Endurheimti „greyið“ frá eplasnafs-elskandi bílaþjóf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 10:55 Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli en það sé ágætt að endurheimta bílinn til að auðvelda jólagjafainnkaupin. „Hann er bara komin heim greyið,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, um Hyundai i30 bifreiðina sem hún deilir með fyrrverandi eiginmanni sínum. Bifreiðin kom í leitirnar í gær, nákvæmlega mánuði eftir að henni var stolið. Bílinn kom víða við, „í æsispennandi ævintýrum“, en að sögn Ingu heyrðist fyrst af honum eftir að kvartað var undan því í rafbílahóp á Facebook að honum hefði verið lagt í bílastæði fyrir rafbíla við Landspítalann 8. nóvember. Næst dúkkaði hann upp á öryggismyndavélum í Kópavogi og virðist hafa verið á Kársnesinu einhverja daga þar sem sást til hans 11. og 13. nóvember. „En hvernig hann kemst svo af Kársnesinu án þess að fara í gegnum myndavélarnar aftur... ja, hann alla vegna endar einhvers staðar í Vesturbænum,“ segir Inga. Þar gerðu eftirtektarsamir íbúar vart við bílinn eftir að hann hafði staðið fyrir utan fjölbýlishús um nokkurt skeið, með hálfopna hurð. „Það var allt í honum,“ segir Inga, „hjól sonar míns og svona,“ bætir hún við. Hún viti ekki betur en að ekkert sjáist á bílnum en hann er nú í höndum fyrrverandi. „Hann fylgir bara barninu,“ segir hún um bílinn. Inga er engu nær um það hver stal bílnum, nema hvað að sá virðist nokkuð hrifinn af eplasnafs. Nokkrar slíkar flöskur var að finna í bifreiðinni þegar að var komið. „Við bara vonum að viðkomandi hafi notið hans í vetrarkuldanum en það er gott að endurheimta hann svona áður en maður fer að kaupa jólagjafir.“ Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli og segir raunar nokkuð spaugilegt að bílnum hafi verið stolið daginn áður en hún var endurkjörinn í stjórn Samtaka um bíllausan lífstíl. „Kannski var þetta karma,“ segir hún í sposkum tón. „Eða aðdáandi einkabílsins sem vildi láta mig finna til tevatnsins.“ Hvað sem því líður segist hún afar þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina; til að mynda vinum sem þræddu Kársnesið og Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara, sem hjálpaði henni að rata um samfélagsmiðla. „Það er ótrúlega fallegt að hugsa itl þess að fólk sé að fylgjast með umhverfinu sínu og hafa fyrir því að hringja í mann og láta mann vita. Þarna er það samfélagið sem tekur til hjálpar. Það er fallegt,“ segir hún að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Bílinn kom víða við, „í æsispennandi ævintýrum“, en að sögn Ingu heyrðist fyrst af honum eftir að kvartað var undan því í rafbílahóp á Facebook að honum hefði verið lagt í bílastæði fyrir rafbíla við Landspítalann 8. nóvember. Næst dúkkaði hann upp á öryggismyndavélum í Kópavogi og virðist hafa verið á Kársnesinu einhverja daga þar sem sást til hans 11. og 13. nóvember. „En hvernig hann kemst svo af Kársnesinu án þess að fara í gegnum myndavélarnar aftur... ja, hann alla vegna endar einhvers staðar í Vesturbænum,“ segir Inga. Þar gerðu eftirtektarsamir íbúar vart við bílinn eftir að hann hafði staðið fyrir utan fjölbýlishús um nokkurt skeið, með hálfopna hurð. „Það var allt í honum,“ segir Inga, „hjól sonar míns og svona,“ bætir hún við. Hún viti ekki betur en að ekkert sjáist á bílnum en hann er nú í höndum fyrrverandi. „Hann fylgir bara barninu,“ segir hún um bílinn. Inga er engu nær um það hver stal bílnum, nema hvað að sá virðist nokkuð hrifinn af eplasnafs. Nokkrar slíkar flöskur var að finna í bifreiðinni þegar að var komið. „Við bara vonum að viðkomandi hafi notið hans í vetrarkuldanum en það er gott að endurheimta hann svona áður en maður fer að kaupa jólagjafir.“ Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli og segir raunar nokkuð spaugilegt að bílnum hafi verið stolið daginn áður en hún var endurkjörinn í stjórn Samtaka um bíllausan lífstíl. „Kannski var þetta karma,“ segir hún í sposkum tón. „Eða aðdáandi einkabílsins sem vildi láta mig finna til tevatnsins.“ Hvað sem því líður segist hún afar þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina; til að mynda vinum sem þræddu Kársnesið og Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara, sem hjálpaði henni að rata um samfélagsmiðla. „Það er ótrúlega fallegt að hugsa itl þess að fólk sé að fylgjast með umhverfinu sínu og hafa fyrir því að hringja í mann og láta mann vita. Þarna er það samfélagið sem tekur til hjálpar. Það er fallegt,“ segir hún að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent