagmennsku í yfir 40 ár. Ég mun sinna framkvæmdastjórn auk þess að aðstoða við útfarir. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu starfi en þar reynir á að vera til staðar fyrir aðstandendur á erfiðum tímum og halda utan um allan undirbúning er við kemur útför,“ segir Guðmundur Örn. „Ég mun sinna þessu starfi, með þá lífsreynslu sem ég hef úr lífi og starfi, af alúð og virðingu fyrir aðstandendum og hinum látna.“ Guðmundur Örn var á sínum tíma framkvæmdastjóri Landsbjargar og síðar sjónvarpsstjóri hjá ÍNN. Þar hætti hann eftir níu mánuði í starfi. Aðalástæða brotthvarfsins var sú að dóttir Guðmundar og sonur Ingva Hrafns Jónssonar, stofnanda stöðvarinnar, áttu í ástarsambandi. „Við töldum ekki vænlegt að tveir tengdapabbar væru að vinna saman en starfslok mín voru gerð í mesta bróðerni,“ sagði Guðmundur Örn á þeim tímamótum. Ingvi Hrafn tók við starfi sjónvarpsstjóra en útsendingum á stöðinni var svo hætt í nóvember 2017. Guðmundur Örn stofnaði síðar sjónvarpsstöðina Hringbraut með Sigmundi Erni Rúnarssyni og Sigurði K. Kolbeinssyni. Hann varð stjórnarformaður og var stærsti hluthafi í fjölmiðlafyrirtækinu sem sameinaðist Fréttablaðinu árið 2019.
Fjölmiðlar Vistaskipti Kirkjugarðar Tengdar fréttir Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00 Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31 Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00
Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31
Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26