Sérhver manneskja Anna Lúðvíksdóttir skrifar 10. desember 2023 08:31 Mannréttindayfirlýsingin 75 ára Í dag, á Alþjóðlega mannréttindadaginn, eru liðin 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Hún var skrifuð og samþykkt eftir að rykið settist eftir seinni heimstyrjöldina og uppbyggingin rétt að hefjast. Heimurinn hafði aldrei séð og upplifað slíkar hörmungar, svona úthugsuð, nákvæm og víðfeðm illvirki. Grimmdarverk seinni heimstyrjaldarinnar sýndu svo bersýnilega að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn var langt frá því að vera algild og breytinga var þörf. Heimurinn þurfti áminningu um að sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Aðalhvati og drifkraftur að gerð yfirlýsingarinnar var Eleanor Roosevelt, mannréttindafrömuður og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, og stýrði hún einnig fyrsta Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hún var sögð hafa verið kona með stórt hjarta en hvort sem það var hjartað eða heilinn sem gaf henni djúpstæðan skilning á því að allar manneskjur fæðast jafnar og að grundvallarréttindi þeirra eru þau sömu hvar sem þær fæðast skiptir kannski ekki öllu en ljóst er að þarna var á ferð stórmerkileg, framsýn hugsjónakona sem lét verkin tala. Afrek hennar á lífsleiðinni voru margvísleg en aðkoma hennar að gerð mannréttindayfirlýsingarinnar má sannalega teljast stórvirki. Fulltrúar 50 ríkja Sameinuðu þjóðanna komu saman undir stjórn Eleanor og ákváðu hvaða réttindi það eru sem við fæðumst öll með, eru algild og órjúfanleg. Það var svo hinn 10. desember 1948 að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að þessi réttindi væru okkur öllum til handa – alls staðar og alltaf. Í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1958 spurði Roosevelt þessarar spurningar, ,,Þegar allt kemur til alls, hvar byrja almenn mannréttindi? Þau byrja á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nálægt og á svo litlum stöðum að þeir eru ekki merktir á heimskortin. Samt eru þau allur heimur einstaklingsins.” Spurningin og svarið sem fylgdi á eftir kjarnar mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir réttindum hverrar manneskju í öllu daglegu lífi hennar því þau eru grunnurinn að mannlegri reisn hennar. Þó að mannréttindayfirlýsingin sé ekki lagalega bindandi er hún undirstaða helstu alþjóðlegra mannréttindasamninga og því stórmerkileg. Þar er kveðið á um bæði borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eins og að allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi sem og að allir eiga rétt á að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum en hún kveður einnig á um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eins og að allir eiga rétt á viðunandi lífskjörum, þar á meðal rétt til matar og húsnæðis og að allir eiga rétt á hvíld og afþreyingu. Í yfirlýsingunni kemur skýrt fram að við öll eigum jafnt tilkall þessara réttinda til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Heimurinn stendur frammi fyrir grimmdarverkum, hvort sem það er fyrir botni Miðjarðarhafs, geðþóttahandtökur og pyndingar í nafni öryggis eða miskunnarlaus beiting dauðarefsingarinnar víða um heim. Við sjáum vaxandi ójöfnuð, skautun í málefnum sem varða réttindi viðkvæmustu hópanna, tjáningarfrelsið er fótum troðið jafnvel í löndum sem við höfum borið okkur saman við og skelfilegar afleiðingar loftslagsbreytinga leggjast þyngst á fátækari ríki og samfélög. Í skugga alls þessa sjáum við þó vonarljós og fögnum þeim innblæstri sem mannréttindayfirlýsingin er nú og verður fyrir komandi kynslóðir. Hún er vonarljós um betri heim, hluti af samtímamenningu okkar og reglum. Heimur án þessa samkomulags og laga sem frá yfirlýsingunni koma væri heimur án sanngirni, án vonar. Allt starf Amnesty International byggir á mannréttindayfirlýsingunni og því munum við fagna í dag með veglegri dagskrá í Borgarleikhúsinu sem hefst klukkan 16.00. Eliza Reid, forsetafrú, mun ávarpa gesti og svo verður verkið Allir þeir er við falli er búið eftir Samuel Beckett leiklesið af Leiklestrarfélaginu undir tónlist Mandólín. Hægt er að kaupa miða hér. Að leiklestri loknum gefst gestum kostur á að skrifa stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í tengslum við herferðina Þitt nafn bjargar lífi og þiggja léttar kaffiveitingar undir söng Ellenar Kristjánsdóttur og Systra í notalegri aðventustemningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Anna Lúðvíksdóttir Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Mannréttindayfirlýsingin 75 ára Í dag, á Alþjóðlega mannréttindadaginn, eru liðin 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Hún var skrifuð og samþykkt eftir að rykið settist eftir seinni heimstyrjöldina og uppbyggingin rétt að hefjast. Heimurinn hafði aldrei séð og upplifað slíkar hörmungar, svona úthugsuð, nákvæm og víðfeðm illvirki. Grimmdarverk seinni heimstyrjaldarinnar sýndu svo bersýnilega að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn var langt frá því að vera algild og breytinga var þörf. Heimurinn þurfti áminningu um að sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Aðalhvati og drifkraftur að gerð yfirlýsingarinnar var Eleanor Roosevelt, mannréttindafrömuður og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, og stýrði hún einnig fyrsta Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hún var sögð hafa verið kona með stórt hjarta en hvort sem það var hjartað eða heilinn sem gaf henni djúpstæðan skilning á því að allar manneskjur fæðast jafnar og að grundvallarréttindi þeirra eru þau sömu hvar sem þær fæðast skiptir kannski ekki öllu en ljóst er að þarna var á ferð stórmerkileg, framsýn hugsjónakona sem lét verkin tala. Afrek hennar á lífsleiðinni voru margvísleg en aðkoma hennar að gerð mannréttindayfirlýsingarinnar má sannalega teljast stórvirki. Fulltrúar 50 ríkja Sameinuðu þjóðanna komu saman undir stjórn Eleanor og ákváðu hvaða réttindi það eru sem við fæðumst öll með, eru algild og órjúfanleg. Það var svo hinn 10. desember 1948 að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að þessi réttindi væru okkur öllum til handa – alls staðar og alltaf. Í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1958 spurði Roosevelt þessarar spurningar, ,,Þegar allt kemur til alls, hvar byrja almenn mannréttindi? Þau byrja á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nálægt og á svo litlum stöðum að þeir eru ekki merktir á heimskortin. Samt eru þau allur heimur einstaklingsins.” Spurningin og svarið sem fylgdi á eftir kjarnar mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir réttindum hverrar manneskju í öllu daglegu lífi hennar því þau eru grunnurinn að mannlegri reisn hennar. Þó að mannréttindayfirlýsingin sé ekki lagalega bindandi er hún undirstaða helstu alþjóðlegra mannréttindasamninga og því stórmerkileg. Þar er kveðið á um bæði borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eins og að allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi sem og að allir eiga rétt á að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum en hún kveður einnig á um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eins og að allir eiga rétt á viðunandi lífskjörum, þar á meðal rétt til matar og húsnæðis og að allir eiga rétt á hvíld og afþreyingu. Í yfirlýsingunni kemur skýrt fram að við öll eigum jafnt tilkall þessara réttinda til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Heimurinn stendur frammi fyrir grimmdarverkum, hvort sem það er fyrir botni Miðjarðarhafs, geðþóttahandtökur og pyndingar í nafni öryggis eða miskunnarlaus beiting dauðarefsingarinnar víða um heim. Við sjáum vaxandi ójöfnuð, skautun í málefnum sem varða réttindi viðkvæmustu hópanna, tjáningarfrelsið er fótum troðið jafnvel í löndum sem við höfum borið okkur saman við og skelfilegar afleiðingar loftslagsbreytinga leggjast þyngst á fátækari ríki og samfélög. Í skugga alls þessa sjáum við þó vonarljós og fögnum þeim innblæstri sem mannréttindayfirlýsingin er nú og verður fyrir komandi kynslóðir. Hún er vonarljós um betri heim, hluti af samtímamenningu okkar og reglum. Heimur án þessa samkomulags og laga sem frá yfirlýsingunni koma væri heimur án sanngirni, án vonar. Allt starf Amnesty International byggir á mannréttindayfirlýsingunni og því munum við fagna í dag með veglegri dagskrá í Borgarleikhúsinu sem hefst klukkan 16.00. Eliza Reid, forsetafrú, mun ávarpa gesti og svo verður verkið Allir þeir er við falli er búið eftir Samuel Beckett leiklesið af Leiklestrarfélaginu undir tónlist Mandólín. Hægt er að kaupa miða hér. Að leiklestri loknum gefst gestum kostur á að skrifa stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í tengslum við herferðina Þitt nafn bjargar lífi og þiggja léttar kaffiveitingar undir söng Ellenar Kristjánsdóttur og Systra í notalegri aðventustemningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun