Atvikið átti sér stað í uppspili Hamburg úr vörninni. Markvörðurinn ásamt miðvörðunum tveimur myndaði þríhyrningaspil sem virtist ganga vel.
Framherji St. Pauli, Johannes Eggestein, þjarmaði þó að þeim og Daniel Heuer ákvað að negla boltanum burt svo Johannes kæmist ekki til hans.
Boltinn virtist þó skoppa örlítið upp í loft rétt áður en Daniel rak fætinum í hann, með þeim afleiðingum að spyrna Daniels fór ekki fram á við heldur aftur á bak og í hans eigið net.
Sjón er sögu ríkari, atvikið má sjá í myndskeiðinu hér að neðan.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli, þremur stigum munar því enn milli liðanna. St. Pauli er í efsta sætinu með 31 stig eftur 15 umferðir en Hamburg SV fylgja þeim fast á eftir með 28 stig.