Tekjur sínar á þessum tíma er hann sagður hafa notað til að fjármagna lúxuslífstíl.
Flest brotanna sem Biden er sakaður um áttu sér stað á meðan faðir hans var varaforseti í forsetatíð Barack Obama en hans er hvergi minnst í ákærunni. Hunter Biden, sem er lögfræðingur, á yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur.
Biden er sagður hafa hagnast um meira en 7 milljónir dala á umræddu tímabili, í gegnum ýmsa viðskiptasamninga og ráðgjöf til erlendra aðila. Hann er sagður hafa varið peningunum í eiturlyf, vændiskonur og kærustur, í dvöl á lúxushótelum og leiguíbúðum, dýrar bifreiðar fatnað og aðra muni.
„Í stuttu máli; í allt nema skatta,“ segir í ákærunni.
Þá er Biden sagður hafa skotið fjármunum undan skatti með því að telja persónulega útgjöld fram sem viðskiptakostnað. Greiðslur fyrir námsaðstoð til handa dóttur hans hafi verið færðar sem „ráðgjöf“ og greiðslur til vændiskvenna og dansara sem „skrifstofukostnaður og annað“.
Biden hefur gengist við því að hafa verið háður kókaíni á þessum tíma en er sagður hafa falið þá staðreynd fyrir endurskoðendum sínum, sem hefðu yfirfarið reikninga vandlegar ef þeir hefðu vitað af stöðu mála.