Neyðarleg staða ef Ísland vinnur í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 11:30 Íslenska landsliðið vann Wales 1-0 í haust með glæsilegu skallamarki Glódísar Perlu Viggósdóttur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það er mikið undir hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í kvöld þegar það mætir Wales í hálfgerðum úrslitaleik um að forðast fall niður í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Leikdagur! Ísland mætir Wales í dag í Þjóðadeild UEFA. Cardiff City Stadium kl. 19:15. Bein útsending á RÚV. Gameday! We play Wales today in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/x8aUnl6dqd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2023 Liðin eiga ekki lengur von um að ná hinum tveimur liðunum í riðlinum, Danmörku eða Þýskalandi, sem einnig mætast í kvöld í hálfgerðum úrslitaleik um efsta sætið. Í lokaumferð riðilsins næsta þriðjudag sækir Ísland lið Danmerkur heim en Þýskaland mætir Wales. Neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild en næstneðsta liðið getur enn haldið sér uppi með sigri í umspili í lok febrúar, gegn liði úr B-deild, og yrði þá í A-deildinni í undankeppni EM á næsta ári. Staðan í riðli Íslands í A-deild Þjóðadeildar þegar tvær umferðir eru eftir. Innbyrðis úrslit ráða ef lið verða jöfn að stigum. Vantar völl ef til umspils kæmi Ísland stendur ágætlega að vígi í baráttunni við Wales, eftir 1-0 sigur á Laugardalsvelli í haust, en ef að Wales vinnur tveggja marka sigur í kvöld dregst Ísland niður í neðsta sæti. Sigur Íslands eða jafntefli tryggir Íslandi hins vegar 3. sætið og þar með sæti í umspilinu. Umspilið fer fram 21. og 28. febrúar, og ef að Ísland fer í það er ljóst að stelpurnar okkar ættu seinni leikinn á heimavelli, 28. febrúar. Það sem er hins vegar ekki ljóst er hvar sá leikur myndi fara fram í ljósi þess aðstöðuleysis sem íslensk knattspyrnulandslið búa við. Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur á þessum tíma árs og KSÍ hefur leitað að velli erlendis til að bregðast við þessari neyðarlegu stöðu. Það er fyrsti kostur að spila erlendis, segir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Mögulega væri þó hægt að fá undanþágu frá UEFA til að spila á gervigrasvelli hér á landi en það þyrfti þá að vera snemma dags vegna þess að flóðlýsing stenst ekki kröfur. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur langi alls ekki að gera það,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í haust. Þau lið sem núna sitja í 2. sæti riðlanna í B-deild, og gætu mögulega dregist gegn Íslandi í umspilinu, eru Ungverjaland, Slóvakía, Serbía og Tékkland. Það skýrist þó betur að lokinni keppni í Þjóðadeildinni næsta þriðjudag. Dýrmætt að halda sér í A-deild Undankeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, verður svo spiluð á næsta ári, með Þjóðadeildarfyrirkomulagi. Aðeins lið úr A-deild munu geta komist beint á EM, þau átta sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fjögurra. Hin átta liðin í A-deildinni fara í tveggja hluta umspil, fyrst við lið úr C-deild og svo við lið úr B-deild. Lið úr B-deild geta í besta falli komist í umspil og myndu þá mæta fyrst öðru liði úr B-deild og svo að öllum líkindum liði úr A-deild. Með því að forðast tap í kvöld, og vinna umspilið í febrúar, myndi Ísland því auðvelda sér mjög leiðina á næsta stórmót. Leikur Wales og Íslands hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Leikdagur! Ísland mætir Wales í dag í Þjóðadeild UEFA. Cardiff City Stadium kl. 19:15. Bein útsending á RÚV. Gameday! We play Wales today in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/x8aUnl6dqd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2023 Liðin eiga ekki lengur von um að ná hinum tveimur liðunum í riðlinum, Danmörku eða Þýskalandi, sem einnig mætast í kvöld í hálfgerðum úrslitaleik um efsta sætið. Í lokaumferð riðilsins næsta þriðjudag sækir Ísland lið Danmerkur heim en Þýskaland mætir Wales. Neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild en næstneðsta liðið getur enn haldið sér uppi með sigri í umspili í lok febrúar, gegn liði úr B-deild, og yrði þá í A-deildinni í undankeppni EM á næsta ári. Staðan í riðli Íslands í A-deild Þjóðadeildar þegar tvær umferðir eru eftir. Innbyrðis úrslit ráða ef lið verða jöfn að stigum. Vantar völl ef til umspils kæmi Ísland stendur ágætlega að vígi í baráttunni við Wales, eftir 1-0 sigur á Laugardalsvelli í haust, en ef að Wales vinnur tveggja marka sigur í kvöld dregst Ísland niður í neðsta sæti. Sigur Íslands eða jafntefli tryggir Íslandi hins vegar 3. sætið og þar með sæti í umspilinu. Umspilið fer fram 21. og 28. febrúar, og ef að Ísland fer í það er ljóst að stelpurnar okkar ættu seinni leikinn á heimavelli, 28. febrúar. Það sem er hins vegar ekki ljóst er hvar sá leikur myndi fara fram í ljósi þess aðstöðuleysis sem íslensk knattspyrnulandslið búa við. Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur á þessum tíma árs og KSÍ hefur leitað að velli erlendis til að bregðast við þessari neyðarlegu stöðu. Það er fyrsti kostur að spila erlendis, segir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Mögulega væri þó hægt að fá undanþágu frá UEFA til að spila á gervigrasvelli hér á landi en það þyrfti þá að vera snemma dags vegna þess að flóðlýsing stenst ekki kröfur. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur langi alls ekki að gera það,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í haust. Þau lið sem núna sitja í 2. sæti riðlanna í B-deild, og gætu mögulega dregist gegn Íslandi í umspilinu, eru Ungverjaland, Slóvakía, Serbía og Tékkland. Það skýrist þó betur að lokinni keppni í Þjóðadeildinni næsta þriðjudag. Dýrmætt að halda sér í A-deild Undankeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, verður svo spiluð á næsta ári, með Þjóðadeildarfyrirkomulagi. Aðeins lið úr A-deild munu geta komist beint á EM, þau átta sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fjögurra. Hin átta liðin í A-deildinni fara í tveggja hluta umspil, fyrst við lið úr C-deild og svo við lið úr B-deild. Lið úr B-deild geta í besta falli komist í umspil og myndu þá mæta fyrst öðru liði úr B-deild og svo að öllum líkindum liði úr A-deild. Með því að forðast tap í kvöld, og vinna umspilið í febrúar, myndi Ísland því auðvelda sér mjög leiðina á næsta stórmót. Leikur Wales og Íslands hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn