„Við þurfum að breyta þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 23:31 Við þurfum að byrja betur. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum. Ísland lenti 11-3 undir snemma leik gegn Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum í gær. Morgunljóst er að liðið þarf að læra lexíu hvað upphaf leikja varðar. Arnar kveðst hafa imprað á þessu við leikmenn á fundi í morgun. „Það er klárt. Við funduðum í morgun og ræddum þetta meðal annars. Við þurfum að breyta þessu, finna einhverjar lausnir og byrja þessa leiki betur. Við erum að fara í hörkuleik á morgun gegn sterku liði og við getum ekki gefið þeim eitt eða neitt á fyrstu mínútunum.“ segir Arnar. Angóla stóð vel í bæði Frökkum og Slóvenum. Frakkar rétt mörðu þær í fyrsta leik með minnsta mun og þá voru þær allan tímann inni í leiknum við Slóvena sem að endingu tapaðist. „Þetta er mjög sterkt lið. Það sem mér finnst líka bara frábært í þessu er að handboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa kannski ekki verið að fylgjast mjög mikið með alþjóðlegum kvennahandbolta eru að sjá hversu mörg öflug lið eru hérna. Á morgun erum við að takast á við margfalda Afríkumeistara sem eru gríðarlega sterkar,“ segir Arnar. Nýtur sín í botn Ísland er á HM í fyrsta sinn í tólf ár. Allir leikmenn nema Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á HM í fyrsta sinn og sama er að segja um Arnar sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Hér er hann í essinu sínu. Klippa: Markmiðið að koma okkur í milliriðilinn „Mér finnst þetta frábært. Þetta er ofboðslega skemmtilegt. Það er gaman að vera hérna með stelpunum, liðinu og teyminu. Þetta er það sem við höfum gaman af því að gera – spila, vera í og grúska í handbolta – ég er að njóta þess í botn. Auðvitað er maður að læra helling. Alveg örugglega verður það þannig þegar maður gerir þetta upp að það verða einhverjir hlutir sem maður gerir öðruvísi þegar við förum næst,“ segir Arnar. Stemningin í stúkunni frábær og hjálpar til Íslensku stuðningsmennirnir hafa alfarið haldið uppi stemningu á leikjum stelpnanna okkar hingað til. Stuðningurinn hafi reynst mikilvægur í leiknum við Frakka í gær. „Þetta er skemmtilegt. Eins og í gær, þegar við lentum illa undir til að byrja með hélt stúkan áfram að styðja okkur. Það hjálpaði okkur klárlega í gegnum þennan erfiða kafla,“ segir Arnar og bætir við: „Frammistaðan eftir erfiðan kafla var mjög góð og við getum klárlega þakkað stúkunni að stórum hluta fyrir það. Hún var frábær og stelpurnar töluðu um það hvað það var mikilvægt að hafa fólkið í stúkunni.“ Markmiðið fyrir morgundaginn sé þá skýrt. Ísland ætli sér sigur og sæti í milliriðli á morgun. „Við stefnum á það. Við ætlum að spila mjög góðan leik á morgun og vitum það alveg að til þess að það markmið náist verðum við að eiga toppleik og bæta okkur á öllum sviðum. Það er klárlega markmiðið á morgun að skila góðu verki gegn mjög sterku liði og koma okkur í milliriðilinn.“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Ísland lenti 11-3 undir snemma leik gegn Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum í gær. Morgunljóst er að liðið þarf að læra lexíu hvað upphaf leikja varðar. Arnar kveðst hafa imprað á þessu við leikmenn á fundi í morgun. „Það er klárt. Við funduðum í morgun og ræddum þetta meðal annars. Við þurfum að breyta þessu, finna einhverjar lausnir og byrja þessa leiki betur. Við erum að fara í hörkuleik á morgun gegn sterku liði og við getum ekki gefið þeim eitt eða neitt á fyrstu mínútunum.“ segir Arnar. Angóla stóð vel í bæði Frökkum og Slóvenum. Frakkar rétt mörðu þær í fyrsta leik með minnsta mun og þá voru þær allan tímann inni í leiknum við Slóvena sem að endingu tapaðist. „Þetta er mjög sterkt lið. Það sem mér finnst líka bara frábært í þessu er að handboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa kannski ekki verið að fylgjast mjög mikið með alþjóðlegum kvennahandbolta eru að sjá hversu mörg öflug lið eru hérna. Á morgun erum við að takast á við margfalda Afríkumeistara sem eru gríðarlega sterkar,“ segir Arnar. Nýtur sín í botn Ísland er á HM í fyrsta sinn í tólf ár. Allir leikmenn nema Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á HM í fyrsta sinn og sama er að segja um Arnar sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Hér er hann í essinu sínu. Klippa: Markmiðið að koma okkur í milliriðilinn „Mér finnst þetta frábært. Þetta er ofboðslega skemmtilegt. Það er gaman að vera hérna með stelpunum, liðinu og teyminu. Þetta er það sem við höfum gaman af því að gera – spila, vera í og grúska í handbolta – ég er að njóta þess í botn. Auðvitað er maður að læra helling. Alveg örugglega verður það þannig þegar maður gerir þetta upp að það verða einhverjir hlutir sem maður gerir öðruvísi þegar við förum næst,“ segir Arnar. Stemningin í stúkunni frábær og hjálpar til Íslensku stuðningsmennirnir hafa alfarið haldið uppi stemningu á leikjum stelpnanna okkar hingað til. Stuðningurinn hafi reynst mikilvægur í leiknum við Frakka í gær. „Þetta er skemmtilegt. Eins og í gær, þegar við lentum illa undir til að byrja með hélt stúkan áfram að styðja okkur. Það hjálpaði okkur klárlega í gegnum þennan erfiða kafla,“ segir Arnar og bætir við: „Frammistaðan eftir erfiðan kafla var mjög góð og við getum klárlega þakkað stúkunni að stórum hluta fyrir það. Hún var frábær og stelpurnar töluðu um það hvað það var mikilvægt að hafa fólkið í stúkunni.“ Markmiðið fyrir morgundaginn sé þá skýrt. Ísland ætli sér sigur og sæti í milliriðli á morgun. „Við stefnum á það. Við ætlum að spila mjög góðan leik á morgun og vitum það alveg að til þess að það markmið náist verðum við að eiga toppleik og bæta okkur á öllum sviðum. Það er klárlega markmiðið á morgun að skila góðu verki gegn mjög sterku liði og koma okkur í milliriðilinn.“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira