Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 21:01 Steinþór Einarsson, sakborningur í málinu, kannaðist við jógaboltann en ekki við að hafa stungið hann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þrátt fyrir það var boltinn blóðugur og greinilega búið að stinga hann. Getty/Vísir Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Boltinn sem um ræðir fannst á vettvangi. Hann vakti athygli þar sem nokkur stungusár voru á honum, og þá var hann mjög blóðugur. Nokkuð óljóst er hvers vegna boltinn hafi verið skorinn og blóðugur, en fólkið sem var í húsinu þegar Tómas lét lífið kannast lítið við að hann hafi verið áberandi í atburðarásinni sem leiddi til dauða hans. Sakborningur málsins, Steinþór, sagðist vita um hvaða bolta ræddi. Hann kannaðist þó ekki við að hafa stungið boltann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þegar hann var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Eiginkona Tómasar, sem er nú látin en var lykilvitni í málinu, sagði í skýrslutöku hjá lögreglu í fangelsinu á Hólmsheiði að hún hefði ekki orðið vör við boltann þegar atvik málsins áttu sér stað. Saknar boltans Húsráðandi hússins sagðist heldur ekki hafa orðið boltans vör umrætt kvöld. Hins vegar sagðist hún sakna hans. „Ég sakna hans alveg stundum. Ég átti hann.“ Lögregluþjónn sem skrifaði frumskýrslu í málinu sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ekki tekið eftir boltanum nóttina þegar Tómas lét lífið. Hins vegar gátu aðrir lögreglumenn og sérfræðingar lögreglunnar tjáð sig um boltann. Einn sagði boltann hafa verið kramin við hlið líkama Tómasar þegar komið var með sjúkrabörur á vettvang. Greindu rifurnar fimm Sérfræðingur lögreglunnar sagði að boltinn hefði líklega verið inni í eldhúsi hússins á einhverjum tímapunkti, en þar kom til átaka milli mannanna teggja og þar lá Tómas meðvitundarlaus eftir. Fram kemur að mikið blóðkám hafi verið á boltanum, eins og hann hefði mögulega runnið um á blóðugu gólfi. Á honum voru fimm stungusár, eða rifur, sem var lýst nokkuð ítarlega í aðalmeðferð málsins í dag. Ein rifan benti til þess að boltinn hefði verið stunginn, og tvær aðrar eins og hann hefði verið skorinn. Þá væru tvær minni rifur til viðbótar sem líktust frekar þeirri fyrrnefndu, og því áætlað að um stungusár væri að ræða frekar en skurð. Þá kom fram að eitthvað blóð hafi verið í innanverðum boltanum, sem að mati sérfræðings benti til þess að blóðugum hníf hafi verið stungið í boltann og hnífurinn síðan dregin úr og skilið eftir sig blóð. Ekki var leitað sérstaklega að fingraförum á boltanum, en fram kom í dómsal í dag að engin sérstök merki hafi verið um slíkt. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira
Boltinn sem um ræðir fannst á vettvangi. Hann vakti athygli þar sem nokkur stungusár voru á honum, og þá var hann mjög blóðugur. Nokkuð óljóst er hvers vegna boltinn hafi verið skorinn og blóðugur, en fólkið sem var í húsinu þegar Tómas lét lífið kannast lítið við að hann hafi verið áberandi í atburðarásinni sem leiddi til dauða hans. Sakborningur málsins, Steinþór, sagðist vita um hvaða bolta ræddi. Hann kannaðist þó ekki við að hafa stungið boltann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þegar hann var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Eiginkona Tómasar, sem er nú látin en var lykilvitni í málinu, sagði í skýrslutöku hjá lögreglu í fangelsinu á Hólmsheiði að hún hefði ekki orðið vör við boltann þegar atvik málsins áttu sér stað. Saknar boltans Húsráðandi hússins sagðist heldur ekki hafa orðið boltans vör umrætt kvöld. Hins vegar sagðist hún sakna hans. „Ég sakna hans alveg stundum. Ég átti hann.“ Lögregluþjónn sem skrifaði frumskýrslu í málinu sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ekki tekið eftir boltanum nóttina þegar Tómas lét lífið. Hins vegar gátu aðrir lögreglumenn og sérfræðingar lögreglunnar tjáð sig um boltann. Einn sagði boltann hafa verið kramin við hlið líkama Tómasar þegar komið var með sjúkrabörur á vettvang. Greindu rifurnar fimm Sérfræðingur lögreglunnar sagði að boltinn hefði líklega verið inni í eldhúsi hússins á einhverjum tímapunkti, en þar kom til átaka milli mannanna teggja og þar lá Tómas meðvitundarlaus eftir. Fram kemur að mikið blóðkám hafi verið á boltanum, eins og hann hefði mögulega runnið um á blóðugu gólfi. Á honum voru fimm stungusár, eða rifur, sem var lýst nokkuð ítarlega í aðalmeðferð málsins í dag. Ein rifan benti til þess að boltinn hefði verið stunginn, og tvær aðrar eins og hann hefði verið skorinn. Þá væru tvær minni rifur til viðbótar sem líktust frekar þeirri fyrrnefndu, og því áætlað að um stungusár væri að ræða frekar en skurð. Þá kom fram að eitthvað blóð hafi verið í innanverðum boltanum, sem að mati sérfræðings benti til þess að blóðugum hníf hafi verið stungið í boltann og hnífurinn síðan dregin úr og skilið eftir sig blóð. Ekki var leitað sérstaklega að fingraförum á boltanum, en fram kom í dómsal í dag að engin sérstök merki hafi verið um slíkt.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Sjá meira