Endurheimti „greyið“ frá eplasnafs-elskandi bílaþjóf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 10:55 Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli en það sé ágætt að endurheimta bílinn til að auðvelda jólagjafainnkaupin. „Hann er bara komin heim greyið,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, um Hyundai i30 bifreiðina sem hún deilir með fyrrverandi eiginmanni sínum. Bifreiðin kom í leitirnar í gær, nákvæmlega mánuði eftir að henni var stolið. Bílinn kom víða við, „í æsispennandi ævintýrum“, en að sögn Ingu heyrðist fyrst af honum eftir að kvartað var undan því í rafbílahóp á Facebook að honum hefði verið lagt í bílastæði fyrir rafbíla við Landspítalann 8. nóvember. Næst dúkkaði hann upp á öryggismyndavélum í Kópavogi og virðist hafa verið á Kársnesinu einhverja daga þar sem sást til hans 11. og 13. nóvember. „En hvernig hann kemst svo af Kársnesinu án þess að fara í gegnum myndavélarnar aftur... ja, hann alla vegna endar einhvers staðar í Vesturbænum,“ segir Inga. Þar gerðu eftirtektarsamir íbúar vart við bílinn eftir að hann hafði staðið fyrir utan fjölbýlishús um nokkurt skeið, með hálfopna hurð. „Það var allt í honum,“ segir Inga, „hjól sonar míns og svona,“ bætir hún við. Hún viti ekki betur en að ekkert sjáist á bílnum en hann er nú í höndum fyrrverandi. „Hann fylgir bara barninu,“ segir hún um bílinn. Inga er engu nær um það hver stal bílnum, nema hvað að sá virðist nokkuð hrifinn af eplasnafs. Nokkrar slíkar flöskur var að finna í bifreiðinni þegar að var komið. „Við bara vonum að viðkomandi hafi notið hans í vetrarkuldanum en það er gott að endurheimta hann svona áður en maður fer að kaupa jólagjafir.“ Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli og segir raunar nokkuð spaugilegt að bílnum hafi verið stolið daginn áður en hún var endurkjörinn í stjórn Samtaka um bíllausan lífstíl. „Kannski var þetta karma,“ segir hún í sposkum tón. „Eða aðdáandi einkabílsins sem vildi láta mig finna til tevatnsins.“ Hvað sem því líður segist hún afar þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina; til að mynda vinum sem þræddu Kársnesið og Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara, sem hjálpaði henni að rata um samfélagsmiðla. „Það er ótrúlega fallegt að hugsa itl þess að fólk sé að fylgjast með umhverfinu sínu og hafa fyrir því að hringja í mann og láta mann vita. Þarna er það samfélagið sem tekur til hjálpar. Það er fallegt,“ segir hún að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Bílinn kom víða við, „í æsispennandi ævintýrum“, en að sögn Ingu heyrðist fyrst af honum eftir að kvartað var undan því í rafbílahóp á Facebook að honum hefði verið lagt í bílastæði fyrir rafbíla við Landspítalann 8. nóvember. Næst dúkkaði hann upp á öryggismyndavélum í Kópavogi og virðist hafa verið á Kársnesinu einhverja daga þar sem sást til hans 11. og 13. nóvember. „En hvernig hann kemst svo af Kársnesinu án þess að fara í gegnum myndavélarnar aftur... ja, hann alla vegna endar einhvers staðar í Vesturbænum,“ segir Inga. Þar gerðu eftirtektarsamir íbúar vart við bílinn eftir að hann hafði staðið fyrir utan fjölbýlishús um nokkurt skeið, með hálfopna hurð. „Það var allt í honum,“ segir Inga, „hjól sonar míns og svona,“ bætir hún við. Hún viti ekki betur en að ekkert sjáist á bílnum en hann er nú í höndum fyrrverandi. „Hann fylgir bara barninu,“ segir hún um bílinn. Inga er engu nær um það hver stal bílnum, nema hvað að sá virðist nokkuð hrifinn af eplasnafs. Nokkrar slíkar flöskur var að finna í bifreiðinni þegar að var komið. „Við bara vonum að viðkomandi hafi notið hans í vetrarkuldanum en það er gott að endurheimta hann svona áður en maður fer að kaupa jólagjafir.“ Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli og segir raunar nokkuð spaugilegt að bílnum hafi verið stolið daginn áður en hún var endurkjörinn í stjórn Samtaka um bíllausan lífstíl. „Kannski var þetta karma,“ segir hún í sposkum tón. „Eða aðdáandi einkabílsins sem vildi láta mig finna til tevatnsins.“ Hvað sem því líður segist hún afar þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina; til að mynda vinum sem þræddu Kársnesið og Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara, sem hjálpaði henni að rata um samfélagsmiðla. „Það er ótrúlega fallegt að hugsa itl þess að fólk sé að fylgjast með umhverfinu sínu og hafa fyrir því að hringja í mann og láta mann vita. Þarna er það samfélagið sem tekur til hjálpar. Það er fallegt,“ segir hún að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira