Danir vilja frekar versla „túrbó kjúkling“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2023 07:51 Skiptar skoðanir eru á kaupum á kjúklingakjöti í Danmörku. Mustafa Ciftci/Anadolu Agency via Getty Images Danskir neytendur versla frekar svokallaðan „túrbó kjúkling“ sem ræktaður hefur verið til þess að vaxa hratt, frekar en venjulegan kjúkling sem hefur það betra. Ástæðan er hækkandi verðlag sökum verðbólgu og stríðsins í Úkraínu. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Kasper Lenbroch, framkvæmdastjóra Danpo sem er stærsti kjúklingaframleiðandi Danmerkur, að fyrirtækið hafi tapað milljónum vegna þessa. Fyrirtækið hafi veðjað á að Danir myndu í vaxandi mæli velja kjöt af hænum sem alist hefðu upp við ásættanleg skilyrði. Útskýrt er í frétt danska ríkisútvarpsins að „túrbó kjúklingurinn“ hafi verið ræktaður til þess að stækka hraðar en venjulegur kjúklingur. Þeim er haldið innandyra allt sitt líf í litlu plássi. 33 dögum eftir fæðingu er dýrið orðið 2 kíló að þyngd. Líffæri og bein dýranna vaxa hins vegar ekki á sama hraða og geta sumir kjúklinganna ekki gengið daginn sem þeim er slátrað. Lausagönguhænur eru í samanburði 81 dag að stækka svo þær séu tilbúnar til slátrunar. Kasper Lenbroch segir að salan á kjöti af lausagönguhænum hafi valdið fyrirtækinu verulegum vonbrigðum. Neytendur hafi í síauknum mæli valið ódýrara kjöt og segist Lenbroch finna mikinn mun eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Brittu Riis, formanni dýraverndunarsamtaka í Danmörku, að fréttirnar af dræmri sölu á kjúklingi sem hafi það betur séu mikil vonbrigði. Hún segir aðstæður kjúklinganna sem haldið sé innandyra óboðlegar og hvetur Dani til að hafa velferð þeirra í huga þegar verslað er í matinn. Danmörk Matvælaframleiðsla Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Kasper Lenbroch, framkvæmdastjóra Danpo sem er stærsti kjúklingaframleiðandi Danmerkur, að fyrirtækið hafi tapað milljónum vegna þessa. Fyrirtækið hafi veðjað á að Danir myndu í vaxandi mæli velja kjöt af hænum sem alist hefðu upp við ásættanleg skilyrði. Útskýrt er í frétt danska ríkisútvarpsins að „túrbó kjúklingurinn“ hafi verið ræktaður til þess að stækka hraðar en venjulegur kjúklingur. Þeim er haldið innandyra allt sitt líf í litlu plássi. 33 dögum eftir fæðingu er dýrið orðið 2 kíló að þyngd. Líffæri og bein dýranna vaxa hins vegar ekki á sama hraða og geta sumir kjúklinganna ekki gengið daginn sem þeim er slátrað. Lausagönguhænur eru í samanburði 81 dag að stækka svo þær séu tilbúnar til slátrunar. Kasper Lenbroch segir að salan á kjöti af lausagönguhænum hafi valdið fyrirtækinu verulegum vonbrigðum. Neytendur hafi í síauknum mæli valið ódýrara kjöt og segist Lenbroch finna mikinn mun eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Brittu Riis, formanni dýraverndunarsamtaka í Danmörku, að fréttirnar af dræmri sölu á kjúklingi sem hafi það betur séu mikil vonbrigði. Hún segir aðstæður kjúklinganna sem haldið sé innandyra óboðlegar og hvetur Dani til að hafa velferð þeirra í huga þegar verslað er í matinn.
Danmörk Matvælaframleiðsla Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira