Grátur í norðri: Norræna þversögnin endurómar í röddum íslenskra innflytjendakvenna Telma Velez skrifar 6. desember 2023 09:01 Á Íslandi, landi sem er þekkt fyrir skuldbindingu sína við mannréttindi og framsækna félagsmálastefnu, er ákveðin þversögn áhyggjuefni. Þrátt fyrir skuldbindingu þjóðarinnar til jafnréttis kynjanna er viðvarandi áskorun yfirvofandi - kynbundið ofbeldi gagnvart innflytjendakonum. #Metoo-hreyfingin á árunum 2017-2018 afhjúpaði átakanlegar sögur af ofbeldi gegn innflytjendakonum og varpaði ljósi á kerfisbundin vandamál sem stuðla að varnarleysi þeirra. Sögur sem birtar voru í Kjarnanum afhjúpuðu ofbeldi af hendi náins maka og atvinnubundið ofbeldi en einnigstofnanabundið ofbeldi, skaðlegar staðalímyndir og skort á fjölmenningarlæsi, sem leiddi til nýrrar upplifunar innflytjendakvenna sem fórnarlömb innan réttarkerfisins. Sögurnar varpa einnig ljósi á víxlverkun kynbundins ofbeldis við kynþátt og þjóðerni. Það ögrar þeirri hugmynd að mikið kynjajafnrétti jafngildi samfélagi án aðgreiningar og öryggi fyrir alla, sem skapar þversögn. Norræna þversögnin, hugtak sem oft er tengt við Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð, lætur í ljós efasemdir um það hvernig framsækin félagsmálastefna samræmist óviðunandi hárri tíðni kynbundins ofbeldis. Ísland, þrátt fyrir mikið kynjajafnrétti, glímir við þessa sömu ráðgátu, sem ögrar þeirri forsendu að félagslega réttlátt umhverfi skili sér sjálfkrafa í öryggi kvenna. Kjarninn í þeirri skuldbindingu Íslands að berjast gegn kynbundnu ofbeldi er fullgilding Istanbúlsamningsins frá 2018. Þessi yfirgripsmikli alþjóðasáttmáli gerir grein fyrir ýmsum ráðstöfunum, þ. á m. lagabreytingum, til að koma í veg fyrir ofbeldi, vernda þolendur og lögsækja gerendur. Hins vegar er gríðarlegt verk enn óunnið þegar kemur að það innleiða ákvæði samningsins , sérstaklega hvað varðar þær einstöku áskoranir sem innflytjendakonur standa frammi fyrir. Í 20. grein Istanbúlsamningsins er lögð áhersla á mikilvægi aðgengilegrar og viðeigandi stuðningsþjónustu fyrir þolendur ofbeldis, með áherslu á sérstakar þarfir viðkvæmra hópa, þar á meðal innflytjendakvenna. Ísland glímir hins vegar við áskoranir þegar kemur að innleiðingu þessara ákvæða vegna skorts á fjármagni og mannafla. Slíkur skortur er sérstaklega áberandi í geð- og heilbrigðisþjónustu þar sem nú þegar langir biðlistar jukust verulega eftir #metoo. Á meðan Ísland vinnur að því að standa við skuldbindingar sínar um að útrýma kynbundnu ofbeldi er brýnt að skoða núverandi þjónustu á gagnrýninn hátt. Árangursleysi við að ná að fullu fram markmiðum Istanbúlsamningsins kallar á endurmat á áætlunum og samstilltu átaki til að komast að rótum norrænu þversagnarinnar. Í samfélagi sem leggur metnað sinn á jafnrétti þurfa fyrirheit um öryggi og velferð að ná til allra kvenna, óháð uppruna þeirra. Ísland stendur á tímamótum og viðbrögðin munu móta frásögnina um framfarir og réttlæti fyrir alla. Höfundur stundar rannsóknir á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Greinin er birt í tengslum við 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Innflytjendamál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi, landi sem er þekkt fyrir skuldbindingu sína við mannréttindi og framsækna félagsmálastefnu, er ákveðin þversögn áhyggjuefni. Þrátt fyrir skuldbindingu þjóðarinnar til jafnréttis kynjanna er viðvarandi áskorun yfirvofandi - kynbundið ofbeldi gagnvart innflytjendakonum. #Metoo-hreyfingin á árunum 2017-2018 afhjúpaði átakanlegar sögur af ofbeldi gegn innflytjendakonum og varpaði ljósi á kerfisbundin vandamál sem stuðla að varnarleysi þeirra. Sögur sem birtar voru í Kjarnanum afhjúpuðu ofbeldi af hendi náins maka og atvinnubundið ofbeldi en einnigstofnanabundið ofbeldi, skaðlegar staðalímyndir og skort á fjölmenningarlæsi, sem leiddi til nýrrar upplifunar innflytjendakvenna sem fórnarlömb innan réttarkerfisins. Sögurnar varpa einnig ljósi á víxlverkun kynbundins ofbeldis við kynþátt og þjóðerni. Það ögrar þeirri hugmynd að mikið kynjajafnrétti jafngildi samfélagi án aðgreiningar og öryggi fyrir alla, sem skapar þversögn. Norræna þversögnin, hugtak sem oft er tengt við Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð, lætur í ljós efasemdir um það hvernig framsækin félagsmálastefna samræmist óviðunandi hárri tíðni kynbundins ofbeldis. Ísland, þrátt fyrir mikið kynjajafnrétti, glímir við þessa sömu ráðgátu, sem ögrar þeirri forsendu að félagslega réttlátt umhverfi skili sér sjálfkrafa í öryggi kvenna. Kjarninn í þeirri skuldbindingu Íslands að berjast gegn kynbundnu ofbeldi er fullgilding Istanbúlsamningsins frá 2018. Þessi yfirgripsmikli alþjóðasáttmáli gerir grein fyrir ýmsum ráðstöfunum, þ. á m. lagabreytingum, til að koma í veg fyrir ofbeldi, vernda þolendur og lögsækja gerendur. Hins vegar er gríðarlegt verk enn óunnið þegar kemur að það innleiða ákvæði samningsins , sérstaklega hvað varðar þær einstöku áskoranir sem innflytjendakonur standa frammi fyrir. Í 20. grein Istanbúlsamningsins er lögð áhersla á mikilvægi aðgengilegrar og viðeigandi stuðningsþjónustu fyrir þolendur ofbeldis, með áherslu á sérstakar þarfir viðkvæmra hópa, þar á meðal innflytjendakvenna. Ísland glímir hins vegar við áskoranir þegar kemur að innleiðingu þessara ákvæða vegna skorts á fjármagni og mannafla. Slíkur skortur er sérstaklega áberandi í geð- og heilbrigðisþjónustu þar sem nú þegar langir biðlistar jukust verulega eftir #metoo. Á meðan Ísland vinnur að því að standa við skuldbindingar sínar um að útrýma kynbundnu ofbeldi er brýnt að skoða núverandi þjónustu á gagnrýninn hátt. Árangursleysi við að ná að fullu fram markmiðum Istanbúlsamningsins kallar á endurmat á áætlunum og samstilltu átaki til að komast að rótum norrænu þversagnarinnar. Í samfélagi sem leggur metnað sinn á jafnrétti þurfa fyrirheit um öryggi og velferð að ná til allra kvenna, óháð uppruna þeirra. Ísland stendur á tímamótum og viðbrögðin munu móta frásögnina um framfarir og réttlæti fyrir alla. Höfundur stundar rannsóknir á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Greinin er birt í tengslum við 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun