Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Jón Þór Stefánsson skrifar 12. desember 2023 11:26 Steinþór Einarsson, sakborningur málsins skoðar gögn áður en aðalmeðferð hófst í gærmorgun. Á móti honum situr Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins. Vísir Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í vitnisburði sínum í gær hélt Steinþór því fram að umræddur frændi Tómasar hefði getað komið í veg fyrir atburði kvöldsins. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór. Frændinn bjó hjá Tómasi á Ólafsfirði og lýsir aðdraganda andlátsins. Tómas og eiginkona hans hefðu átt í stormasömu sambandi. Daginn fyrir andlátið hefði eiginkona Tómasar ákveðið að fá inni hjá vinkonu sinni í íbúðinni á Ólafsfirði þar sem Tómas átti eftir að láta lífið. Tómas hefði umrætt kvöld sent frændann að ná í eiginkonuna en án árangurs. „Tommi varð mjög reiður, en ég sagði honum að hætta þessu kjaftæði. Hann fór inn í herbergi og kveikti á sjónvarpinu og ég hélt að þetta væri búið.“ Síðan segist frændinn hafa farið að sofa en vaknað til að sækja sér eitthvað í ísskápinn. Hann hafi þá orðið var við sjúkrabíla í götunni. Lögregla hafi handtekið hann og greint honum frá andláti Tómasar. „Ég brotnaði niður við það.“ Aðspurður út í hnífasafn Tómasar og hvort hann hafi verið duglegur að brýna hnífana svaraði frændinn: „Hann var mikill kokkur og var með einhvern kjöthníf sem hann var búinn að brýna nokkrum dögum áður, en það var ekkert þannig,“ sagði hann og gaf til kynna að brýningarnar hafi ekki verið í annarlegum tilgangi. „Ég hefði aldrei hleypt honum af stað hefði hann verið með hnífa með sér,“ sagði frændinn. Frændinn greindi fyrir dómi frá því að Steinþór hefði ráðist á Tómas um verslunarmannahelgina, tveimur mánuðum fyrr. Tómas hefði sagt honum frá árásinni en hann ekki sjálfur orðið vitni að henni. Lýsingin var á þá leið að Steinþór hafi ráðist á Tómas á meðan hann lá uppi í rúmi. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í vitnisburði sínum í gær hélt Steinþór því fram að umræddur frændi Tómasar hefði getað komið í veg fyrir atburði kvöldsins. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór. Frændinn bjó hjá Tómasi á Ólafsfirði og lýsir aðdraganda andlátsins. Tómas og eiginkona hans hefðu átt í stormasömu sambandi. Daginn fyrir andlátið hefði eiginkona Tómasar ákveðið að fá inni hjá vinkonu sinni í íbúðinni á Ólafsfirði þar sem Tómas átti eftir að láta lífið. Tómas hefði umrætt kvöld sent frændann að ná í eiginkonuna en án árangurs. „Tommi varð mjög reiður, en ég sagði honum að hætta þessu kjaftæði. Hann fór inn í herbergi og kveikti á sjónvarpinu og ég hélt að þetta væri búið.“ Síðan segist frændinn hafa farið að sofa en vaknað til að sækja sér eitthvað í ísskápinn. Hann hafi þá orðið var við sjúkrabíla í götunni. Lögregla hafi handtekið hann og greint honum frá andláti Tómasar. „Ég brotnaði niður við það.“ Aðspurður út í hnífasafn Tómasar og hvort hann hafi verið duglegur að brýna hnífana svaraði frændinn: „Hann var mikill kokkur og var með einhvern kjöthníf sem hann var búinn að brýna nokkrum dögum áður, en það var ekkert þannig,“ sagði hann og gaf til kynna að brýningarnar hafi ekki verið í annarlegum tilgangi. „Ég hefði aldrei hleypt honum af stað hefði hann verið með hnífa með sér,“ sagði frændinn. Frændinn greindi fyrir dómi frá því að Steinþór hefði ráðist á Tómas um verslunarmannahelgina, tveimur mánuðum fyrr. Tómas hefði sagt honum frá árásinni en hann ekki sjálfur orðið vitni að henni. Lýsingin var á þá leið að Steinþór hafi ráðist á Tómas á meðan hann lá uppi í rúmi.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12
Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01
„Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18