Hugvekja til Íslendinga Arnar Þór Jónsson skrifar 10. desember 2023 19:01 Ef Íslendingar ætla að vera frjáls þjóð í frjálsu landi þurfa þeir að taka ábyrgð á sínu eigin frelsi. Í því felst að við sýnum vilja og getu til að stjórna okkur sjálf, án þess að sýna dónaskap, yfirgang, fyrirlitningu, ókurteisi; án ofbeldis og án þess að niðurlægja sjálf okkur og aðra. Leiðin í þessa átt beinist ekki að því að banna fólki að tjá sig, banna efasemdir, gagnrýni eða ágreining. Sú leið hefur ítrekað verið reynd í alræðisríkjum og sú vegferð hefur aldrei endað vel. Nei, til að þjóð geti ráðið sér sjálf þarf hún að geta sýnt gagnkvæma virðingu og iðkað friðsamlega stjórnarhætti. Þrátt fyrir allt sem á gengur, þrátt fyrir áföll og mótlæti, þrátt fyrir vonbrigði með skoðanakannanir og fall prófum verðum við að trúa því að við getum stjórnað okkur sjálf án þess að eyðileggja þau réttindi og það frelsi sem fyrri kynslóðir færðu okkur í arf. Íslenska lýðveldið er hugdjörf tilraun smáþjóðar til að fá að ráða sér sjálf. En lýðveldið viðheldur sér ekki sjálft. Til að það lifi þurfum við að þekkja stjórnkerfið og vera tilbúin að taka þátt í starfrækslu þess. Að þessu leyti er niðurstaða nýjustu PISA könnunarinnar áfall, því heilbrigt lýðveldi byggist á góðri undirstöðumenntun borgaranna. Einræðisríki og harðstjórnir þurfa ekki á menntuðum þegnum að halda. Til að lýðveldið okkar geti lifað þarf hver einasta kynslóð að hafa skilning á stjórnskipun landsins og þem hugsjónum sem lýðveldið var stofnsett til að verja. Það er m.ö.o. ekki nóg að þekkja réttindi okkar. Við þurfum að þekkja reglurnar sem ætlað er að verja þessi réttindi okkar. Stjórnarskrá lýðveldisins byggir á því að vald ríkisins sé takmarkað og að því sé dreift á fleiri hendur en færri. Þessu er ætlað að þjóna þeim tilgangi að verja réttindi okkar, frelsi okkar og möguleika okkar til að stjórna okkur sjálf. Þess vegna má valdið ekki safnast á of fáar hendur. Ef við missum sjónar á þessari undirstöðu, hvernig ætlum við þá að rækja borgaralegar skyldur okkar og hvað verður þá um lýðræðislega ábyrgð valdhafa? Ef menn vilja ímynda sér að við lifum nú í annars konar heimi en fyrri kynslóðir, þar sem við þurfum ekki lengur að verja framangreind dýrmæti; ef menn ímynda sér að þeir séu ,,heimsborgarar" í þeim skilningi að þeir treysti alþjóðlegum stofnunum til að stýra öllum okkar málum, þá þurfum við um leið að ræða hvað slikt afskiptaleysi af landsmálum felur í sér og hvort réttlætanlegt sé að vera hirðulaus um stjórn landsins okkar. Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar réttindi hans og frelsi verða tekin af honum? Hver á þá að koma honum til varnar? Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar búið er að svipta hann málfrelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi? Mannkynssagan segir okkur að valdið er ekki vel geymt í höndum fjarlægra valdhafa, sem svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart borgurunum, sem vilja ekki heyra gagnrýni, sem umbera engar efasemdir. Ef skynsamt og velviljað fólk nennir ekki að taka þátt í stjórn landsins, þá mun það hlutverk lenda í annarra höndum. „Ef þjóð býst við því að hún geti verið fávís og frjáls ... þá væntir hún þess sem aldrei var og aldrei verður“ Thomas Jefferson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Sjá meira
Ef Íslendingar ætla að vera frjáls þjóð í frjálsu landi þurfa þeir að taka ábyrgð á sínu eigin frelsi. Í því felst að við sýnum vilja og getu til að stjórna okkur sjálf, án þess að sýna dónaskap, yfirgang, fyrirlitningu, ókurteisi; án ofbeldis og án þess að niðurlægja sjálf okkur og aðra. Leiðin í þessa átt beinist ekki að því að banna fólki að tjá sig, banna efasemdir, gagnrýni eða ágreining. Sú leið hefur ítrekað verið reynd í alræðisríkjum og sú vegferð hefur aldrei endað vel. Nei, til að þjóð geti ráðið sér sjálf þarf hún að geta sýnt gagnkvæma virðingu og iðkað friðsamlega stjórnarhætti. Þrátt fyrir allt sem á gengur, þrátt fyrir áföll og mótlæti, þrátt fyrir vonbrigði með skoðanakannanir og fall prófum verðum við að trúa því að við getum stjórnað okkur sjálf án þess að eyðileggja þau réttindi og það frelsi sem fyrri kynslóðir færðu okkur í arf. Íslenska lýðveldið er hugdjörf tilraun smáþjóðar til að fá að ráða sér sjálf. En lýðveldið viðheldur sér ekki sjálft. Til að það lifi þurfum við að þekkja stjórnkerfið og vera tilbúin að taka þátt í starfrækslu þess. Að þessu leyti er niðurstaða nýjustu PISA könnunarinnar áfall, því heilbrigt lýðveldi byggist á góðri undirstöðumenntun borgaranna. Einræðisríki og harðstjórnir þurfa ekki á menntuðum þegnum að halda. Til að lýðveldið okkar geti lifað þarf hver einasta kynslóð að hafa skilning á stjórnskipun landsins og þem hugsjónum sem lýðveldið var stofnsett til að verja. Það er m.ö.o. ekki nóg að þekkja réttindi okkar. Við þurfum að þekkja reglurnar sem ætlað er að verja þessi réttindi okkar. Stjórnarskrá lýðveldisins byggir á því að vald ríkisins sé takmarkað og að því sé dreift á fleiri hendur en færri. Þessu er ætlað að þjóna þeim tilgangi að verja réttindi okkar, frelsi okkar og möguleika okkar til að stjórna okkur sjálf. Þess vegna má valdið ekki safnast á of fáar hendur. Ef við missum sjónar á þessari undirstöðu, hvernig ætlum við þá að rækja borgaralegar skyldur okkar og hvað verður þá um lýðræðislega ábyrgð valdhafa? Ef menn vilja ímynda sér að við lifum nú í annars konar heimi en fyrri kynslóðir, þar sem við þurfum ekki lengur að verja framangreind dýrmæti; ef menn ímynda sér að þeir séu ,,heimsborgarar" í þeim skilningi að þeir treysti alþjóðlegum stofnunum til að stýra öllum okkar málum, þá þurfum við um leið að ræða hvað slikt afskiptaleysi af landsmálum felur í sér og hvort réttlætanlegt sé að vera hirðulaus um stjórn landsins okkar. Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar réttindi hans og frelsi verða tekin af honum? Hver á þá að koma honum til varnar? Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar búið er að svipta hann málfrelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi? Mannkynssagan segir okkur að valdið er ekki vel geymt í höndum fjarlægra valdhafa, sem svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart borgurunum, sem vilja ekki heyra gagnrýni, sem umbera engar efasemdir. Ef skynsamt og velviljað fólk nennir ekki að taka þátt í stjórn landsins, þá mun það hlutverk lenda í annarra höndum. „Ef þjóð býst við því að hún geti verið fávís og frjáls ... þá væntir hún þess sem aldrei var og aldrei verður“ Thomas Jefferson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun