Þetta kemur fram í færslu sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, deildi á Facebook fyrr í kvöld.
Þar segir hún að í yfirlýsingunni þrýsti Norðurlöndin á að Öryggisráðið beiti sér „til að stöðva þær skelfilegu mannúðarhörmungar sem blasa við okkur“.
Í fyrradag, 6. desember, virkjaði Guterres 99. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og sagðist hann hafa gert það sökum allsherjarhruns mannúðaraðstoðar á Gasasvæðinu. Aðeins einu sinni áður hefur verið gripið til greinarinnar.
„Skilyrði fyrir virkri mannúðaraðstoð eru ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt Matvælaáætlun SÞ er alvarleg hætta á hungursneyð,“ sagði Guterres við ráðið í dag. Fordæmalaust ástandi krefðist þess að hann virkjaði þessa fordæmalausu grein.