„Auðvitað hefði maður bara viljað stela þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2023 19:19 Arnar Pétursson var ánægður með margt í leik íslenska liðsins. EPA-EFE/Beate Oma Dahle NORWAY OUT Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var eðlilega súr eftir sex marka tap liðsins gegn Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið gaf því slóvenska hörkuleik og lokatölurnar gefa skakka mynd af leiknum. „Hún er ekkert sérstök. Það er alltaf jafn vont að tapa,“ sagði Arnar í viðtali við RÚV að leik loknum. „En fyrsti leikur er búinn og svo ég setji jákvæðnisgleraugun upp þá fáum við helling út úr þessu og lærum helling af þessu.“ „Það eru fullt af ungum stelpum sem eru að spila sína fyrstu landsleiki sem eru að koma inn á og eru að gera vel, og þessar eldri líka náttúrulega, þannig við fáum bara helling út úr þessu.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa og lenti fljótlega sjö mörkum undir í stöðunni 11-4. Arnar segir að það sé líklega rétt metið að stressið hafi náð til stelpnanna. „Ætli það sé ekki einfaldast að segja það. Við vorum aðeins stífar til að byrja með og Slóvenarnir voru vel undirbúnir. Þeir mættu okkur í því sem við vorum að gera, enda eru þær með frábæran þjálfara sem var búinn að undirbúa sitt lið vel.“ „Við lentum á smá vegg, en við komumst í gegnum hann og ég ætla að hrósa stelpunum fyrir það. Það var virkilega vel gert. En eins og ég segi þá getum við tekið helling út úr þessum leik, en það er hellingur sem við þurfum að læra af.“ Hann segir það þó hafa verið mikinn karakter hjá liðinu að koma til baka eftir að hafa lent sjö mörkum undir snemma leiks. „Að sjálfsögðu. Það er mjög jákvætt og ég er mjög ánægður með það. Svo ef við tölum aftur um þessa vegferð þá mun þetta skila sér inn í hana þegar við komum heim og sjáum líka að það var smá þreyta í okkur þarna þegar leið á seinni hálfleikinn.“ „Auðvitað lendum við í smá vandræðum þegar við setjum Katrínu [Tinnu Jensdóttur] inn sem fær þessar óheppilegu tvær mínútur. Og ég vil nú meina að þessar seinustu hafi verið ansi harðar. En við sjáum það að við vorum orðnar svolítið þreyttar þegar leið á leikinn og það gerði þetta aðeins erfiðara en þetta þurfti að vera. En það er lærdómur eins og margt annað sem við fáum út úr þessum leik.“ Eins og alltaf á stórmótum er skammt stórra högga á milli og íslenska liðið mætir til leiks aftur á laugardaginn þegar Ólympíumeistarar Frakklands verða andstæðingarnir. „Við munum auðvitað gera upp þennan leik eins og hægt er en svo er bara áfram gakk. Það er Frakkland næst og það þarf bara að halda áfram. Við þurfum bara að svara þessu með öðrum gíóðum leik. Það var margt gott í dag. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins nær þessu og auðvitað hefði maður bara viljað stela þessu, en það er bara að svara þessu með góðum leik á móti Frökkum á laugardaginn.“ Þá segir Arnar að munurinn á liðunum lægi í því að Slóvenarnir hafi átt meiri orku eftir á tankinum. „Mér fannst svona þegar leið á að við værum með minna á tankinum ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta varð erfiðara eftir því sem leið á leikinn, sérstaklega sóknarlega, en eins varnarlega. Við vorum orðnar aðeins þreyttar og ég á eftir að skoða þetta. Við vorum aðeins einum færri þarna sem gerir okkur enn erfiðara fyrir en ég ætla að skoða þetta aðeins aftur og svara þessu betur á morgun hvaða skýringar eru á þessu,“ saðgi Arnar að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
„Hún er ekkert sérstök. Það er alltaf jafn vont að tapa,“ sagði Arnar í viðtali við RÚV að leik loknum. „En fyrsti leikur er búinn og svo ég setji jákvæðnisgleraugun upp þá fáum við helling út úr þessu og lærum helling af þessu.“ „Það eru fullt af ungum stelpum sem eru að spila sína fyrstu landsleiki sem eru að koma inn á og eru að gera vel, og þessar eldri líka náttúrulega, þannig við fáum bara helling út úr þessu.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa og lenti fljótlega sjö mörkum undir í stöðunni 11-4. Arnar segir að það sé líklega rétt metið að stressið hafi náð til stelpnanna. „Ætli það sé ekki einfaldast að segja það. Við vorum aðeins stífar til að byrja með og Slóvenarnir voru vel undirbúnir. Þeir mættu okkur í því sem við vorum að gera, enda eru þær með frábæran þjálfara sem var búinn að undirbúa sitt lið vel.“ „Við lentum á smá vegg, en við komumst í gegnum hann og ég ætla að hrósa stelpunum fyrir það. Það var virkilega vel gert. En eins og ég segi þá getum við tekið helling út úr þessum leik, en það er hellingur sem við þurfum að læra af.“ Hann segir það þó hafa verið mikinn karakter hjá liðinu að koma til baka eftir að hafa lent sjö mörkum undir snemma leiks. „Að sjálfsögðu. Það er mjög jákvætt og ég er mjög ánægður með það. Svo ef við tölum aftur um þessa vegferð þá mun þetta skila sér inn í hana þegar við komum heim og sjáum líka að það var smá þreyta í okkur þarna þegar leið á seinni hálfleikinn.“ „Auðvitað lendum við í smá vandræðum þegar við setjum Katrínu [Tinnu Jensdóttur] inn sem fær þessar óheppilegu tvær mínútur. Og ég vil nú meina að þessar seinustu hafi verið ansi harðar. En við sjáum það að við vorum orðnar svolítið þreyttar þegar leið á leikinn og það gerði þetta aðeins erfiðara en þetta þurfti að vera. En það er lærdómur eins og margt annað sem við fáum út úr þessum leik.“ Eins og alltaf á stórmótum er skammt stórra högga á milli og íslenska liðið mætir til leiks aftur á laugardaginn þegar Ólympíumeistarar Frakklands verða andstæðingarnir. „Við munum auðvitað gera upp þennan leik eins og hægt er en svo er bara áfram gakk. Það er Frakkland næst og það þarf bara að halda áfram. Við þurfum bara að svara þessu með öðrum gíóðum leik. Það var margt gott í dag. Auðvitað hefði maður viljað vera aðeins nær þessu og auðvitað hefði maður bara viljað stela þessu, en það er bara að svara þessu með góðum leik á móti Frökkum á laugardaginn.“ Þá segir Arnar að munurinn á liðunum lægi í því að Slóvenarnir hafi átt meiri orku eftir á tankinum. „Mér fannst svona þegar leið á að við værum með minna á tankinum ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta varð erfiðara eftir því sem leið á leikinn, sérstaklega sóknarlega, en eins varnarlega. Við vorum orðnar aðeins þreyttar og ég á eftir að skoða þetta. Við vorum aðeins einum færri þarna sem gerir okkur enn erfiðara fyrir en ég ætla að skoða þetta aðeins aftur og svara þessu betur á morgun hvaða skýringar eru á þessu,“ saðgi Arnar að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira