Innlent

Nafn mannsins sem lést í Reykja­nes­bæ

Árni Sæberg skrifar
Ólafur Pétur lést á fimmtudaginn í síðustu viku.
Ólafur Pétur lést á fimmtudaginn í síðustu viku.

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Reykjanesbæ síðastliðinn fimmtudag hét Ólafur P. Hermannsson.

Þetta segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Ólafur var fæddur árið 1961 og var búsettur í Garði. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og tvo syni.

Á fimmtudaginn barst tilkynning um alvarlegt vinnuslys sem varð við Fitjabraut í Reykjanesbæ um morguninn, þar sem maður lést. 

Þar segir að tilkynning hafi borist lögreglu klukkan 11:27 um slysið alvarlega. Viðbragðsaðilar hafi þegar haldið á vettvang.

„Ljóst var þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang að um banaslys var að ræða. Unnið er að rannsókn málsins og frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist mikil sprenging á svæðinu þegar slysið varð. Fitjabraut er að mestu iðnaðarhverfi við höfnina í Reykjanesbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×