Þrjátíu stig í röð og þreföld tvenna dugðu ekki til Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. desember 2023 10:16 Oklahoma City Thunder hafði betur gegn Dallas Mavericks í ótrúlegum leik í nótt. Richard Rodriguez/Getty Images Luka Doncic og félagar hans í Dallas Mavericks þurftu að sætta sig við sex stiga tap er liðið tók á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 120-126, þrátt fyrir að heimamenn hafi á einum tímapunkti skorað þrjátíu stig í röð. Gestirnir frá Oklahoma höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór með 16 stiga forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 56-72. Áfram héldu gestirnir að auka forskot sitt að hálfleikshléinu loknu og var munurinn orðinn 23 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Þá vöknuðu heimamenn þó heldur betur til lífsins og á rétt tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta skoruðu liðsmenn Dallas Mavericks þrjátíu stig gegn engu stigi gestanna. Liðið breytti stöðunni úr 87-111 í 117-111 og virtust ætla að stela sigrinum. The Mavs just went on a 30-0 run to take the lead in Dallas 😱Thunder-Mavericks | Live on the NBA App📲: https://t.co/yLKLHQXVnp pic.twitter.com/WgcAKmEaW9— NBA (@NBA) December 3, 2023 Heimamenn leiddu með tveimur stigum þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, en gestirnir frá Oklahoma skoruðu seinustu átta stig leiksins og unnu að lokum óþarflega nauman sex stiga sigur, 120-126. Jalen Williams var stigahæsti maður gestanna með 23 stig, en hann tók einnig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Luka Doncic verður seint sakaður um slaka frammistöðu í liði Dallas Mavericks, en hann skilaði þrefaldri tvennu. Doncic skoraði 36 stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 15 fráköst. Jalen Williams and the @okcthunder outlast the Mavs in Dallas!Shai Gilgeous-Alexander: 17 PTS, 9 AST pic.twitter.com/ViYkHJbrWS— NBA (@NBA) December 3, 2023 Úrslit næturinnar Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Gestirnir frá Oklahoma höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með sex stigum að loknum fyrsta leikhluta. Liðið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór með 16 stiga forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 56-72. Áfram héldu gestirnir að auka forskot sitt að hálfleikshléinu loknu og var munurinn orðinn 23 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Þá vöknuðu heimamenn þó heldur betur til lífsins og á rétt tæplega sjö mínútna kafla í fjórða leikhluta skoruðu liðsmenn Dallas Mavericks þrjátíu stig gegn engu stigi gestanna. Liðið breytti stöðunni úr 87-111 í 117-111 og virtust ætla að stela sigrinum. The Mavs just went on a 30-0 run to take the lead in Dallas 😱Thunder-Mavericks | Live on the NBA App📲: https://t.co/yLKLHQXVnp pic.twitter.com/WgcAKmEaW9— NBA (@NBA) December 3, 2023 Heimamenn leiddu með tveimur stigum þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, en gestirnir frá Oklahoma skoruðu seinustu átta stig leiksins og unnu að lokum óþarflega nauman sex stiga sigur, 120-126. Jalen Williams var stigahæsti maður gestanna með 23 stig, en hann tók einnig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Luka Doncic verður seint sakaður um slaka frammistöðu í liði Dallas Mavericks, en hann skilaði þrefaldri tvennu. Doncic skoraði 36 stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 15 fráköst. Jalen Williams and the @okcthunder outlast the Mavs in Dallas!Shai Gilgeous-Alexander: 17 PTS, 9 AST pic.twitter.com/ViYkHJbrWS— NBA (@NBA) December 3, 2023 Úrslit næturinnar Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers
Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers Minnesota Timberwolves 123-117 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 110-101 Detroit Pistons Orlando Magic 101-129 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 121-132 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 118-124 Chicago Bulls Indiana Pacers 144-129 Miami Heat Memphis Grizzlies 109-116 Phoenix Suns Oklahona City Thunder 126-120 Dallas Mavericks Portland Trailblazers 113-118 Utah Jazz Denver Nuggets 117-123 Sacramento Kings Houston Rockets 97-107 Los Angeles Lakers
NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum