Creditinfo Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar 30. nóvember 2023 15:30 Ég er einn af þeim sem einhvern tíma hefur lent í vanskilum. Þegar nóvember rann upp var ég fullur tilhlökkunar nú loksins voru fyrrum skráningar að detta út af vanskilaskrá. Fyrrum skráningar áttu nefnilega að detta út að tólf mánuðum liðnum frá greiðslu kröfunnar. Það er óhætt að segja að gleðin var mikil. Ég var í c1 flokknum og fór upp í b1. Það hafði kostað átak hjá mér komast af vanskilaskrá semja um skuldir og sjá fram á betri tíð. Nú loksins gæti ég farið að leigja eða eignast húsnæði. Svo kemur 23.11.2023 og allt í einu er ég sem er ekki með neinar virkar skráningar né fyrirhugaðar skráningar kominn í ruslflokkinn d1. Fór niður um þrjá flokka og er kominn á verri stað en byrjunarreit. Fyrrum skráningar viðast hafa jafn mikið vægi og virkar skráningar. Þetta er meira en ósanngjarnt því ef ég hefði farið í gjaldþrot þá hefði ég haft hreint borð eftir fimm ár, en vegna þess að ég tók til í mínum málum þá var mér refsað. Allir geta lent í vandræðum með fjármál einhvern tíma á lífsleiðinni. Mér finnst þetta vera eins og að tvídæma einstaklinga. Engin færi að dæma fólk tvisvar í fangelsi fyrir sama glæp. fólk hlýtur að eiga rétt á öðru tækifæri eftir að hafa tekið til í sínum málum. Þetta sviptir 60þ manns fjárhagslegu frelsi er það sanngjarnt? Virk skráning er í fjögur ár segum sem svo að skuldari borgi kröfuna hann borgar kröfuna bíður í fjögur ár eftir að hún fari svo þarf að bíða í fjögur ár eftir því að fyrrum skráning hverfi. Skuldarinn þarf því að bíða í átta ár eftir því að hafa hreint borð. Þetta er stór undarlegt og ekkert jafnræði á milli skuldara. Hvernig getur svona gjörningur samræmst stjórnarskrá? Samkvæmt nýju reglugerðinni er ekkert minnst á tíma á heimildum sem þeir geta farið aftur í fjármalasögu einstaklinga. Creditinfo einfaldlega valdi bara fjögur ár. Hvers vegna hefa þeir svona miklar heimildir? Myndi einhver vilja t.d. að lögregla hefði ótakmarkaðar ótímabundnar heimildir? Creditinfo virðist svo ekki eyða gögnum sem samkvæmt lögum sem þeim ber skylda til. Hvers vegna er þeim leyft að haga sér þannig? Þetta er stór hópur 15% af 386 þúsund 57.900 manns færðust í ruslflokk. Margir sem voru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að enda með hreint borð. Þetta er ósköp venjulegt fólk Íslendingar eins og ég og þú. Það að grafa upp gamlar skuldir á þennan hátt rétt fyrir jól án þess að tilkynna fólki né veita andmælarétt á ekki að líðast í réttarríki. Nágrannar okkar sem nú fyrir jól er búin að missa allar lánsheimildir, kreditkort og sumir sjá fram á húsnæðisleysi mikið myrkur nú rétt fyrir jól. Svona óréttlæti á ekki að líðast. Höfundur er mótmælandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem einhvern tíma hefur lent í vanskilum. Þegar nóvember rann upp var ég fullur tilhlökkunar nú loksins voru fyrrum skráningar að detta út af vanskilaskrá. Fyrrum skráningar áttu nefnilega að detta út að tólf mánuðum liðnum frá greiðslu kröfunnar. Það er óhætt að segja að gleðin var mikil. Ég var í c1 flokknum og fór upp í b1. Það hafði kostað átak hjá mér komast af vanskilaskrá semja um skuldir og sjá fram á betri tíð. Nú loksins gæti ég farið að leigja eða eignast húsnæði. Svo kemur 23.11.2023 og allt í einu er ég sem er ekki með neinar virkar skráningar né fyrirhugaðar skráningar kominn í ruslflokkinn d1. Fór niður um þrjá flokka og er kominn á verri stað en byrjunarreit. Fyrrum skráningar viðast hafa jafn mikið vægi og virkar skráningar. Þetta er meira en ósanngjarnt því ef ég hefði farið í gjaldþrot þá hefði ég haft hreint borð eftir fimm ár, en vegna þess að ég tók til í mínum málum þá var mér refsað. Allir geta lent í vandræðum með fjármál einhvern tíma á lífsleiðinni. Mér finnst þetta vera eins og að tvídæma einstaklinga. Engin færi að dæma fólk tvisvar í fangelsi fyrir sama glæp. fólk hlýtur að eiga rétt á öðru tækifæri eftir að hafa tekið til í sínum málum. Þetta sviptir 60þ manns fjárhagslegu frelsi er það sanngjarnt? Virk skráning er í fjögur ár segum sem svo að skuldari borgi kröfuna hann borgar kröfuna bíður í fjögur ár eftir að hún fari svo þarf að bíða í fjögur ár eftir því að fyrrum skráning hverfi. Skuldarinn þarf því að bíða í átta ár eftir því að hafa hreint borð. Þetta er stór undarlegt og ekkert jafnræði á milli skuldara. Hvernig getur svona gjörningur samræmst stjórnarskrá? Samkvæmt nýju reglugerðinni er ekkert minnst á tíma á heimildum sem þeir geta farið aftur í fjármalasögu einstaklinga. Creditinfo einfaldlega valdi bara fjögur ár. Hvers vegna hefa þeir svona miklar heimildir? Myndi einhver vilja t.d. að lögregla hefði ótakmarkaðar ótímabundnar heimildir? Creditinfo virðist svo ekki eyða gögnum sem samkvæmt lögum sem þeim ber skylda til. Hvers vegna er þeim leyft að haga sér þannig? Þetta er stór hópur 15% af 386 þúsund 57.900 manns færðust í ruslflokk. Margir sem voru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að enda með hreint borð. Þetta er ósköp venjulegt fólk Íslendingar eins og ég og þú. Það að grafa upp gamlar skuldir á þennan hátt rétt fyrir jól án þess að tilkynna fólki né veita andmælarétt á ekki að líðast í réttarríki. Nágrannar okkar sem nú fyrir jól er búin að missa allar lánsheimildir, kreditkort og sumir sjá fram á húsnæðisleysi mikið myrkur nú rétt fyrir jól. Svona óréttlæti á ekki að líðast. Höfundur er mótmælandi.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun