Vilja reisa hótel, baðlón og tólf einbýlishús á eyju við Hellu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 07:00 Ólafur Pálsson og fyrirtæki hans Þjótandi ehf. standa á bak við verkefnið. Eigendur Gaddstaðaeyjar við Hellu hafa óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar á eyjunni. Vilja þeir meðal annars reisa þar einbýlishús og baðlón. Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra. Þar segir að eigandi eyjunnar hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi í eyjunni. Í deiliskipulagsbreytingartillögunni er gert ráð fyrir byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bæði bílaumferð og umferð gangandi fólks. Þá er fyrirhugað að reyst verið íbúðabyggð norðan til á eyjunni með allt að tólf einbýlishúsum. Sunnan til er gert ráð fyrir hóteli fyrir allt að tvö hundruð gesti, sem og baðlóni. Gaddstaðaey er staðsett rétt við Hellu.Vísir/Vilhelm Hótel og tólf einbýlishús Þá segir að á eyjunni séu engar skráðar minjar og hún er ekki á skilgreindu vásvæði. „Gerð verður breyting á uppdrætti og greinargerð aðalskipulags þar sem tíu hektara óbyggt land innan þéttbýlismarka verður breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Heimild yrði fyrir allt að tólf einbýlishús í nýrri íbúðarbyggð og gert ráð fyrir að byggð verði á einni hæð,“ segir í tillögunni. Heimilað verður að byggja eins til tveggja hæða hótel með gistingu, veitingasölu og afþreyingu, sem sagt baðlón, fyrir allt að 200 gesti á þjónustusvæðinu. Gert verður ráð fyrir að byggð tengist veitukerfum sveitarfélagsins, þar á meðal varðandi fráveitumál. „Áætlað er að íbúðalóðir verða um 0,2 – 0,65 hektarar að stærð en hótellóð allt að þrír hektarar. Nánar verður gerð grein fyrir breytingunum í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar,“ segir í tillögunni. Tillaga að mögulegu skipulagi mannvirkja á eyjunni.Efla Þýðir ekki að fara fram úr sér Eyjan er í eigu Þjótandi ehf. sem er í eigu hjónanna Steinunnar Birnu Svavarsdóttur og Ólafs Einarssonar. Um er að ræða verktakafyrirtæki sem hagnaðist um 588 milljónir króna á síðasta ári. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að þau hjónin hafi fengið þessar hugmyndir fljótlega eftir að þau eignuðust landsvæðið. „Það þýðir ekkert að fara of langt fram úr sér, fyrst er að vita hvort þú komir þessum leyfismálum og þessu ferli í gegn. Þetta er eyja og þetta er ekkert einfalt þannig séð. En þetta er eyja innan þéttbýlis sem gerir málið auðveldara, þú mátt byggja nær árbökkum og þannig slíkt,“ segir Ólafur. Halda áfram að þróa verkefnið Hann telur verkefnið geta skilað góðri innspýtingu í atvinnulífið á Hellu og í Rangárþingi ytra. „Við vonum að lóðirnar verði eftirsóknarverðar, ég myndi halda að þær verði það að minnsta kosti. Það hafa nokkrir lýst áhuga á lóðunum, svona einhverjir sem við höfum hitt og sagt hvað við ætlum að gera. Þetta er gríðarlega fallegur staður og svona. Mjög fallegt þarna,“ segir Ólafur. Skipulags- og umferðarnefndin samþykkti að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram. Rangárþing ytra Skipulag Sundlaugar Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra. Þar segir að eigandi eyjunnar hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi í eyjunni. Í deiliskipulagsbreytingartillögunni er gert ráð fyrir byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bæði bílaumferð og umferð gangandi fólks. Þá er fyrirhugað að reyst verið íbúðabyggð norðan til á eyjunni með allt að tólf einbýlishúsum. Sunnan til er gert ráð fyrir hóteli fyrir allt að tvö hundruð gesti, sem og baðlóni. Gaddstaðaey er staðsett rétt við Hellu.Vísir/Vilhelm Hótel og tólf einbýlishús Þá segir að á eyjunni séu engar skráðar minjar og hún er ekki á skilgreindu vásvæði. „Gerð verður breyting á uppdrætti og greinargerð aðalskipulags þar sem tíu hektara óbyggt land innan þéttbýlismarka verður breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Heimild yrði fyrir allt að tólf einbýlishús í nýrri íbúðarbyggð og gert ráð fyrir að byggð verði á einni hæð,“ segir í tillögunni. Heimilað verður að byggja eins til tveggja hæða hótel með gistingu, veitingasölu og afþreyingu, sem sagt baðlón, fyrir allt að 200 gesti á þjónustusvæðinu. Gert verður ráð fyrir að byggð tengist veitukerfum sveitarfélagsins, þar á meðal varðandi fráveitumál. „Áætlað er að íbúðalóðir verða um 0,2 – 0,65 hektarar að stærð en hótellóð allt að þrír hektarar. Nánar verður gerð grein fyrir breytingunum í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar,“ segir í tillögunni. Tillaga að mögulegu skipulagi mannvirkja á eyjunni.Efla Þýðir ekki að fara fram úr sér Eyjan er í eigu Þjótandi ehf. sem er í eigu hjónanna Steinunnar Birnu Svavarsdóttur og Ólafs Einarssonar. Um er að ræða verktakafyrirtæki sem hagnaðist um 588 milljónir króna á síðasta ári. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að þau hjónin hafi fengið þessar hugmyndir fljótlega eftir að þau eignuðust landsvæðið. „Það þýðir ekkert að fara of langt fram úr sér, fyrst er að vita hvort þú komir þessum leyfismálum og þessu ferli í gegn. Þetta er eyja og þetta er ekkert einfalt þannig séð. En þetta er eyja innan þéttbýlis sem gerir málið auðveldara, þú mátt byggja nær árbökkum og þannig slíkt,“ segir Ólafur. Halda áfram að þróa verkefnið Hann telur verkefnið geta skilað góðri innspýtingu í atvinnulífið á Hellu og í Rangárþingi ytra. „Við vonum að lóðirnar verði eftirsóknarverðar, ég myndi halda að þær verði það að minnsta kosti. Það hafa nokkrir lýst áhuga á lóðunum, svona einhverjir sem við höfum hitt og sagt hvað við ætlum að gera. Þetta er gríðarlega fallegur staður og svona. Mjög fallegt þarna,“ segir Ólafur. Skipulags- og umferðarnefndin samþykkti að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram.
Rangárþing ytra Skipulag Sundlaugar Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira