„Það vísar enginn nauðstöddum á dyr án þess að drepa hluta af sjálfum sér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2023 17:14 Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur segir að sér þyki mjög erfitt að hugsa um frændurna Sameer og Yazan, sem vísa á úr landi til Grikklands. Vísir „Um fátt er ég fullkomlega sannfærður en þetta þykist ég vita. Það vísar enginn nauðstöddum á dyr án þess að drepa hluta af sjálfum sér. Þessu verður að linna meðan enn er eitthvað eftir af okkur til þess að bjarga.“ Þetta skrifar rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl í pistli sem hann birti á Facebook í morgun um fyrirhugaða brottvísun palestínsku frændanna Sameer og Yazan. Eiríkur segist í samtali við fréttastofu átt mjög erfitt með að skrifa pistilinn, enda um grafalvarlegt mál að ræða. „Mér finnst voðalega erfitt að hugsa um þetta því maður verður alveg hræðilega vonlaus og reiður. Ég skrifaði þetta í morgun en fannst alveg hræðilega erfitt að skrifa þetta,“ segir Eiríkur. Vinstri græn í „pólitísku harakírí“ Hann skrifar í pistlinum að við Íslendingar viljum ekki hafa verið fólk af því taki sem sendi Gasabúa heim til sín, hvað þá á götuna í Grikklandi. „Við viljum ekki hafa verið fólk af því tagi sem horfir upp á neyð annarra og dregur fyrir gluggatjöldin, slekkur á dyrabjöllunni og þykist ekki vera heima. Við viljum ekki hafa verið fólk sem brottvísar börnum í nafni reglugerðar sem enginn vill kannast við að vera sammála,“ skrifar Eiríkur í pistlinum. Hann bætir við, í samtali við fréttastofu, að svo virðist sem Vinstri græn séu í „pólitísku harakírí“ með aðgerðaleysi í málinu. „Þó maður vilji ekki kenna þeim einum um þetta þá er handónýtt að horfa á þá. Ég kaus þennan flokk og ber ábyrgð sem kjósandi á forsætisráðherra á þessum tímum. Það er ekkert sérstaklega geðlegt. Þetta er alveg botnlaust vonleysi.“ „Óbragðið af skömminni fylgir manni“ Eiríkur er ekki fyrsti rithöfundurinn sem gagnrýnt hefur aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum Palestínu. Síðast í morgun var greint frá því í fréttum að Þórdís Helgadóttir, rithöfundur, hafi afþakkað boð forsætisráðuneytisins um að kynna nýútgefna bók sína Armeló á starfsmannafundi næstkomandi mánudag. Eiríkur segir mikilvægt að rithöfundar og listafólk nýti hæfileika sína til að leggja lóð á vogarskálarnar vilji þeir það, þó fara þurfi varlega með orð. „Við viljum ekki hafa reynst svo hjartalaus, huglaus og nísk þegar á reyndi að það hafi kostað aðra líf, heilsu, reisn og hamingju. Og við myndum líka seint fyrirgefa öðrum að hafa brugðist okkur - eða „okkar líkum“ - á þann hátt, að það smættaði okkur, gerði okkur að betlandi skepnum,“ skrifar Eiríkur. „Við viljum það ekki um jólin, ekki á páskum, ekki á afmælisdaginn okkar, ekki á verslunarmannahelginni - aldrei - vegna þess að þá þurfum við að lifa við það um jólin, á páskum, á afmælisdaginn okkar og alla liðlanga verslunarmannahelgina og óbragðið af skömminni fylgir manni, maður losnar aldrei við það, það smitar allt.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fórnarlambsstaða Vinstri Grænna 5.desember birti Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri Grænna, stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist fá fjölda skilaboða þar sem almenningur hvetur forsætisráðherra og þingflokkinn til að stíga inn í ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa tveim palestínskum drengjum til Grikklands, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. 5. desember 2023 17:00 „Fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu“ Fyrrverandi forstöðukona Fjölmenningarseturs segir fáránlegt að stjórnkerfið hér á landi hafi synjað palestínskum drengjum í neyð um alþjóðlega vernd. Þeirra geti beðið hræðilegar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi sem hún hafi séð með eigin augum. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um mál drengjanna. 5. desember 2023 12:56 Meðferð umsókna frá Palestínu ekki breyst frá upphafi október Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. 5. desember 2023 10:47 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Þetta skrifar rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl í pistli sem hann birti á Facebook í morgun um fyrirhugaða brottvísun palestínsku frændanna Sameer og Yazan. Eiríkur segist í samtali við fréttastofu átt mjög erfitt með að skrifa pistilinn, enda um grafalvarlegt mál að ræða. „Mér finnst voðalega erfitt að hugsa um þetta því maður verður alveg hræðilega vonlaus og reiður. Ég skrifaði þetta í morgun en fannst alveg hræðilega erfitt að skrifa þetta,“ segir Eiríkur. Vinstri græn í „pólitísku harakírí“ Hann skrifar í pistlinum að við Íslendingar viljum ekki hafa verið fólk af því taki sem sendi Gasabúa heim til sín, hvað þá á götuna í Grikklandi. „Við viljum ekki hafa verið fólk af því tagi sem horfir upp á neyð annarra og dregur fyrir gluggatjöldin, slekkur á dyrabjöllunni og þykist ekki vera heima. Við viljum ekki hafa verið fólk sem brottvísar börnum í nafni reglugerðar sem enginn vill kannast við að vera sammála,“ skrifar Eiríkur í pistlinum. Hann bætir við, í samtali við fréttastofu, að svo virðist sem Vinstri græn séu í „pólitísku harakírí“ með aðgerðaleysi í málinu. „Þó maður vilji ekki kenna þeim einum um þetta þá er handónýtt að horfa á þá. Ég kaus þennan flokk og ber ábyrgð sem kjósandi á forsætisráðherra á þessum tímum. Það er ekkert sérstaklega geðlegt. Þetta er alveg botnlaust vonleysi.“ „Óbragðið af skömminni fylgir manni“ Eiríkur er ekki fyrsti rithöfundurinn sem gagnrýnt hefur aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum Palestínu. Síðast í morgun var greint frá því í fréttum að Þórdís Helgadóttir, rithöfundur, hafi afþakkað boð forsætisráðuneytisins um að kynna nýútgefna bók sína Armeló á starfsmannafundi næstkomandi mánudag. Eiríkur segir mikilvægt að rithöfundar og listafólk nýti hæfileika sína til að leggja lóð á vogarskálarnar vilji þeir það, þó fara þurfi varlega með orð. „Við viljum ekki hafa reynst svo hjartalaus, huglaus og nísk þegar á reyndi að það hafi kostað aðra líf, heilsu, reisn og hamingju. Og við myndum líka seint fyrirgefa öðrum að hafa brugðist okkur - eða „okkar líkum“ - á þann hátt, að það smættaði okkur, gerði okkur að betlandi skepnum,“ skrifar Eiríkur. „Við viljum það ekki um jólin, ekki á páskum, ekki á afmælisdaginn okkar, ekki á verslunarmannahelginni - aldrei - vegna þess að þá þurfum við að lifa við það um jólin, á páskum, á afmælisdaginn okkar og alla liðlanga verslunarmannahelgina og óbragðið af skömminni fylgir manni, maður losnar aldrei við það, það smitar allt.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fórnarlambsstaða Vinstri Grænna 5.desember birti Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri Grænna, stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist fá fjölda skilaboða þar sem almenningur hvetur forsætisráðherra og þingflokkinn til að stíga inn í ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa tveim palestínskum drengjum til Grikklands, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. 5. desember 2023 17:00 „Fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu“ Fyrrverandi forstöðukona Fjölmenningarseturs segir fáránlegt að stjórnkerfið hér á landi hafi synjað palestínskum drengjum í neyð um alþjóðlega vernd. Þeirra geti beðið hræðilegar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi sem hún hafi séð með eigin augum. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um mál drengjanna. 5. desember 2023 12:56 Meðferð umsókna frá Palestínu ekki breyst frá upphafi október Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. 5. desember 2023 10:47 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Fórnarlambsstaða Vinstri Grænna 5.desember birti Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri Grænna, stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist fá fjölda skilaboða þar sem almenningur hvetur forsætisráðherra og þingflokkinn til að stíga inn í ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa tveim palestínskum drengjum til Grikklands, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. 5. desember 2023 17:00
„Fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu“ Fyrrverandi forstöðukona Fjölmenningarseturs segir fáránlegt að stjórnkerfið hér á landi hafi synjað palestínskum drengjum í neyð um alþjóðlega vernd. Þeirra geti beðið hræðilegar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi sem hún hafi séð með eigin augum. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um mál drengjanna. 5. desember 2023 12:56
Meðferð umsókna frá Palestínu ekki breyst frá upphafi október Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. 5. desember 2023 10:47
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent