Segir ánægjulegt að sjá tölur um skattspor ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2023 20:40 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Egill Aðalsteinsson Skattspor ferðaþjónustunnar í fyrra nam 92 milljörðum króna, ef þröngt er reiknað, samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar spáir því að greinin afli hátt í fjörutíu prósent gjaldeyristekna þjóðarbúsins í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var farið á fund Samtaka ferðaþjónustunnar á Hótel Reykjavík Grand í dag. Þar spurðu forystumenn greinarinnar hvert framlag hennar væri til samfélagsins og fengu hagfræðinginn Magnús Árna Skúlason til að svara. Niðurstaða hans er 92,3 milljarða króna skattspor í fyrra, ef þröngt er reiknað, en 155,5 milljarðar króna, ef víðara skattspor er notað. Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, lýsir skattspori ferðaþjónustunnar árið 2022.Egill Aðalsteinsson Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það tímamót að fá slíka útreikninga fram í fyrsta sinn. „Þannig að þetta eru gríðarlega góð tíðindi, að hún er í rauninni að skila 160 milljarða króna skattspori á árinu 2022. Og ennþá ánægjulegra er það að við sjáum fram á að það muni hækka töluvert mikið fyrir árið 2023,“ segir Bjarnheiður. Hún segir útreikningana þó byggða á gömlum skilgreiningum um hvað sé ferðaþjónusta og nefnir dæmi um mikilvæga þætti sem vanti inn. „Það er til dæmis ekki inni í þessu eldsneytisnotkun ferðaþjónustunnar. En skattar af henni, eldsneytisgjöld og þess háttar, voru yfir sjö milljarðar á árinu 2022. Og munar nú um minna. Og það er ekki inni í þessu gjöld til þjóðgarða og friðlýstra svæða, sem eru ábyggilega hátt í milljarður.“ Þá vanti inn fjármagnstekjuskatt af útleigu á heimagistingu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Icelandair með hátt í fjögur þúsund stöðugildi reiknar líka sitt skattspor. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir að á árinu 2022 hafi það numið 27 milljörðum króna. „Bara beinir skattar og gjöld sem Icelandair og starfsfólk Icelandair er að borga inn í kerfið. Það er væntanlega talsvert meira á þessu ári því að bæði hefur verið talsverður vöxtur á milli ára og svo hefur kostnaður hækkað, laun og þess háttar, sem skilar sér beint inn í ríkissjóð í gegnum tekjuskatt og tryggingagjald og þess háttar. Þannig að það er væntanlega einhvers staðar á milli þrjátíu og fjörutíu milljarðar á þessu ári,“ segir Bogi Nils. Áætlað er að 35 prósent útflutningatekna Íslands í fyrra hafi komið frá ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan er að ná vopnum sínum og fyrra hlutfalli, sem fór hæst í fjörutíu prósent. Og við reiknum með að það nálgist það hlutfall á árinu 2023,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Hótel á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið á fund Samtaka ferðaþjónustunnar á Hótel Reykjavík Grand í dag. Þar spurðu forystumenn greinarinnar hvert framlag hennar væri til samfélagsins og fengu hagfræðinginn Magnús Árna Skúlason til að svara. Niðurstaða hans er 92,3 milljarða króna skattspor í fyrra, ef þröngt er reiknað, en 155,5 milljarðar króna, ef víðara skattspor er notað. Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, lýsir skattspori ferðaþjónustunnar árið 2022.Egill Aðalsteinsson Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það tímamót að fá slíka útreikninga fram í fyrsta sinn. „Þannig að þetta eru gríðarlega góð tíðindi, að hún er í rauninni að skila 160 milljarða króna skattspori á árinu 2022. Og ennþá ánægjulegra er það að við sjáum fram á að það muni hækka töluvert mikið fyrir árið 2023,“ segir Bjarnheiður. Hún segir útreikningana þó byggða á gömlum skilgreiningum um hvað sé ferðaþjónusta og nefnir dæmi um mikilvæga þætti sem vanti inn. „Það er til dæmis ekki inni í þessu eldsneytisnotkun ferðaþjónustunnar. En skattar af henni, eldsneytisgjöld og þess háttar, voru yfir sjö milljarðar á árinu 2022. Og munar nú um minna. Og það er ekki inni í þessu gjöld til þjóðgarða og friðlýstra svæða, sem eru ábyggilega hátt í milljarður.“ Þá vanti inn fjármagnstekjuskatt af útleigu á heimagistingu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson Icelandair með hátt í fjögur þúsund stöðugildi reiknar líka sitt skattspor. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir að á árinu 2022 hafi það numið 27 milljörðum króna. „Bara beinir skattar og gjöld sem Icelandair og starfsfólk Icelandair er að borga inn í kerfið. Það er væntanlega talsvert meira á þessu ári því að bæði hefur verið talsverður vöxtur á milli ára og svo hefur kostnaður hækkað, laun og þess háttar, sem skilar sér beint inn í ríkissjóð í gegnum tekjuskatt og tryggingagjald og þess háttar. Þannig að það er væntanlega einhvers staðar á milli þrjátíu og fjörutíu milljarðar á þessu ári,“ segir Bogi Nils. Áætlað er að 35 prósent útflutningatekna Íslands í fyrra hafi komið frá ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan er að ná vopnum sínum og fyrra hlutfalli, sem fór hæst í fjörutíu prósent. Og við reiknum með að það nálgist það hlutfall á árinu 2023,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Hótel á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira