Íslenska lífeyriskerfið – staða og þróun Ásta Ásgeirsdóttir skrifar 11. desember 2023 13:00 Lífeyriskerfið okkar er mjög stórt á alþjóðlegan mælikvarða og hefur komið vel út í alþjóðlegum samanburði. Öflugt lífeyriskerfi, eins og byggt hefur verið upp hér á landi, krefst þess að sífellt eigi sér stað samtal um stöðu þess og hver framtíðarþróun kerfisins skuli vera. Lífeyriskerfið er eign okkar allra og réttindi í lífeyrissjóðum skipta miklu máli fyrir framfærslu fólks á efri árum. Innan Landssamtaka lífeyrissjóða hafa reglulega verið teknar saman hagtölur um lífeyriskerfið og hvernig þróun þess hefur verið undanfarin ár. Flestar tölur sem birtast hér eru aðgengilegar á heimasíðu samtakanna, Lífeyrismál.is. Stærð kerfisins Lífeyriseignir landsmanna hafa farið vaxandi undanfarna áratugi og þrátt fyrir neikvæða ávöxtun á árinu 2022 námu þær 187% af vergri landsframleiðslu (VLF) við árslok. Til að setja þessar tölur í samhengi við aðrar eignir heimilanna var hrein eign heimila fyrir utan lífeyriseignir 206% af VLF árið 2022. Meðtaldar eru þá allar fasteignir, bílar, innlán og verðbréf heimilanna að frádregnum skuldum. Því má segja að lífeyrisréttindi landsmanna séu um helmingur allra eigna heimilanna og lífeyriseignir hafa vaxið mun hraðar en aðrar eignir heimila undanfarin 25 ár. Iðgjöld og útgreiðslur Hlutverk lífeyriskerfisins er að taka við iðgjöldum, ávaxta þau og greiða lífeyri. Á bak við eignir lífeyrissjóða eru réttindi sjóðfélaga til lífeyris. Árið 2022 greiddu sjóðfélagar samtryggingardeilda 289 milljarða króna í iðgjöld og á sama tíma voru útgreiðslur 208 milljarðar króna. Útgreiðslurnar skiptust í 163 milljarða í ævilangan ellilífeyri, 28 milljarða í örorkulífeyri, 16 milljarða í makalífeyri og rúmlega 1 milljarð króna í barnalífeyri. Til samanburðar greiddi Tryggingastofnun um 96 milljarða króna í ellilífeyri og 79 milljarða í örorkulífeyri. Þannig voru því um 62% af öllum lífeyrisgreiðslum eldri borgara úr lífeyrissjóðum og um 25% af örorkulífeyri. Þróunin sýnir að útgreiðslur sjóðanna hafa verið mjög stöðugar og aukist jafnt og þétt á sama tíma og iðgjöld sveiflast í takt við hagvöxt og aðra ytri þætti. Iðgjaldaprósentan hefur hækkað í nokkrum skrefum sem rekja má til kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins og er nú 15,5% fyrir allt launafólk og sjálfstætt starfandi. Samkvæmt líkönum, sem unnin hafa verið um framtíð lífeyriskerfisins, má búast við að útgreiðslur úr samtryggingardeildum fari fram úr iðgjöldum eftir 10-20 ár vegna hlutfallslegrar fjölgunar eldra fólks og aukinna réttinda þeirra sem hefja töku lífeyris. Ávöxtun lífeyrissjóða Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og hlutverk þeirra er að tryggja sjóðfélögum ævilangan lífeyri á efri árum og áfallalífeyri við skerta starfsorku eða andlát. Því skiptir langtímaávöxtun eigna miklu máli til þess að hægt sé að tryggja landsmönnum góð lífeyrisréttindi við starfslok. Árið 2022 var raunávöxtun sjóðanna neikvæð um tæp 12% en vegna góðrar ávöxtunar árin á undan var meðalávöxtun til 5 ára rúmlega 4%, sem er yfir 3,5% ávöxtunarviðmiði sjóðanna. Árið 2022 skilaði neikvæðri ávöxtun lífeyrissparnaðar víðar en á Íslandi. Til samanburðar má nefna að meðalávöxtun sjóða í OECD-ríkjum var neikvæð um 16% árið 2022 og í bæði Danmörku og Hollandi fóru lífeyriseignir niður fyrir 200% af VLF en þau lönd hafa ásamt Íslandi skilað bestum niðurstöðum í alþjóðlegum samanburði lífeyriskerfa undanfarin ár. Þegar ávöxtunartölur íslenska lífeyriskerfisins til lengri tíma eru skoðaðar má sjá sveiflur í ávöxtun, bæði með löngum tímabilum góðrar ávöxtunar og síðan djúpum niðursveiflum inn á milli. Mikilvægt er að hafa í huga að réttindi sjóðfélaga taka mið af langtímaávöxtun sjóðanna og því hafa einstök ár neikvæðrar ávöxtunar takmörkuð áhrif á réttindi. Kostnaður við rekstur og fjárfestingar lífeyrissjóða Kostnaður við rekstur lífeyrissjóða hefur áhrif á réttindi sjóðfélaga á sama hátt og ávöxtun sjóðanna. Á árinu 2022 var beinn rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða um 0,19% af heildareignum fyrir samtryggingardeildir og 0,26% fyrir innlendar séreignardeildir og hefur farið lækkandi undanfarin ár. Samkvæmt tölum OECD var beinn rekstarkostnaður lífeyrissjóða á hinum Norðurlöndunum um 0,2-0,3% af heildareignum en mun hærri í mörgum öðrum löndum. Því má segja að beinn rekstrarkostnaður íslenska lífeyriskerfisins sé á pari við önnur Norðurlönd og að Ísland standist ágætlega samanburð við önnur lönd í þessum efnum. Þegar litið er til óbeins fjárfestingarkostnaðar lífeyrissjóðanna hefur Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands undanfarin ár unnið að því að bæta aðgengi að gögnum er varða bæði beinan og óbeinan kostnað við rekstur sjóðanna og á hrós skilið fyrir það. Heildarkostnaður við rekstur íslenska lífeyriskerfisins, bæði skrifstofukostnaður og beinn og óbeinn fjárfestingarkostnaður, var 0,51% af eignum samtryggingardeilda árið 2022 og 0,49% af eignum séreignardeilda og hefur verið svipaður frá árinu 2016 þegar Fjármálaeftirlitið hóf birtingu þessara talna. Gögn fyrir önnur lönd, þar sem bæði er litið til beins og óbeins fjárfestingarkostnaðar lífeyrissjóða, eru ekki aðgengileg á vegum OECD. Ákveðið misræmi hefur verið í upplýsingagjöf eftirlitsaðila að því er varðar innlenda lífeyrissjóði og vörsluaðila lífeyrissparnaðar annars vegar og hins vegar erlendra aðila sem taka við séreignarsparnaði. Upplýsingar um beinan og óbeinan kostnað erlendra aðila hafa ekki verið aðgengilegar á sama hátt og fyrir innlenda aðila og benda fyrri athuganir Fjármálaeftirlitsins til þess að beinn og óbeinn kostnaður erlendra aðila á íslenskum lífeyrismarkaði sé hærri en hjá innlendum sjóðum. Verðugt rannsóknarefni væri að rýna þetta nánar. Framtíðarsýn Íslenska lífeyriskerfið hefur stækkað mikið undanfarin ár og sífellt stærri hópur eldra fólks treystir að mestu leyti á áunnin réttindi úr lífeyrissjóðum til framfærslu á efri árum. Mikilvægt er að kerfið hér á landi sé í sífelldri endurskoðun með það í huga að gera gott enn betra og sjá til þess að réttindakerfi lífeyrissjóðanna tryggi líka komandi kynslóðum góð lífeyrisréttindi. Höfundur er hagfræðingur hjá Landssamtökum lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyriskerfið okkar er mjög stórt á alþjóðlegan mælikvarða og hefur komið vel út í alþjóðlegum samanburði. Öflugt lífeyriskerfi, eins og byggt hefur verið upp hér á landi, krefst þess að sífellt eigi sér stað samtal um stöðu þess og hver framtíðarþróun kerfisins skuli vera. Lífeyriskerfið er eign okkar allra og réttindi í lífeyrissjóðum skipta miklu máli fyrir framfærslu fólks á efri árum. Innan Landssamtaka lífeyrissjóða hafa reglulega verið teknar saman hagtölur um lífeyriskerfið og hvernig þróun þess hefur verið undanfarin ár. Flestar tölur sem birtast hér eru aðgengilegar á heimasíðu samtakanna, Lífeyrismál.is. Stærð kerfisins Lífeyriseignir landsmanna hafa farið vaxandi undanfarna áratugi og þrátt fyrir neikvæða ávöxtun á árinu 2022 námu þær 187% af vergri landsframleiðslu (VLF) við árslok. Til að setja þessar tölur í samhengi við aðrar eignir heimilanna var hrein eign heimila fyrir utan lífeyriseignir 206% af VLF árið 2022. Meðtaldar eru þá allar fasteignir, bílar, innlán og verðbréf heimilanna að frádregnum skuldum. Því má segja að lífeyrisréttindi landsmanna séu um helmingur allra eigna heimilanna og lífeyriseignir hafa vaxið mun hraðar en aðrar eignir heimila undanfarin 25 ár. Iðgjöld og útgreiðslur Hlutverk lífeyriskerfisins er að taka við iðgjöldum, ávaxta þau og greiða lífeyri. Á bak við eignir lífeyrissjóða eru réttindi sjóðfélaga til lífeyris. Árið 2022 greiddu sjóðfélagar samtryggingardeilda 289 milljarða króna í iðgjöld og á sama tíma voru útgreiðslur 208 milljarðar króna. Útgreiðslurnar skiptust í 163 milljarða í ævilangan ellilífeyri, 28 milljarða í örorkulífeyri, 16 milljarða í makalífeyri og rúmlega 1 milljarð króna í barnalífeyri. Til samanburðar greiddi Tryggingastofnun um 96 milljarða króna í ellilífeyri og 79 milljarða í örorkulífeyri. Þannig voru því um 62% af öllum lífeyrisgreiðslum eldri borgara úr lífeyrissjóðum og um 25% af örorkulífeyri. Þróunin sýnir að útgreiðslur sjóðanna hafa verið mjög stöðugar og aukist jafnt og þétt á sama tíma og iðgjöld sveiflast í takt við hagvöxt og aðra ytri þætti. Iðgjaldaprósentan hefur hækkað í nokkrum skrefum sem rekja má til kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins og er nú 15,5% fyrir allt launafólk og sjálfstætt starfandi. Samkvæmt líkönum, sem unnin hafa verið um framtíð lífeyriskerfisins, má búast við að útgreiðslur úr samtryggingardeildum fari fram úr iðgjöldum eftir 10-20 ár vegna hlutfallslegrar fjölgunar eldra fólks og aukinna réttinda þeirra sem hefja töku lífeyris. Ávöxtun lífeyrissjóða Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og hlutverk þeirra er að tryggja sjóðfélögum ævilangan lífeyri á efri árum og áfallalífeyri við skerta starfsorku eða andlát. Því skiptir langtímaávöxtun eigna miklu máli til þess að hægt sé að tryggja landsmönnum góð lífeyrisréttindi við starfslok. Árið 2022 var raunávöxtun sjóðanna neikvæð um tæp 12% en vegna góðrar ávöxtunar árin á undan var meðalávöxtun til 5 ára rúmlega 4%, sem er yfir 3,5% ávöxtunarviðmiði sjóðanna. Árið 2022 skilaði neikvæðri ávöxtun lífeyrissparnaðar víðar en á Íslandi. Til samanburðar má nefna að meðalávöxtun sjóða í OECD-ríkjum var neikvæð um 16% árið 2022 og í bæði Danmörku og Hollandi fóru lífeyriseignir niður fyrir 200% af VLF en þau lönd hafa ásamt Íslandi skilað bestum niðurstöðum í alþjóðlegum samanburði lífeyriskerfa undanfarin ár. Þegar ávöxtunartölur íslenska lífeyriskerfisins til lengri tíma eru skoðaðar má sjá sveiflur í ávöxtun, bæði með löngum tímabilum góðrar ávöxtunar og síðan djúpum niðursveiflum inn á milli. Mikilvægt er að hafa í huga að réttindi sjóðfélaga taka mið af langtímaávöxtun sjóðanna og því hafa einstök ár neikvæðrar ávöxtunar takmörkuð áhrif á réttindi. Kostnaður við rekstur og fjárfestingar lífeyrissjóða Kostnaður við rekstur lífeyrissjóða hefur áhrif á réttindi sjóðfélaga á sama hátt og ávöxtun sjóðanna. Á árinu 2022 var beinn rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða um 0,19% af heildareignum fyrir samtryggingardeildir og 0,26% fyrir innlendar séreignardeildir og hefur farið lækkandi undanfarin ár. Samkvæmt tölum OECD var beinn rekstarkostnaður lífeyrissjóða á hinum Norðurlöndunum um 0,2-0,3% af heildareignum en mun hærri í mörgum öðrum löndum. Því má segja að beinn rekstrarkostnaður íslenska lífeyriskerfisins sé á pari við önnur Norðurlönd og að Ísland standist ágætlega samanburð við önnur lönd í þessum efnum. Þegar litið er til óbeins fjárfestingarkostnaðar lífeyrissjóðanna hefur Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands undanfarin ár unnið að því að bæta aðgengi að gögnum er varða bæði beinan og óbeinan kostnað við rekstur sjóðanna og á hrós skilið fyrir það. Heildarkostnaður við rekstur íslenska lífeyriskerfisins, bæði skrifstofukostnaður og beinn og óbeinn fjárfestingarkostnaður, var 0,51% af eignum samtryggingardeilda árið 2022 og 0,49% af eignum séreignardeilda og hefur verið svipaður frá árinu 2016 þegar Fjármálaeftirlitið hóf birtingu þessara talna. Gögn fyrir önnur lönd, þar sem bæði er litið til beins og óbeins fjárfestingarkostnaðar lífeyrissjóða, eru ekki aðgengileg á vegum OECD. Ákveðið misræmi hefur verið í upplýsingagjöf eftirlitsaðila að því er varðar innlenda lífeyrissjóði og vörsluaðila lífeyrissparnaðar annars vegar og hins vegar erlendra aðila sem taka við séreignarsparnaði. Upplýsingar um beinan og óbeinan kostnað erlendra aðila hafa ekki verið aðgengilegar á sama hátt og fyrir innlenda aðila og benda fyrri athuganir Fjármálaeftirlitsins til þess að beinn og óbeinn kostnaður erlendra aðila á íslenskum lífeyrismarkaði sé hærri en hjá innlendum sjóðum. Verðugt rannsóknarefni væri að rýna þetta nánar. Framtíðarsýn Íslenska lífeyriskerfið hefur stækkað mikið undanfarin ár og sífellt stærri hópur eldra fólks treystir að mestu leyti á áunnin réttindi úr lífeyrissjóðum til framfærslu á efri árum. Mikilvægt er að kerfið hér á landi sé í sífelldri endurskoðun með það í huga að gera gott enn betra og sjá til þess að réttindakerfi lífeyrissjóðanna tryggi líka komandi kynslóðum góð lífeyrisréttindi. Höfundur er hagfræðingur hjá Landssamtökum lífeyrissjóða.
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun