Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi flutt efnin, 103 töflur, til landsins með flugi þann 7. júní síðastliðinn. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli hafi fundið efnin innan klæða við leit á manninum. Alprazolam Krka er róandi og kvíðastillandi lyf sem er lyfseðilsskylt hér á landi.
Maðurinn sótt ekki þing og var því dæmdur að honum fjarstöddum enda kom fram í fyrirkalli að fjarvist yrði metin til jafns við að hann viðurkenndi brotið sem hann var ákærður fyrir.
Dómari taldi sannað að maðurinn hafi framið brotið og við mat á refsingu var tekið tillit til þess að samkvæmt sakavottorði hefði honum ekki áður verið gerð refsing. Þótti hæfileg refsing vera 1.080.000 króna sekt til ríkissjóðs. Þá voru lyfin sem hann flutti til landsins gerð upptæk.