Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar 12. janúar 2026 09:31 Hérlendis hefur lítið verið gert til þess að bæta hag leigjenda síðustu árin, í raun ekkert sem skilað hefur varanlegum eða sjáanlegum árangri. Leigubætur hafa verið hækkaðar, en það hefur strax skilað sér út í leiguverð – sem þýðir að leigubætur styrkja í raun leigusala þegar skortur á húsnæði er viðvarandi.Einnig var lagt bann við hækkunum á leiguverði á fyrstu 12 mánuðum leigusamninga, en það skilaði sér í 13 mánaða samningum sem taka inn uppsafnaða vísitöluhækkun á síðasta mánuðinum. Þetta hefur valdið mörgum leigjendum miklum erfiðleikum. Í húsnæðiskorti er almennt viðurkennt í hagfræði að skattar og aðrar álögur á leigu skili sér yfir í leiguverð. Ástæðan er ekki flókin: eftirspurn eftir húsnæði er óumflýjanleg, það tekur tíma að bæta við framboð og samningsstaða leigjenda er veik. Í slíkum aðstæðum bera leigjendur kostnaðinn, ekki leigusalar. Að hækka skatta á leigu í húsnæðisskorti og greiða síðan leigu niður með skattfé er því ekki bara óskilvirkt, heldur þvert á alþjóðlega reynslu, og sker Ísland sig úr í alþjóðlegum samanburði að þessu leyti, þar sem jafnvel Evrópusambandið sjálft hefur skilgreint húsnæðiskreppu sem félagslegt neyðarástand sem krefst verndar leigjenda, ekki aukinnar byrði á þá. Áhrif þessarar stefnu eru augljós, hlutur fjárfesta á fasteignamarkaði hefur tvöfalldast á 15 árum, og leigjendur búa núna í einu af hverjum fjórum heimilum á landinu. Mörg lönd hafa ítrekað gripið til leigubremsu eða skattalækkana þegar húsnæðisskortur skapast – allt frá Bretlandi og Þýskalandi á 20. öld til bandarískra ríkja og borga í dag – til að koma í veg fyrir að skortur einn og sér ráði leiguverði. Dæmi um viðbrögð annarra landa í húsnæðiskreppu: (ekki tæmandi listi hér að neðan) Svíþjóð: Leiguverðskerfið þar var mótað á miðri 20. öld í kjölfar umfangsmikilla flutninga fólks frá sveit til borga, sem olli alvarlegum húsnæðisskorti. Leiguverð var fært inn í samningsbundið kerfi milli leigjendasamtaka og leigusala, þar sem hækkanir ráðast af samningum fremur en markaðsþrýstingi. Spánn: Húsnæðislög frá 2023 heimila leiguþak á svæðum þar sem skortur er á húsnæði. Samhliða eru veittar skattalækkanir af leigutekjum til að hvetja til lægri leigu, þar á meðal allt að 100% skattaafsláttur ef leigt er á opinberu viðmiðunarverði – nákvæmlega sú leið sem Leigjendasamtökin á Íslandi hafa lagt til. Bretland: Innleiddi leigubremsur í fyrri heimsstyrjöld og hélt þeim áfram á millistríðsárunum (1919–1939) til að bregðast við alvarlegum húsnæðisskorti, leiguhækkunum og félagslegri ólgu. Þýskaland: Hefur ítrekað gripið til leigubremsu í húsnæðisskorti, bæði á Weimar-tímanum og í dag er Mietpreisbremse beitt á svæðum þar sem framboð er of lítið, og þýsk stjórnvöld hafa orðað það skýrt að húsnæði megi ekki verða lúxusvara í skorti. Frakkland: Setti tímabundið þak á árlegar leiguhækkanir, 3,5% sumarið 2022, í kjölfar verðbólguskots og hefur framlengt það vegna áframhaldandi húsnæðisþrýstings. Jafnframt hvílir þar rík skylda á sveitarfélögum að halda að lágmarki 20% íbúða til útleigu á félagslegum grunni, sem styrkir stöðu leigjenda til lengri tíma. Grikkland: Frá 1. janúar 2025 hefur verið veitt tímabundið skattfrelsi af leigutekjum til eigenda sem færa íbúðir úr skammtímaleigu yfir í langtímaleigu, sem hluti af viðbrögðum við alvarlegri húsnæðiskreppu. Bandaríkin: Hömlur á leiguverðshækkunum eru í gildi, m.a. í: - New York - Kaliforníu - Oregon - New Jersey Það sem gerir stöðu Íslands sérlega alvarlega er að þetta er ekki afleiðing óviðráðanlegra aðstæðna eða skorts á landi, heldur stefnumótun: að leyfa skortverðlagningu á grunnþörf, sem húsnæði er, og nota síðan skattfé til að halda verðinu uppi. Þegar borin er saman fjöldi fólks undir þrítugu sem er enn í foreldrahúsum hér og á norðurlöndum þá kemur í ljós að munurinn er næstum því tvöfaldur, 42% íslendinga á þessum aldri búa enn í foreldrahúsum, komast hvorki í leiguhúsnæði og hvað þá inn á fasteignamarkaðinn. Aðgerða er þörf og líta ber til reynslu annara landa og hefjast handa strax við að bæta hag leigjenda. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Hérlendis hefur lítið verið gert til þess að bæta hag leigjenda síðustu árin, í raun ekkert sem skilað hefur varanlegum eða sjáanlegum árangri. Leigubætur hafa verið hækkaðar, en það hefur strax skilað sér út í leiguverð – sem þýðir að leigubætur styrkja í raun leigusala þegar skortur á húsnæði er viðvarandi.Einnig var lagt bann við hækkunum á leiguverði á fyrstu 12 mánuðum leigusamninga, en það skilaði sér í 13 mánaða samningum sem taka inn uppsafnaða vísitöluhækkun á síðasta mánuðinum. Þetta hefur valdið mörgum leigjendum miklum erfiðleikum. Í húsnæðiskorti er almennt viðurkennt í hagfræði að skattar og aðrar álögur á leigu skili sér yfir í leiguverð. Ástæðan er ekki flókin: eftirspurn eftir húsnæði er óumflýjanleg, það tekur tíma að bæta við framboð og samningsstaða leigjenda er veik. Í slíkum aðstæðum bera leigjendur kostnaðinn, ekki leigusalar. Að hækka skatta á leigu í húsnæðisskorti og greiða síðan leigu niður með skattfé er því ekki bara óskilvirkt, heldur þvert á alþjóðlega reynslu, og sker Ísland sig úr í alþjóðlegum samanburði að þessu leyti, þar sem jafnvel Evrópusambandið sjálft hefur skilgreint húsnæðiskreppu sem félagslegt neyðarástand sem krefst verndar leigjenda, ekki aukinnar byrði á þá. Áhrif þessarar stefnu eru augljós, hlutur fjárfesta á fasteignamarkaði hefur tvöfalldast á 15 árum, og leigjendur búa núna í einu af hverjum fjórum heimilum á landinu. Mörg lönd hafa ítrekað gripið til leigubremsu eða skattalækkana þegar húsnæðisskortur skapast – allt frá Bretlandi og Þýskalandi á 20. öld til bandarískra ríkja og borga í dag – til að koma í veg fyrir að skortur einn og sér ráði leiguverði. Dæmi um viðbrögð annarra landa í húsnæðiskreppu: (ekki tæmandi listi hér að neðan) Svíþjóð: Leiguverðskerfið þar var mótað á miðri 20. öld í kjölfar umfangsmikilla flutninga fólks frá sveit til borga, sem olli alvarlegum húsnæðisskorti. Leiguverð var fært inn í samningsbundið kerfi milli leigjendasamtaka og leigusala, þar sem hækkanir ráðast af samningum fremur en markaðsþrýstingi. Spánn: Húsnæðislög frá 2023 heimila leiguþak á svæðum þar sem skortur er á húsnæði. Samhliða eru veittar skattalækkanir af leigutekjum til að hvetja til lægri leigu, þar á meðal allt að 100% skattaafsláttur ef leigt er á opinberu viðmiðunarverði – nákvæmlega sú leið sem Leigjendasamtökin á Íslandi hafa lagt til. Bretland: Innleiddi leigubremsur í fyrri heimsstyrjöld og hélt þeim áfram á millistríðsárunum (1919–1939) til að bregðast við alvarlegum húsnæðisskorti, leiguhækkunum og félagslegri ólgu. Þýskaland: Hefur ítrekað gripið til leigubremsu í húsnæðisskorti, bæði á Weimar-tímanum og í dag er Mietpreisbremse beitt á svæðum þar sem framboð er of lítið, og þýsk stjórnvöld hafa orðað það skýrt að húsnæði megi ekki verða lúxusvara í skorti. Frakkland: Setti tímabundið þak á árlegar leiguhækkanir, 3,5% sumarið 2022, í kjölfar verðbólguskots og hefur framlengt það vegna áframhaldandi húsnæðisþrýstings. Jafnframt hvílir þar rík skylda á sveitarfélögum að halda að lágmarki 20% íbúða til útleigu á félagslegum grunni, sem styrkir stöðu leigjenda til lengri tíma. Grikkland: Frá 1. janúar 2025 hefur verið veitt tímabundið skattfrelsi af leigutekjum til eigenda sem færa íbúðir úr skammtímaleigu yfir í langtímaleigu, sem hluti af viðbrögðum við alvarlegri húsnæðiskreppu. Bandaríkin: Hömlur á leiguverðshækkunum eru í gildi, m.a. í: - New York - Kaliforníu - Oregon - New Jersey Það sem gerir stöðu Íslands sérlega alvarlega er að þetta er ekki afleiðing óviðráðanlegra aðstæðna eða skorts á landi, heldur stefnumótun: að leyfa skortverðlagningu á grunnþörf, sem húsnæði er, og nota síðan skattfé til að halda verðinu uppi. Þegar borin er saman fjöldi fólks undir þrítugu sem er enn í foreldrahúsum hér og á norðurlöndum þá kemur í ljós að munurinn er næstum því tvöfaldur, 42% íslendinga á þessum aldri búa enn í foreldrahúsum, komast hvorki í leiguhúsnæði og hvað þá inn á fasteignamarkaðinn. Aðgerða er þörf og líta ber til reynslu annara landa og hefjast handa strax við að bæta hag leigjenda. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar